Fréttir

Selfosssigur gegn KR

Strákarnir unnu sinn fyrsta sigur í deildinni þegar þeir lögðu KR að velli í kvöld á útivelli.Varnarleikur beggja liða var í fyrirrúmi framan af leik, staðan var 4-3 fyrir KR eftir 12 mínútna leik en þá kom góður kafli hjá Selfyssingum og eftir 20 mínútur var staðan orðin 5-8 Selfyssingum í vil.

Þjálfararnir bjartsýnir í upphafi tímabils

Þjálfarar meistaraflokka Selfoss í handbolta voru í viðtali í Dagskránni nú við upphaf Íslandsmótsins. þjálfari karlaliðs Selfoss markmið liðsins fyrst og fremst að „stilla upp liði sem Selfyssingar geta verið stoltir af og munu finnast gaman að koma og sjá spila." þjálfari kvennaliðs Selfoss segir liðið halda sig við 5 ára planið sem lagt var upp með þegar meistaraflokkur kvenna var endurvakinn en „þá þurfum við að gera betur en í fyrra.

Mátunardagur og afhending í handbolta

Í dag þriðjudag 22. september er mátunardagur og afhendingardagur hjá iðkendum í handbolta.Fulltrúar frá Jako og unglingaráði verða í anddyri íþróttahússins milli klukkan 18 og 20 þar sem verður hægt að máta keppnistreyju, stuttbuxur og félagsgalla Selfoss.Þeir sem komust ekki á síðasta mátunardag eru hvattir til að mæta í dag til að nýta sér þetta frábæra tilboð frá Jako (sjá mynd).

Stjarnan sneri á Selfyssinga

Það var stórleikur í fyrstu umferð 1. deild karla þegar Selfoss sótti Stjörnuna heim í Garðabæ síðastliðinn föstudag en liðunum er spáð toppsætum deildarinnar.Strákarnir okkar hófu leikinn af krafti og komumst í 1-4 áður en heimamenn sneru taflinu við og skoruðu sjö mörk gegn einu marki Selfyssinga.

Selfosssigur á KA/Þór

Selfoss mætti KA/Þór í öðrum leik sínum í Olísdeild kvenna í dag. Jafnt var á tölum framan af en að loknum 15 mínútum var Selfoss komið með 8-5 forskot sem þær létu ekki af hendi allan leikinn.

Spáð í spilin fyrir Íslandsmótið í handbolta

Spá þjálfara, fyrirliða og formanna liðanna sem taka þátt í Íslandsmótunum í handknattleik um röð liðanna var kynnt í seinustu viku á kynningarfundi deildanna.

Bláa fjöðrin - Fjöður sem vegur þungt

Næstu daga munu eldri iðkendur handknattleiksdeildar Selfoss selja Bláu fjöðrina sem er landssöfnun á vegum Bláa naglans.Leikmenn munu standa vaktir í Bónus, Krónunni, Nettó, Húsasmiðjunni, Byko og Vínbúðinni á Selfossi frá miðvikudegi til laugardags auk þess sem gengið verður í hvert einasta hús á Selfossi á sunnudagskvöld og fólki boðið að kaupa „Fjöður sem vegur þungt".

Þrjár framlengja

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Elena Birgisdóttir og Sigrún Arna Brynjarsdóttir hafa allar framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2017.Mikill fengur í þessum öflugu handboltastelpum fyrir deildina og sérstaklega ánægjulegt að þær skuli heita félaginu tryggð sína.

Sigur í fyrsta leik Selfyssinga

Stelpurnar okkar hófu leik í Olís-deildinni á laugardag þegar þær sóttu Hauka heim í Hafnarfirði. Leikurinn var spennandi fram á seinustu mínútu en okkar stelpur lönduðu sigri með því að skora tvö seinustu mörk leiksins.Haukar voru yfir í hálfleik 14-10 og það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleik að getumunurinn á liðunum kom í ljós.

Selfoss Selfossmeistarar!

Keppt var um meistaratitil Selfoss í handbolta í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld, saman leiddu hesta sína Umf. Selfoss og Íþróttafélagið Mílan.