26.03.2014
Um seinustu helgi tryggðu strákarnir í 3. flokki sér deildarmeistaratitilinn í handknattleik þegar þeir lögðu Fram að velli með eins marks mun í æsispennandi leik í Vallaskóla.
26.03.2014
Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2014 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 10. apríl klukkan 20:00.Aðalfundur Umf.
22.03.2014
Stelpurnar í mfl. kvenna hafa lokið þátttöku sinni í Olísdeildinni eftir leikinn í dag á móti Fylki. Leikurinn var erfiður og Selfoss alltaf skrefi á eftir Fylki.
21.03.2014
Selfoss átti flottan leik á móti Stjörnunni í kvöld. Stjarnan leiddi í upphafi leiks en Selfyssingar tóku fljótt við sér með og jöfnuðu leikinn. Góð barátta var hjá báðum liðum. Sebastian byrjaði í markinu og var búinn að loka því vel þegar hann meiddist illa og kom ekki meira við sögu. Sverrir Andrésson tók hans stöðu og varði vel fyrir aftan góða vörn Selfoss. Seinni hluta fyrri hálfleiks náði Selfoss mest fjögurra marka forystu en leiddi 15-13 þegar blásið var til leikhlés. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náði mest átta marka forystu í stöðunni 28-20. Munaði þar mestu um frábæran varnarleik, góða markvörslu og agaðan sóknarleik liðsins.
19.03.2014
Tinna Soffía Traustadóttir hefur samið við Selfoss um áframhaldandi samning til tveggja ára. Tinna Soffía hefur verið einn af burðarásum meistaraflokks kvenna síðan að hann var endurvakinn og hefur hún leikið 40 leiki fyrir Selfoss í efstu deild.Mikil ánægja er innan félagsins að hafa tryggt Tinnu Soffíu áfram næstu tvö árin og er það liður í áframhaldandi uppbyggingu Selfoss á starfi kvennahandboltans.
15.03.2014
Stelpurnar okkar sóttu HK heim í Digranesið í Kópavogi í dag. Það voru heimastelpur sem hrósuðu sigri 20-16 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 12-10.Lokaumferð deildarinnar fer fram næstkomandi laugardag en þá taka stelpurnar á móti Fylki í Vallaskóla og hefst leikurinn kl.
15.03.2014
Meistaraflokkur karla hélt áfram sigurgöngu sinni og sigraði lið KR á föstudaginn og situr því áfram sem fastast í þriðja sæti deildarinnar. Þegar flautað var til leikhlés leiddi Selfoss með einu marki, 14-15, eftir að hafa verið undir hluta af fyrri hálfleiknum.
14.03.2014
Hildur Öder Einarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Selfoss um tvö ár eða til loka leiktíðarinnar 2015/2016. Hildur hefur leikið 43 leiki fyrir Selfoss og verið mikilvægur hlekkur í ungu og efnilegu liði Selfoss sem hefur leikið í efstu deild síðustu tvö tímabil.Mikil ánægja er innan félagsins að hafa tryggt Hildi áfram næstu tvö árin og er það liður í áframhaldandi uppbyggingu Selfoss á starfi kvennahandboltans.
13.03.2014
Aðalfundur Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss fer fram í Tíbrá fimmtudaginn 20. mars og hefst kl. 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnirHandknattleiksdeild Umf.
13.03.2014
Markvörðurinn Áslaug Ýr Bragadóttir hefur framlengt samning sinn við Selfoss um tvö ár eða til loka leiktíðarinnar 2015/2016. Áslaug hefur leikið 43 leiki fyrir Selfoss og verið mikilvægur hlekkur í ungu og efnilegu liði Selfoss sem hefur leikið í efstu deild síðustu tvö tímabil.Mikil ánægja er innan félagsins að hafa tryggt Áslaugu áfram næstu tvö árin og er það liður í áframhaldandi uppbyggingu Selfoss á starfi kvennahandboltans.