05.10.2015
Stelpurnar okkar sóttu Fram heim í Olísdeildinni á föstudag.Selfyssingar réðu lögum og lofum í upphafi leiks en Fram kom sér smátt og smátt inn í leikinn og jafnt var í hálfleik 16-16.
05.10.2015
Selfoss vann sannfærandi sigur á Þrótti í fyrsta heimaleik vetrarins sl. föstudag.Heimamenn höfðu frumkvæðið allan leikinn án þess þó að hrista Þróttara af sér.
01.10.2015
Selfoss á þrjá fulltrúa í æfingahópi 19 ára landsliðs kvenna sem kemur saman til tveggja æfinga í TM-höllinni í Garðabæ sunnudaginn 4.
29.09.2015
Hádramatískum leik Selfossstúlkna gegn Fylki í Olísdeildinni sem fram fór í íþróttahúsi Vallaskóla i kvöld lauk með 27-26 sigri Selfoss.Fylkisstúlkur komu mjög ákveðnar til leiks á meðan Selfossliðið var ekki að finna allveg taktinn svokallaða, Fylkir með eilítið frumkvæði en Selfoss náði að jafna leikinn 7-7 og síðan 11-11 en Fylkir skreið framúr og var yfir 12-15 í hálfleik.Fylkisstelpur voru með 16-20 forystu þegar 20 mín voru eftir af leiknum, þá náðu Selfyssingar að spýta í lófa og með miklu harðfylgi og fyrir frábært einstaklingsframtak Hrafnhildar Hönnu og mikilvægar markvörslur að jafna leikinn í 21-21.Selfoss náði síðan 25-22 forskoti og náðu að halda út leikinn þrátt fyrir góða baráttu Fylkis.Hrafnhildur Hanna var stórkostleg í þessum leik og skoraði 18 mörk, já 18 kvikyndi takk fyrir.Gríðarlega mikilvægur sigur hjá liðinu og hafa þær nú unnið alla fjóra leiki sína á Íslandsmótinu.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Markaskorun:
Hrafnhildur Hanna 18
Adina 4
Perla 2
Elena 2
Carmen 1Markvarsla:
Áslaug Ýr 32%, þar af 2 víti varinnMM
29.09.2015
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var fyrir helgi valin í íslenska landsliðið í handbolta sem undirbýr sig fyrir tvo leiki við Frakka og Þjóðverja í fyrstu umferð riðlakeppninnar fyrir EM 2016.Fyrri leikur liðsins er á útivelli gegn Frökkum fimmtudaginn 8.
26.09.2015
Meistaraflokkslið Selfoss mætti Fjölni í Grafarvoginum í dag. Leikurinn hraður og skemmtilegur, Selfossstelpur þó mun hraðari og skemmtilegri.Jafnt á fyrstu tölum en fljótt tók Selfoss flest völd á vellinum og góður 26-41 sigur staðreynd og sigur í fyrstu þremur leikjum Olísdeildarinnar einnig.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Markaskorun:Perla Ruth Albertsdóttir 9 mörk,
Carmen Palamariu skoraði 8
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7
Adina Ghidoarca 6
Elena Birgisdóttir 3
Sigrún Arna Brynjarsdóttir 3
Dagbjört Friðfinnsdóttir 2
Margrét Katrín Jónsdóttir 2
Kara Rún Árnadóttir 1
Markvarsla:
Áslaug Ýr Bragadóttir 31%
Katrín Ósk Magnúsdóttir 33%MM
26.09.2015
Strákarnir unnu sinn fyrsta sigur í deildinni þegar þeir lögðu KR að velli í kvöld á útivelli.Varnarleikur beggja liða var í fyrirrúmi framan af leik, staðan var 4-3 fyrir KR eftir 12 mínútna leik en þá kom góður kafli hjá Selfyssingum og eftir 20 mínútur var staðan orðin 5-8 Selfyssingum í vil.
24.09.2015
Þjálfarar meistaraflokka Selfoss í handbolta voru í viðtali í Dagskránni nú við upphaf Íslandsmótsins. þjálfari karlaliðs Selfoss markmið liðsins fyrst og fremst að „stilla upp liði sem Selfyssingar geta verið stoltir af og munu finnast gaman að koma og sjá spila." þjálfari kvennaliðs Selfoss segir liðið halda sig við 5 ára planið sem lagt var upp með þegar meistaraflokkur kvenna var endurvakinn en „þá þurfum við að gera betur en í fyrra.
22.09.2015
Í dag þriðjudag 22. september er mátunardagur og afhendingardagur hjá iðkendum í handbolta.Fulltrúar frá Jako og unglingaráði verða í anddyri íþróttahússins milli klukkan 18 og 20 þar sem verður hægt að máta keppnistreyju, stuttbuxur og félagsgalla Selfoss.Þeir sem komust ekki á síðasta mátunardag eru hvattir til að mæta í dag til að nýta sér þetta frábæra tilboð frá Jako (sjá mynd).
21.09.2015
Það var stórleikur í fyrstu umferð 1. deild karla þegar Selfoss sótti Stjörnuna heim í Garðabæ síðastliðinn föstudag en liðunum er spáð toppsætum deildarinnar.Strákarnir okkar hófu leikinn af krafti og komumst í 1-4 áður en heimamenn sneru taflinu við og skoruðu sjö mörk gegn einu marki Selfyssinga.