25.08.2015
Eins og áður hefur komið fram tók Elva Rún Óskarsdóttir þátt í Viking Cup mótinu með U-15 ára landsliði Íslands í Skotlandi í seinustu viku.Liðið vann Englendinga í fyrsta leik 29-17. Íslenska liðið byrjaði leikinn mun betur en þær ensku og komst í 8-4.
22.08.2015
Haukar unnu alla leiki sína á Ragnarsmótinu sem lauk í dag og eru því sigurvegarar mótsins.Haukar vs Selfoss 30-23Haukar vs Valur 26-25Haukar vs Fram 27-26Selfysssingar kepptu við Val í síðasta leik mótsins og biðu lægri hlut 17-23 en áttu eigi að síður marga góða spretti á mótinu.
Markaskor:
Hergeir og Magnús Öder með 4 mörk
Guðjón Á og Árni Geir með 3 mörk
Teitur með 2 mörk
Rúnar með 1 markBirkir Fannar með frábæra markvörslu í leiknum.Einstaklingsverðlaun Ragnarsmóts:
Besti leikmaður: Janus Daði Smárason Haukar
Besti sóknarmaður: Hergeir Grímsson Selfoss
Besti varnarmaður: Orri Freyr Gíslason Valur
Besti markmaður: Sigurður I.
21.08.2015
Í hálfleik leiks Selfoss og Fram sem fram fór á Ragnarsmótinu fyrr í kvöld voru bronsverðlaunahafar okkar í U-19 ára landsliðinu frá heimsmeistaramótinu í Rússlandi heiðraðir.Kjartan Björnsson fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar þakkaði þeim selfyssku fjórmenningum sem í víking austur til Rússlands héldu og komu hlaðnir eðalmálmum til baka.Jón Birgir Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Stefánsson og Einar Guðmundsson eru svo sannarlega einstakir fulltrúar okkar.MM
20.08.2015
Stelpurnar í Olísdeildarliði Selfoss eru staddar í æfingabúðum á Alicante á Spáni. Eins og myndin ber með sér fer vel um þær á milli þess sem þær stunda strangar æfingar og rífa í lóðin.
20.08.2015
Nú er vetrarstarfið að fara í fullan gang hjá Umf. Selfoss og æfingar að hefjast hjá deildum félagsins.Æfingar í handbolta hefjast mánudaginn 24.
19.08.2015
Ragnarsmótið hófst í kvöld með tveimur leikjum. Í þeim fyrri mættu heimamenn liði Hauka og í þeim seinni mættust Valur og Fram.Fyrir fyrsta leik gengu leikmenn meistaraflokks Selfoss ásamt þjálfurum að leiði Ragnars Hjálmtýssonar og lögðu blóm að því ásamt móður Ragnars, Elínborgu Ásmundardóttur.Selfyssingar áttu nokkuð góðan leik og þeir mörgu áhorfendur sem mættu urðu líklega ekki fyrir teljandi vonbrigðum þrátt fyrir sjö marka tap fyrir margföldum Íslandsmeisturum enda ljóst að mikið býr í liðinu, lokatölur 23-30.Markaskorun hjá Selfoss: Sverrir Pálsson 6, Teitur Einarsson 4, Andri Már Sveinsson 3, Árni Geir Hilmarsson 2, Guðjón Ágústsson 2, Árni Guðmundsson 2, Hergeir Grímsson 2, Jóhann Erlingsson 1 og Örn Þrastarsson 1.Í seinni leik dagsins hafði Valur síðan sigur á Fram 27-23.Mótinu verður framhaldið á föstudaginn en þá mætast Haukar og Valur kl 18:30 og í seinni leik dagsins mæta heimamenn Fram kl 20:00.MM
18.08.2015
Ragnarsmótið, sem markar upphaf keppnistímabilsins í handbolta á Selfossi, verður haldið í 26. sinn og hefst á morgun miðvikudaginn 19.
17.08.2015
Eins og alkunna er fer þessa dagana fram Heimsmeistaramótið U-19 handboltalandsliða í Jekaterínborg í Rússlandi. Við Selfyssingar eigum þar fjóra fulltrúa, með liðinu spila þeir Elvar Örn Jónsson og Ómar Ingi Magnússon, þjálfari landsliðsins er Einar Guðmundsson yfirþjálfari Selfoss og sjúkraþjálfari liðsins er Jón Birgir Guðmundsson betur þekktur sem Jóndi eða the big man.Liðinu hefur gengið mjög vel á mótinu, hefur unnið alla leiki sína sjö að tölu og er liðið því komið í undanúrslit mótsins þar sem strákarnir mæta Slóveníu kl.
17.08.2015
Handknattleiksdeild Selfoss hefur fengið Þóri Ólafsson fyrrum landsliðsmann í handbolta sem formann fagráðs handknattleiksdeildar Selfoss.Þórir verður faglegur ráðgjafi stjórnar, þjálfurum beggja meistaraflokka til halds og trausts auk þess sem hann mun taka þátt í æfingum flokkanna.Fagráð handknattleiksdeildar Selfoss er auk Þóris skipað þeim Einari Guðmundssyni yfirþjálfara Selfoss og landsliðsþjálfara U-19 og Vésteini Hafsteinssyni frjálsíþróttaþjálfara.Þórir sem á farsælan feril sem atvinnumaður í handbolta að baki snýr nú til baka á Selfoss þar sem hann hóf feril sinn.
14.08.2015
Elva Rún Óskarsdóttir hélt snemma í morgun til Skotlands með U-15 landsliði Íslands þar sem liðið tekur þátt í Viking Cup mótinu um helgina.Elva Rún og stöllur spila við U-18 og U-15 landslið Skotlands auk þess sem U-16 landslið Englands tekur þátt.Sjá einnig .MM