Fréttir

Flottur sigur Selfossdrengja !

Selfoss mætti liði HK í 1. deild karla í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld. Um var að ræða 5 umferð deildarinnar. Fyrir leikinn höfðu strákarnir unnið tvo og tapað tveimur leikjum í deildinni.Gaman var að sjá til liðsins í kvöld og óhætt að segja að það hafi sýnt margar sínar bestu hliðar fyrir framan fjölda áhorfenda í kvöld. Vörn og markvarsla var með allra besta móti og í sókninni dreifðist markaskorun vel á menn sem verður að teljast jákvætt fyrir framhaldið.Jafnt var á fyrstu tölum svona rétt á meðan Selfyssingar voru að slípa leik sinn, en síðan tóku okkar menn flest völd á vellinum og sigu hægt og öruggt framúr og leiddu 15-12 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru strákarnir gríðarlega öflugir, gáfu engin grið og höfðu að lokum öruggan 30-24 sigur.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Markaskorun: Alexander Már Egan 6 Örn Þrastarson 4 Teitur Örn Einarsson 4 Egidijus Mikalonis 4 Hergeir Grímsson 4 Árni Geir Hilmarsson 3 Andri Már Sveinsson 2 Guðjón Ágústsson 1 Árni Guðmundsson 1 Rúnar Hjálmarsson 1Birkir Fannar Bragason var með 18 varða bolta 50% markvörsluHelgi Hlynsson með tvo varða bolta þar af eitt víti og 33% markvörsluMM---Alexander Már Egan svífur inn úr horninu og skorar eitt af sex mörkum sínum í leiknum. Ljósmynd: Umf.

Hrafnhildur Hanna stóð fyrir sínu með landsliðinu

Íslenska landsliðið lék tvo erfiða leiki í undankeppni EM gegn Frakklandi og Þjóðverjum í seinustu viku.Fyrri leikurinn á útivelli gegn Frökkum tapaðist 17-27 þar sem Hanna skoraði eitt mark.Seinni leikurinn sem fram fór í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda var áttundi landsleikur Hönnu sem hóf leik á bekknum meðan ekkert gekk hjá liðsfélögum hennar í upphafi leiks. Hún átti hins vegar flotta innkomu, sýndi mikið sjálfstraust og átti hvað mestan þátt í að Ísland jafnaði leikinn í 7-7.

Selfoss sækir Val heim í bikarnum

Í gær var dregið í 32 liða úrslit karla í Coca Cola bikarnum í handbolta. Strákarnir okkar sækja Val 2 heim í Vodafonehöllinni og fer leikurinn fram 25.

Selfyssingar náðu sér ekki á strik

Selfoss sótti Fjölni heim í 1.deildinni í gær. Í hálfleik var jafnt 10-10 en heimamenn voru sterkari í seinni hálfleik og sigruðu með 8 marka mun 29-21 þar sem Selfyssingar náðu sér aldrei á strik.Nánar er fjallað um leikinn á vefnum .Markahæstur Selfyssinga var Teitur Örn Einarsson með 5 mörk, Andri Már Sveinsson skoraði 4, Guðjón Ágústsson, Elvar Örn Jónsson og Hergeir Grímsson skoruðu 2 mörk og þeir Árni Geir Hilmarsson, Árni Guðmundsson, Örn Þrastarson og Magnús Öder Einarsson eitt mark hver.Selfoss er í 4.

Fyrsta tapið eftir spennuleik

Stelpurnar okkar sóttu Fram heim í Olísdeildinni á föstudag.Selfyssingar réðu lögum og lofum í upphafi leiks en Fram kom sér smátt og smátt inn í leikinn og jafnt var í hálfleik 16-16.

Sannfærandi sigur á heimavelli

Selfoss vann sannfærandi sigur á Þrótti í fyrsta heimaleik vetrarins sl. föstudag.Heimamenn höfðu frumkvæðið allan leikinn án þess þó að hrista Þróttara af sér.

Fjöldi Selfyssinga í yngri landsliðum

Selfoss á þrjá fulltrúa í æfingahópi 19 ára landsliðs kvenna sem kemur saman til tveggja æfinga í TM-höllinni í Garðabæ sunnudaginn 4.

Hanna fer hamförum!

Hádramatískum leik Selfossstúlkna gegn Fylki í Olísdeildinni sem fram fór í íþróttahúsi Vallaskóla i kvöld lauk með 27-26 sigri Selfoss.Fylkisstúlkur komu mjög ákveðnar til leiks á meðan Selfossliðið var ekki að finna allveg taktinn svokallaða, Fylkir með eilítið frumkvæði en Selfoss náði að jafna leikinn 7-7 og síðan 11-11 en Fylkir skreið framúr og var yfir 12-15 í hálfleik.Fylkisstelpur voru með 16-20 forystu þegar 20 mín voru eftir af leiknum, þá náðu Selfyssingar að spýta í lófa og með miklu harðfylgi og fyrir frábært einstaklingsframtak Hrafnhildar Hönnu og mikilvægar markvörslur að jafna leikinn í 21-21.Selfoss náði síðan 25-22 forskoti og náðu að halda út leikinn þrátt fyrir góða baráttu Fylkis.Hrafnhildur Hanna var stórkostleg í þessum leik og skoraði 18 mörk, já 18 kvikyndi takk fyrir.Gríðarlega mikilvægur sigur hjá liðinu og hafa þær nú unnið alla fjóra leiki sína á Íslandsmótinu.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Markaskorun: Hrafnhildur Hanna 18 Adina 4 Perla 2 Elena 2 Carmen 1Markvarsla: Áslaug Ýr 32%, þar af 2 víti varinnMM

Hrafnhildur Hanna með landsliðinu í undankeppni EM

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var fyrir helgi valin í íslenska landsliðið í handbolta sem undirbýr sig fyrir tvo leiki við Frakka og Þjóðverja í fyrstu umferð riðlakeppninnar fyrir EM 2016.Fyrri leikur liðsins er á útivelli gegn Frökkum fimmtudaginn 8.

Selfoss vinnur Fjölni

Meistaraflokkslið Selfoss mætti Fjölni í Grafarvoginum í dag.  Leikurinn hraður og skemmtilegur, Selfossstelpur þó mun hraðari og skemmtilegri.Jafnt á fyrstu tölum en fljótt tók Selfoss flest völd á vellinum og góður 26-41 sigur staðreynd og sigur í fyrstu þremur leikjum Olísdeildarinnar einnig.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Markaskorun:Perla Ruth Albertsdóttir 9 mörk, Carmen Palamariu skoraði 8 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7 Adina Ghidoarca 6 Elena Birgisdóttir 3 Sigrún Arna Brynjarsdóttir 3 Dagbjört Friðfinnsdóttir 2 Margrét Katrín Jónsdóttir 2 Kara Rún Árnadóttir 1 Markvarsla: Áslaug Ýr Bragadóttir 31% Katrín Ósk Magnúsdóttir 33%MM