Fréttir

Hanna best á Ragnarsmótinu - Olísdeildin hefst á laugardag

Það voru sex lið sem tóku þátt í fyrsta Ragnarsmóti kvenna sem lauk með sigri Fram um helgina.Lið Selfoss stóð sig afskaplega vel og vann öruggan 28-20 sigur á HK, tapaði með einu marki 29-30 fyrir sigurvegurum mótsins og vann mjög góðan 33-30 sigur á ÍBV í leik um þriðja sætið.Í lok móts var Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir valin besti leikmaðurinn ásamt því að hún var markahæst.

Selfossmeistaramótið og leikmannakynning

Það verður stórleikur í íþróttahúsi Vallaskóla á morgun, föstudag 11.september kl. 19:30 en þá eigast við heimaliðin Selfoss og Mílan.

Gott teymi í Rússlandi

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, náði þeim frábæra árangri að vinna bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Yekateringburg í Rússlandi dagana 7.–20.

Rúmur tugur leikmanna framlengir hjá Selfoss

Í lok ágúst framlengdu ellefu strákar samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2017.Félagið hefur að undanförnu lagt mikla áherslu á að halda í leikmenn sína og hafa þessir drengir trú á því verkefni sem framundan er hjá félaginu.

Selfossstelpur hlutu bronsverðlaun

Ragnarsmóti kvenna, hinu fyrsta, lauk í gær.Það voru 6 lið sem tóku þátt.  Fram og Grótta spiluðu til úrslita og þar höfðu Framstúlkur 19-13 sigur.Lið Selfoss stóð sig afskaplega vel, unnu öruggan 28-20 sigur á HK, töpuðu síðan með einu marki 29-30 fyrir sigurvegurum mótsins.Selfossstelpurnar léku síðan við ÍBV um 3.sætið og höfðu mjög góðan 33-30 sigur á Eyjapæjum.Verður óneitanlega gaman að sjá til liðsins í vetur en þær hafa lagt gríðarlega mikið á sig á undirbúningstímabilinu og líta skrambi vel út.MM

Selfoss leikur um þriðja sætið

Selfoss mun spila gegn ÍBV um þriðja sætið á Ragnarsmóti kvenna í handbolta en úrslitaleikirnir verða leiknir í dag, laugardag.Mótið hófst á miðvikudag en að lokinni riðlakeppninni er ljóst að Fram og Grótta munu leika til úrslita kl.

Adina til liðs við Selfoss

Handknattleiksdeild Selfoss hefur gert samning við Adina Ghidoarca, en hún er 28 ára rúmensk stelpa sem spilar alla jafna sem vinstri skytta.Hún æfði með liðinu í sumar og stóð sig það vel að henni var boðinn samningur við félagið. Adina spilaði áður í Færeyjum og Tyrklandi.Þess má geta að fyrir hjá Selfoss er landa hennar Carmen Palamariu og verða þær báðar í sviðsljósinu með Selfoss á Ragnarsmótinu í kvöld.---Adina t.v.

Ragnarsmótið í kvennaflokki

Seinni hluti Ragnarsmótsins í handknattleik hefst í íþróttahúsi Vallaskóla á miðvikudag þegar stelpurnar stíga á stokk en nú er í fyrsta skipti í sögu mótsins keppt í kvennaflokki.

Vetraræfingar að hefjast

Um leið og skólarnir hefjast fer vetrarstarfið hjá Umf. Selfoss af stað. Æfingar eru hafnar í handbolta, taekwondo og sundi en fimleikar og júdó hefjast í næstu viku.Júdóæfingar hefjast þriðjudaginn 1.

Handboltaæfingar 2015-2016

Nú eru æfingar hafnar í handbolta. Búið er að uppfæra yngri flokka á heimasíðu Umf. Selfoss en allar æfingar fara fram í íþróttahúsi Vallaskóla. Upplýsingar um æfingagjöld eru neðst á síðunni og skráning fer fram í gegnum .Nánari upplýsingar hjá þjálfurum og skrifstofu Umf.