10.06.2015
Handknattleiksdeild Selfoss hefur ráðið Stefán Árnason sem þjálfara meistaraflokks karla í handknattleik.Stefán er Selfyssingum að góðu kunnur, hann þjálfaði hér á árunum 2009-2013 áður en hann fór til Vestmannaeyja þar sem hann þjálfaði í tvö ár.Á Selfossi hefur Stefán náð sínum besta árangri, lið undir hans stjórn hafa unnið fjóra Íslandsmeistartitla og tvo bikarmeistaratitla, auk þess sem hann vann Partille Cup með liði Selfoss.Stefán er að fara að þjálfa meistaraflokk í fyrsta sinn.
08.06.2015
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðið eru í erfiðri stöðu eftir fyrri leik liðsins gegn Svartfjallalandi í umspili um sæti á HM í Danmörku í desember.Íslenska liðið spilaði vel í upphafi leiks og náði mest sex marka forystu í stöðunni 10-4 en að loknum fyrri hálfleik var staðan jöfn, 12-12.
01.06.2015
Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir lék tvo vináttulandsleiki með íslenska kvennalandsliðið gegn Póllandi um helgina.Liðið tapaði fyrri leiknum 31-26 þar sem Hrafnhildur Hanna fór á kostum og skoraði níu mörk fyrir Ísland og var langmarkahæsti leikmaður liðsins.
28.05.2015
Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var á dögunum valin í 23 manna A-landsliðshóp HSÍ sem æfir fyrir leiki gegn Svartfjallalandi 7.
25.05.2015
Lokahóf yngri flokka Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss fór fram í íþróttahúsi Vallaskóla fimmtudaginn 21. maí. Eftirtaldir einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir framistöðu sína í vetur.4.
21.05.2015
Þrjú ungmenni frá Selfossi léku landsleiki við Færeyja um liðna helgi.Elva Rún Óskarsdóttir lék með U15 ára og Ída Bjarklind Magnúsdóttir með U17 ára landsliðunum sem unnu tvo af fjórum leikjum.Teitur Örn Einarsson skoraði 18 mörk með U17 ára landsliði pilta sem vann tvo stórsigra á Færeyingum.Um var að ræða mikla handboltaveislu þar sem íslensku ungmennalandsliðin, U15 og U17, mættu landsliðum Færeyja í Laugardalshöll.
20.05.2015
Lokahóf yngri flokka Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla fimmtudaginn 21. maí og stendur frá klukkan 17-18.Á dagskrá er verðlaunaafhending, myndataka og grillveisla.Foreldrar og forráðamenn eru eindregið hvattir til að mæta með krökkunum.
18.05.2015
Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ sem haldið var á laugardagskvöld.Hrafnhildur Hanna var markahæsti leikmaður Olís-deildar kvenna 2015 með 159 mörk, besti sóknarmaður Olís-deildarinnar og var auk þess útnefnd sem besta vinstri skyttan í deildinni og þar með valin í úrvalslið deildarinnar.
17.05.2015
Valinn hefur verið fyrsti Afrekshópur kvenna á vegum HSÍ. Í hópnum eru þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Elena Elísabet Birgisdóttir leikmenn Selfoss auk þess sem Selfyssingurinn Þuríður Guðjónsdóttir er í hópnum en hún gekk á dögunum til liðs við Fylki.Hópurinn verður við æfingar næstu þrjár vikur undir stjórn landsliðsþjálfara HSÍþ.
14.05.2015
fyrir árið 2015 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2015.Blaðinu verður dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins í byrjun næstu viku.