Fréttir

Selfosssigur á KA/Þór

Selfoss mætti KA/Þór í öðrum leik sínum í Olísdeild kvenna í dag. Jafnt var á tölum framan af en að loknum 15 mínútum var Selfoss komið með 8-5 forskot sem þær létu ekki af hendi allan leikinn.

Spáð í spilin fyrir Íslandsmótið í handbolta

Spá þjálfara, fyrirliða og formanna liðanna sem taka þátt í Íslandsmótunum í handknattleik um röð liðanna var kynnt í seinustu viku á kynningarfundi deildanna.

Bláa fjöðrin - Fjöður sem vegur þungt

Næstu daga munu eldri iðkendur handknattleiksdeildar Selfoss selja Bláu fjöðrina sem er landssöfnun á vegum Bláa naglans.Leikmenn munu standa vaktir í Bónus, Krónunni, Nettó, Húsasmiðjunni, Byko og Vínbúðinni á Selfossi frá miðvikudegi til laugardags auk þess sem gengið verður í hvert einasta hús á Selfossi á sunnudagskvöld og fólki boðið að kaupa „Fjöður sem vegur þungt".

Þrjár framlengja

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Elena Birgisdóttir og Sigrún Arna Brynjarsdóttir hafa allar framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2017.Mikill fengur í þessum öflugu handboltastelpum fyrir deildina og sérstaklega ánægjulegt að þær skuli heita félaginu tryggð sína.

Sigur í fyrsta leik Selfyssinga

Stelpurnar okkar hófu leik í Olís-deildinni á laugardag þegar þær sóttu Hauka heim í Hafnarfirði. Leikurinn var spennandi fram á seinustu mínútu en okkar stelpur lönduðu sigri með því að skora tvö seinustu mörk leiksins.Haukar voru yfir í hálfleik 14-10 og það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleik að getumunurinn á liðunum kom í ljós.

Selfoss Selfossmeistarar!

Keppt var um meistaratitil Selfoss í handbolta í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld, saman leiddu hesta sína Umf. Selfoss og Íþróttafélagið Mílan.

Hanna best á Ragnarsmótinu - Olísdeildin hefst á laugardag

Það voru sex lið sem tóku þátt í fyrsta Ragnarsmóti kvenna sem lauk með sigri Fram um helgina.Lið Selfoss stóð sig afskaplega vel og vann öruggan 28-20 sigur á HK, tapaði með einu marki 29-30 fyrir sigurvegurum mótsins og vann mjög góðan 33-30 sigur á ÍBV í leik um þriðja sætið.Í lok móts var Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir valin besti leikmaðurinn ásamt því að hún var markahæst.

Selfossmeistaramótið og leikmannakynning

Það verður stórleikur í íþróttahúsi Vallaskóla á morgun, föstudag 11.september kl. 19:30 en þá eigast við heimaliðin Selfoss og Mílan.

Gott teymi í Rússlandi

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, náði þeim frábæra árangri að vinna bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Yekateringburg í Rússlandi dagana 7.–20.

Rúmur tugur leikmanna framlengir hjá Selfoss

Í lok ágúst framlengdu ellefu strákar samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2017.Félagið hefur að undanförnu lagt mikla áherslu á að halda í leikmenn sína og hafa þessir drengir trú á því verkefni sem framundan er hjá félaginu.