13.08.2015
Nú líður að hausti og þá hefst hefðbundið vetrarstarf félagsins. Æfingatafla hjá handboltanum liggur að mestu leyti fyrir en æfingar yngri flokka byrja um leið og grunnskólarnir mánudaginn 24.
08.08.2015
Á mótsslitum 18. Unglingalandsmóts UMFÍ á Akureyri sl. sunnudagskvöld var tilkynnt hverjir hefðu hreppt Fyrirmyndarbikarinn. Bikarinn féll í skaut Héraðssambandsins Skarphéðins, HSK, og var þetta annað árið röð sem bikarinn fer til HSK.
05.08.2015
Á þriðja þúsund keppendur tóku þátt í 18. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Akureyri um verslunarmannahelgina. Selfyssingar og aðrir félagar okkar í liði HSK stóðu sig með miklum sóma en rétt tæplega 200 keppendur frá HSK mættu til leiks.Fyrirmyndarbikar UMFÍ féll í skaut liðsmanna HSK annað árið röð og fimmta skiptið alls.
23.07.2015
Þátttaka á 18. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina er tilvalin samvera fyrir fjölskyldur. Niðurstöður rannsókna sýna að börn og unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum eru síður líklegir til að sýna ýmis konar áhættuhegðun.Ungmennafélag Íslands hvetur fjölskyldur til að kynna sér dagskrá Unglingalandsmótsins en nánari upplýsingar eru á .Skráningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 26.
15.07.2015
Helgi Hlynsson (24) og handknattleiksdeild undirrituðu í dag samning til eins árs. Handknattleiksdeild fagnar því að Helgi skuli endurnýja samning sinn við deildina og væntir mikils af honum.Ljóst að deildin ætti ekki að vera á flæðiskeri stödd með þetta góða markmenn innan borðs.MM.
14.07.2015
Handknattleiksdeild Selfoss hefur framlengt samninga fjögurra leikmanna til ársins 2017.Um er að ræða báða markverði liðsins þær Áslaugu Ýr Bragadóttir (22) og Katrínu Ósk Magnúsdóttir (18). Auk þess hefur hin öfluga vinstri skytta liðsins Kristrún Steinþórsdóttir (21) framlengt og einnig miðjumaðurinn Hulda Dís Þrastardóttir (17).Handknattleiksdeildin er afskaplega ánægð með að þessar stúlkur skuli hafa trú á áframhaldandi uppbyggingu kvennaboltans og þakkar þeim fyrir þeirra þátt við eflingu handboltans.Það er óneitanlega afskaplega gaman að sjá þessar stelpur framlengja samninga sína hverja á fætur annarri, þær hafa augljóslega trú á framtíðinni, eins og allir aðrir unnendur handbolta hér á Selfossi ættu að hafa.MM
08.07.2015
U-19 ára landslið karla vann glæstan sigur á Svíum 31-29 í úrslitaleik á Opna Evrópumótinu sem fram fór samhliða handboltamótinu Partille Cup í Svíþjóð.
07.07.2015
Drengirnir á yngra ári í 4. flokki unnu í B-úrslitum á Partille Cup í Gautaborg. Þeir voru hrikalega flottir í sínum leikjum. En þess má geta að allur hópurinn var félagi sínu til mikils sóma á mótinu.Ljósmynd.
07.07.2015
Stjórn handknattleiksdeildar hefur ekki setið auðum höndum í upphafi sumars og hafa endurnýjað samninga við fjölda leikmanna að undanförnu.Frábærar handboltastelpur hafa heitið handknattleiksdeild Selfoss tryggð til ársins 2017.
01.07.2015
Strákarnir í 4. flokki Selfoss í handbolta taka nú þátt í Partille Cup í Svíþjóð sem er stærsta keppni sinnar tegundar fyrir yngri flokka í handbolta í heiminum með yfir 20 þúsund þáttakendum frá yfir 50 löndum.Strákarnir vilja koma á framfæri þakklæti til eftirtaldra aðila fyrir veittan stuðning: Bónus, Guðnabakarí, Krás, Góa, Vífilfell, Kjarnabókhald, HS-Orka, Flügger, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar, Súperlagnir, Magnús Maintenance Roof Plumbing, Hótel Katla, Set, Myguesthouse.is, Skalli, Halldórskaffi Vík, Eðalmálun, Klaustur-Vík, Blesi.is, Pro-Ark teiknistofa, Baldvin og Þorvaldur, Lögmenn Suðurlandi, MS og Fagform---Strákarnir stilltu sér upp í myndatöku við brottför.
Ljósmynd: Umf.