Fréttir

Skellur á Nesinu

Selfoss mætti ofjörlum sínum á Seltjarnarnesi þegar liðið mætti nýkrýndum bikarmeisturunum Gróttu í gær.Grótta komst í 7-1.og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var munurinn orðin 9 mörk, 11-2.

Umf. Selfoss semur við Jako

Ungmennafélag Selfoss hefur gengið frá samningi við Namo ehf. heildsölu og verslun sem býður upp á Jako íþróttavörumerkið. Samningurinn, sem nær til aðalstjórnar Umf.

Vilt þú bóka gleði, virðingu og fagmennsku?

Ungmennafélag Selfoss leitar eftir dugmiklum og drífandi bókara í 50% starfshlutfall. Um er að ræða starf sem er í sífelldri mótun og mun starfsmaðurinn koma að mótun starfsins.Við leitum að þjónustulunduðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur áhuga á íþrótta- og félagsstarfi sem og gleði af því að vinna með fólki.Menntun, reynsla og eiginleikar: Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur Reynsla af bókhaldsstörfum Góð þekking og reynsla af notkun DK bókhaldshugbúnaðar og töflureiknis (Excel) Nákvæmni í vinnubrögðum og lipurð í samskiptum Gleði, virðing og fagmennska Meðal verkefna: Færsla á öllu bókhaldi félagsins Launaútreikningur allra deilda Umsjón með skráningar- og greiðslukerfinu Nóra Aðstoð við bókhaldsmál og fjáramálastjórn deilda Bókari Umf.

Stöngin út í Höllinni

Stelpurnar okkar í þriðja flokki léku á sunnudag til úrslita gegn ÍBV í Coca Cola bikarkeppni HSÍ. Ásamt stelpunum var fjölmennt lið Selfyssinga á pöllunum sem hvatti stelpurnar áfram allan tímann.Það voru Vestmannaeyingar sem byrjuðu leikinn betur og náðu 1-4 forystu.

Æfingar falla niður

Æfingar meistaraflokka karla og kvenna í handbolta auk æfinga hjá 3. flokki kvenna og 2. flokki karla falla niður seinnipartinn í dag vegna jarðarfarar Einars Öder Magnússonar.Fráfall Einars snertir marga innan Handknattleiksdeildarinnar en öll fjögur börn Einars heitins og Svönu æfa hjá deildinni.

Suðurlandsslagur hjá 3. flokki kvenna

Eins og fram hefur komið þá mun þriðji flokkur kvenna í handbolta leika til úrslita í Coca Cola bikarnum. Stelpurnar mæta sterku liði ÍBV og mun leikurinn fara fram í Laugardalshöllinni, sunnudaginn 1.

Sigur Selfoss á móti sterku liði ÍBV

Meistaraflokkur kvenna í handbolta átti frábæran leik í dag þegar þær sigruðu sterkt lið ÍBV. Okkar stelpur byrjuðu leikinn betur og náðu þriggja marka forystu þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum.

Öruggur sigur

Selfoss vann góðan sigur á Hömrunum 27-22 í Vallaskóla á föstudagskvöldið. Leikurinn var jafn í upphafi og staðan 4-4 eftir tæplega tíu mínútna leik en þá gáfu Selfyssingar í og náðu góðu forskoti.

Þriðji flokkur kvenna í Höllina

Það var ekki bara meistaraflokkur kvenna sem gerði góða ferð norður á Akureyri um helgina. Þriðja flokkur kvenna sigraði KA/Þór í undanúrslitum í bikar með einu marki 20-21, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik 11-12.

Stórsigur á Akureyri

Selfoss gerði góða ferð norður um helgina þegar stelpurnar unnu KA/Þór örugglega í Olís deildinni. Selfoss byrjaði leikinn vel, náði strax forystu og hélt henni allan leikinn.