Fréttir

Ragnar til Þýskalands

Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson hefur haldið á vit ævintýranna í Þýskaland þar sem hann kemur til með að leika með TV 05/07 Hüttenberg.

Sigur á móti FH í spennandi leik

Meistaraflokkur kvenna er í baráttu um sæti í úrslitum og náðu þær í mikilvæg stig í Hafnafjörðinn um helgina. Þá unnu þær FH á útivelli í Olís deildinni, 23-25, eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik, 9-10.

Öruggur sigur á móti Þrótti

Meistaraflokkur karla gerði góða ferð í Laugardalshöllina og unnu Þróttara nokkuð auðveldlega 21-28. Leikurinn var jafn á upphafsmínútunum en Selfyssingar náðu fljótt góðri forystu og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 11-16.

Selfossþorrablótið í Hvítahúsinu – Örfáir miðar eftir í matinn

Ákveðið hefur verið að færa Selfossþorrablótið 2015 í Hvítahúsið til að skapa enn meiri og þéttari stemningu um blótsgesti.

4. flokkur í undanúrslit

Strákarnir á yngra árí í 4. flokki eru komnir í undanúrslit í bikarkeppni HSÍ eftir hörkuleik við Aftureldingu. Selfoss seig fram úr á lokakaflanum og landaði 19-25 sigri á útivelli.

Tap á móti toppliði Olís deildarinnar

Selfoss tók á móti Fram um helgina og fengu áhorfendur að sjá spennandi og skemmtilegan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Selfyssingar áttu frábæra byrjun og komust í 5-1 en þá tóku Framarar við sér og söxuðu á forskotið.

Selfossþorrablótið 2015

Selfossþorrablótið 2015 verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla laugardaginn 24. janúar,Miðasala og borðapantanir fer fram í , til kl.

Elva Rún lék sinn fyrsta landsleik

Selfyssingurinn Elva Rún Óskarsdóttir var í landsliðshóp U-15 ára sem lék tvo vináttulandsleiki gegn Skotum um seinustu helgi. Liðið sem leikur undir stjórn Hrafnhildar Óskar Skúladóttur og Stefáns Arnarsonar er nýstofnað og er Elva Rún fyrsti Selfyssingurinn sem valin er í svo ungt landslið.---Elva Rún (í rauðum búning) önnur frá hægri í neðri röð ásamt félögum sínum.

Öruggur sigur á móti ÍH

Sigur Selfyssinga var aldrei í hættu þegar þeir tóku á móti ÍH. Selfoss byrjaði leikinn strax af krafti og komust t.d í 9 – 2 þegar fyrri hálfleikurinn var tæplega hálfnaður.

Úthlutað úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar

Tilkynnt var um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands 30.