Fréttir

Vetrarstarfið hafið - Afsláttur á æfingagjöldum

Nú er vetrarstarfið hjá Umf. Selfoss komið í fullan gang. Búið er að tímasetja æfingar hjá flestum deildum og hvetjum við foreldra og forráðamenn til að bregðast skjótt við og skrá börnin í gegnum .Jafnframt viljum við vekja athygli á að afsláttur er veittur af æfingagjöldum í handbolta, sundi og taekwondo fyrir þá foreldra sem ganga frá skráningu í seinasta lagi 14.

Ragnarsmótið 2014

Nú styttist í að handboltavertíðin hefjist en miðvikudaginn 3. september hefst hið árlega Ragnarsmót sem Handknattleiksdeild Selfoss heldur í samstarfi við VÍS.

Selfyssingar með landsliðinu á EM í Póllandi

Íslenska unglingalandsliðið í handknattleik, U-18, tryggði sér í vikunni sæti á HM í Rússlandi á næsta ári. Þeir lentu í 9. sæti á Evrópumótinu sem fram fór í Póllandi, unnu 5 leiki gerðu eitt jafntefli og töpuðu aðeins einum leik.Ísland hefur ekki átt lið á HM U-19 síðan 2009 þegar Selfyssingurinn Einar Guðmundsson, núverandi þjálfari, var með liðið sem vann silfurverðlaun í Túnis.Fjallað var um mótið á .---Selfyssingarnir Einar og Ómar Ingi Magnússon Mynd: Umf.

Æfingar í handbolta hefjast á mánudag

Æfingar hjá handknattleiksdeild Selfoss hefjast samkvæmt tímatöflu mánudaginn 25. ágúst. Upplýsingar um tímasetningar má finna á og í auglýsingu í Dagskránni.Allar skráningar fara fram í gegnum .

Opið fyrir skráningar í handbolta og taekwondo

Búið er að opna fyrir skráningar í handbolta og taekwondo í .Stefnt er að því að opna fyrir skráningar í sund og júdó föstudaginn 22.

Stórgóður árangur 3. flokks á Granollers Cup

Strákarnir í 3. flokki í handbolta (fæddir 1996 og 1997) tók þátt í  sterku alþjóðlegu móti, Granollers cup, rétt utan við Barcelona á Spáni 25.-29.

Gleði og ánægja í Partille

Þessi glæsilegi hópur 4. flokks kvenna er nýkominn heim frá Gautaborg í Svíþjóð þar sem hann tók þátt í Partille Cup dagana 1.-5.

Fjórar Selfossstelpur í U18 landsliði Íslands

Þessa stundina eru fjórar föngulegar stúlkur frá Selfossi að keppa fyrir Íslands hönd á European Open í Svíþjóð.  Stelpurnar sem allar hafa æft handbolta frá unga aldri eru svo sannarlega verðugir fulltrúar okkar Selfyssinga í U18 landsliðinu.

3. flokkur á Granollers cup í Barcelona

Þessi glæsilegi hópur 3. flokks karla sem varð bikar- og deildarmeistarar í vetur er nú kominn til Barcelona á Spáni þar sem þeir taka þátt í Granollers cup dagana 23.-30.

Lokahóf yngri flokka

Yngri flokkaráð handknattleiksdeildar Umf. Selfoss hélt uppskeruhátíð í íþróttahúsi Vallaskóla sl. föstudag. Afhent voru einstaklingsverðlaun fyrir framúrskarandi árangur 4.-6.