20.08.2015
Nú er vetrarstarfið að fara í fullan gang hjá Umf. Selfoss og æfingar að hefjast hjá deildum félagsins.Æfingar í handbolta hefjast mánudaginn 24.
19.08.2015
Ragnarsmótið hófst í kvöld með tveimur leikjum. Í þeim fyrri mættu heimamenn liði Hauka og í þeim seinni mættust Valur og Fram.Fyrir fyrsta leik gengu leikmenn meistaraflokks Selfoss ásamt þjálfurum að leiði Ragnars Hjálmtýssonar og lögðu blóm að því ásamt móður Ragnars, Elínborgu Ásmundardóttur.Selfyssingar áttu nokkuð góðan leik og þeir mörgu áhorfendur sem mættu urðu líklega ekki fyrir teljandi vonbrigðum þrátt fyrir sjö marka tap fyrir margföldum Íslandsmeisturum enda ljóst að mikið býr í liðinu, lokatölur 23-30.Markaskorun hjá Selfoss: Sverrir Pálsson 6, Teitur Einarsson 4, Andri Már Sveinsson 3, Árni Geir Hilmarsson 2, Guðjón Ágústsson 2, Árni Guðmundsson 2, Hergeir Grímsson 2, Jóhann Erlingsson 1 og Örn Þrastarsson 1.Í seinni leik dagsins hafði Valur síðan sigur á Fram 27-23.Mótinu verður framhaldið á föstudaginn en þá mætast Haukar og Valur kl 18:30 og í seinni leik dagsins mæta heimamenn Fram kl 20:00.MM
18.08.2015
Ragnarsmótið, sem markar upphaf keppnistímabilsins í handbolta á Selfossi, verður haldið í 26. sinn og hefst á morgun miðvikudaginn 19.
17.08.2015
Eins og alkunna er fer þessa dagana fram Heimsmeistaramótið U-19 handboltalandsliða í Jekaterínborg í Rússlandi. Við Selfyssingar eigum þar fjóra fulltrúa, með liðinu spila þeir Elvar Örn Jónsson og Ómar Ingi Magnússon, þjálfari landsliðsins er Einar Guðmundsson yfirþjálfari Selfoss og sjúkraþjálfari liðsins er Jón Birgir Guðmundsson betur þekktur sem Jóndi eða the big man.Liðinu hefur gengið mjög vel á mótinu, hefur unnið alla leiki sína sjö að tölu og er liðið því komið í undanúrslit mótsins þar sem strákarnir mæta Slóveníu kl.
17.08.2015
Handknattleiksdeild Selfoss hefur fengið Þóri Ólafsson fyrrum landsliðsmann í handbolta sem formann fagráðs handknattleiksdeildar Selfoss.Þórir verður faglegur ráðgjafi stjórnar, þjálfurum beggja meistaraflokka til halds og trausts auk þess sem hann mun taka þátt í æfingum flokkanna.Fagráð handknattleiksdeildar Selfoss er auk Þóris skipað þeim Einari Guðmundssyni yfirþjálfara Selfoss og landsliðsþjálfara U-19 og Vésteini Hafsteinssyni frjálsíþróttaþjálfara.Þórir sem á farsælan feril sem atvinnumaður í handbolta að baki snýr nú til baka á Selfoss þar sem hann hóf feril sinn.
14.08.2015
Elva Rún Óskarsdóttir hélt snemma í morgun til Skotlands með U-15 landsliði Íslands þar sem liðið tekur þátt í Viking Cup mótinu um helgina.Elva Rún og stöllur spila við U-18 og U-15 landslið Skotlands auk þess sem U-16 landslið Englands tekur þátt.Sjá einnig .MM
13.08.2015
Nú líður að hausti og þá hefst hefðbundið vetrarstarf félagsins. Æfingatafla hjá handboltanum liggur að mestu leyti fyrir en æfingar yngri flokka byrja um leið og grunnskólarnir mánudaginn 24.
08.08.2015
Á mótsslitum 18. Unglingalandsmóts UMFÍ á Akureyri sl. sunnudagskvöld var tilkynnt hverjir hefðu hreppt Fyrirmyndarbikarinn. Bikarinn féll í skaut Héraðssambandsins Skarphéðins, HSK, og var þetta annað árið röð sem bikarinn fer til HSK.
05.08.2015
Á þriðja þúsund keppendur tóku þátt í 18. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Akureyri um verslunarmannahelgina. Selfyssingar og aðrir félagar okkar í liði HSK stóðu sig með miklum sóma en rétt tæplega 200 keppendur frá HSK mættu til leiks.Fyrirmyndarbikar UMFÍ féll í skaut liðsmanna HSK annað árið röð og fimmta skiptið alls.
23.07.2015
Þátttaka á 18. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina er tilvalin samvera fyrir fjölskyldur. Niðurstöður rannsókna sýna að börn og unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum eru síður líklegir til að sýna ýmis konar áhættuhegðun.Ungmennafélag Íslands hvetur fjölskyldur til að kynna sér dagskrá Unglingalandsmótsins en nánari upplýsingar eru á .Skráningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 26.