16.04.2015
Selfyssingar eru komnir í sumarfrí eftir grátlegt tap gegn Fjölni í undanúrslitum í umspili um sæti í efstu deild í gær. Leikurinn var hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur en því miður skoruðu Fjölnismenn lokamark leiksins tíu sekúndum fyrir leikslok og tryggðu sér með því 24-23 sigur.
14.04.2015
Eftir tvo leiki á móti Fjölni í umspili um laust sæti í úrvalsdeild er staðan 1-1. Bæði lið hafa unnið einn leik og verður því um hreinan úrslitaleik að ræða í þriðja leik liðanna um það hvort liðið heldur áfram.Selfyssingar töpuðu fyrsta leik liðanna 28-25.
13.04.2015
Ævintýri meistaraflokks kvenna er lokið þetta tímabil, eftir tap í tveimur leikjum á móti Gróttu í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn.
09.04.2015
Aðalfundur Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 26. mars. Þar bar helst til tíðinda að Lúðvík Ólason var kjörinn nýr formaður deildarinnar en hann tekur við embættinu af Þorsteini Rúnari Ásgeirssyni, sem situr áfram í stjórninni sem gjaldkeri.
06.04.2015
Selfyssingar lágu fyrir deildar- og bikarmeisturum Gróttu í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildarinnar á Seltjarnarnesi í kvöld.Jafnræði var með liðunum fyrri hluta fyrri hálfleiks en Grótta náði góðum kafla um miðbik hálfleiksins og náði fjögurra marka forystu og leiddi í hálfleik 14:10.Munurinn jókst enn frekar í upphafi seinni hálfleiks og þegar hann var hálfnaður var Grótta komin með tíu marka forskot.
04.04.2015
Meistaraflokkur karla sigraði Þrótt nokkuð auðveldlega í síðasta leik deildarinnar. Selfoss byrjaði leikinn strax af krafti og voru komnir með góða forystu í upphafi leiks.
04.04.2015
Hrafnhildi Hönnu var færð viðurkenning frá Handknattleiksdeild Selfoss í síðustu viku. Þessi frábæri íþróttamaður og fyrirmynd hefur spilað með A-landsliði Íslands nú í vetur ásamt því að vera markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna með 159 mörk í deildinni.Stjórn deildarinnar óskar Hönnu innilega til hamingju með frábæran árangur og er stolt af því að hafa svo glæsilegan fulltrúa innan sinna raða.Mynd: Hrafnhildur Hanna með viðurkenningu frá Handknattleiksdeildinni fyrir frábæran árangur í vetur.
04.04.2015
Meistaraflokkur kvenna er kominn í úrslit í Olís deildinni, þrátt fyrir tap á móti Val í síðasta deildarleik liðsins. Það var á brattan að sækja allan leikinn og leiddi Valur í hálfleik, 12-7.
02.04.2015
Nú þegar lokaumferðum deildarkeppninnar í handbolta er lokið liggur fyrir hvaða liðum Selfyssingar mæta í fyrstu einvígjum úrslitakeppni Olís-deildar kvenna og umspili um laust sæti í Olís-deild karla.Selfoss hefur leik í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna gegn Gróttu mánudaginn 6.
01.04.2015
Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2014 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 16. apríl klukkan 20:00.Aðalfundur Umf.