Fréttir

Strákarnir á Partille

Strákarnir í 4. flokki Selfoss í handbolta taka nú þátt í Partille Cup í Svíþjóð sem er stærsta keppni sinnar tegundar fyrir yngri flokka í handbolta í heiminum með yfir 20 þúsund þáttakendum frá yfir 50 löndum.Strákarnir vilja koma á framfæri þakklæti til eftirtaldra aðila fyrir veittan stuðning: Bónus, Guðnabakarí, Krás, Góa, Vífilfell, Kjarnabókhald, HS-Orka, Flügger, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar, Súperlagnir, Magnús Maintenance Roof Plumbing, Hótel Katla, Set, Myguesthouse.is, Skalli, Halldórskaffi Vík, Eðalmálun, Klaustur-Vík, Blesi.is, Pro-Ark teiknistofa, Baldvin og Þorvaldur, Lögmenn Suðurlandi, MS og Fagform---Strákarnir stilltu sér upp í myndatöku við brottför. Ljósmynd: Umf.

Flottur hópur í handboltaskólanum

Það var glæsilegur hópur nærri 40 krakka sem tóku þátt í handboltaskóla Selfoss sem Örn Þrastarson stjórnaði af mikilli röggsemi í júní.

Birkir Fannar semur við Selfoss

Birkir Fannar Bragason hefur samið við handknattleiksdeildina um að spila með meistaraflokki félagsins auk þess sem hann mun koma að markmannsþjálfun hjá félaginu.Birkir Fannar er svo sannarlega góður fengur fyrir félagið og er Selfyssingum vel kunnur, hann er 27 ára gamall og hefur undanfarin ár spilað handbolta í Noregi með góðum árangri.

Hrafnhildur Hanna markahæst með landsliðinu

Íslensku landsliðin í handbolta mættu Svartfellingum í Laugardalshöll í gær.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst leikmanna Íslands þegar liðið gerði jafntefli við Svartfjallaland í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM kvenna sem fram fer Danmörku í desember.

Handboltaskóli Selfoss

Eins og undanfarin ár verður Handboltaskóli Selfoss starfræktur í íþróttahúsi Vallaskóla í tvær vikur strax að loknum skólaslitum eða 15.-19.

Stefán Árnason þjálfari meistaraflokks karla

Handknattleiksdeild Selfoss hefur ráðið Stefán Árnason sem þjálfara meistaraflokks karla í handknattleik.Stefán er Selfyssingum að góðu kunnur, hann þjálfaði hér á árunum 2009-2013 áður en hann fór til Vestmannaeyja þar sem hann þjálfaði í tvö ár.Á Selfossi hefur Stefán náð sínum besta árangri, lið undir hans stjórn hafa unnið fjóra Íslandsmeistartitla og tvo bikarmeistaratitla, auk þess sem hann vann Partille Cup með liði Selfoss.Stefán er að fara að þjálfa meistaraflokk í fyrsta sinn.

Hrafnhildur Hanna í eldlínunni

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðið eru í erfiðri stöðu eftir fyrri leik liðsins gegn Svartfjallalandi í umspili um sæti á HM í Danmörku í desember.Íslenska liðið spilaði vel í upphafi leiks og náði mest sex marka forystu í stöðunni 10-4 en að loknum fyrri hálfleik var staðan jöfn, 12-12.

Hrafnhildur Hanna markahæst í Póllandi

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir lék tvo vináttulandsleiki með íslenska kvennalandsliðið gegn Póllandi um helgina.Liðið tapaði fyrri leiknum 31-26 þar sem Hrafnhildur Hanna fór á kostum og skoraði níu mörk fyrir Ísland og var langmarkahæsti leikmaður liðsins.

Hrafnhildur Hanna með landsliðinu til Póllands

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var á dögunum valin í 23 manna A-landsliðshóp HSÍ sem æfir fyrir leiki gegn Svartfjallalandi 7.

Verðlaunahafar á lokahófi yngri flokka

Lokahóf yngri flokka Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss fór fram í íþróttahúsi Vallaskóla fimmtudaginn 21. maí. Eftirtaldir einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir framistöðu sína í vetur.4.