21.11.2015
Fjórir Selfyssingar voru valdir í hóp U-18 ára landsliðs karla sem tekur þátt í í Merzig í Þýskalandi milli jóla og nýárs en liðið kemur saman til æfinga 20.-22.
20.11.2015
Fjórir Selfyssingar hafa verið valdir í úrtakshóp U-14 sem æfir undir stjórn Maksim Akbachev helgina 21. og 22. nóvember.Þetta eru frá vinstri Tryggvi Sigurberg Traustason, Tryggvi Þórisson, Vilhelm Freyr Steindórsson og Karl Jóhann Einarsson. Þeir eru búnir að æfa gríðarlega vel og bæta sig jafnt og þétt á hverjum degi og eiga þetta fyllilega skilið.Þetta er í fyrsta skipti sem þessi hópur æfir saman og hafa tæplega 70 strákar verið valdir til æfinga. Þrjár æfingar verða fyrir hópinn, allar í tvöföldum sal vegna stærðar hópsins.
19.11.2015
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í landsliðshópi Íslands sem leikur tvo vináttuleiki við B-lið Noregs í Noregi.Leikirnir fara fram 28.
18.11.2015
Stelpurnar mættu vel skipuðu liði HK í gærkvöldi og þrátt fyrir að Selfoss sé nokkuð ofar í deildinni var nú svo sem vitað að fráleitt yrði um auðveldan leik að ræða.HK stelpur spiluðu gríðarlega öflugan varnarleik og má segja að þær hafi verið fastar fyrir í aðgerðum sínum og tók það Selfoss nokkurn tíma að komast í takt við gang leiksins, þó var aldrei mikill munur á liðunum, þetta eitt til tvö mörk í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 12-11.Í seinni hálfleik færðist aukinn kraftur í sóknarleik Selfoss og náðu stelpurnar góðri forystu, einnig fyrir tilverknað Áslaugar í markinu sem átti frábæran dag.
17.11.2015
Einar Jónsson þjálfari U-20 ára landsliðs Íslands hefur valið til æfinga. Selfoss á flesta fulltrúa allra félaga í þessu landsliði, sem er ánægjuefni og ber óneitanlega því góða uppbyggingarstarfi sem fram fer hjá handknattleiksdeild og handboltaakademíu vitni.Fulltrúar okkar eru: Elene Elísabet Birgisdóttir, Perla Ruth Alberstdóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir.Afrekshópur kvennaÞá hefur Selfyssingurinn Kristrún Steinþórsdóttir verið valin í sem æfir vikuna 22.-29.
16.11.2015
Stelpurnar okkar lutu í gólf í hörkuleik gegn Stjörnunni í Olís-deildinni á laugardag.Selfoss byrjaði leikinn af krafti en smá saman náði Stjarnan yfirhöndinni og leiddi í hálfleik 17-13.
15.11.2015
Selfossdrengir sýndu svo sannarlega hvað í þá er spunnið þegar topplið 1. deildar kom í heimsókn í Vallaskóla sl. föstudag. Stjarnan sat á toppi deildarinnar eftir að hafa unnið alla leiki sína.Selfyssingar komu hrikalega kraftmiklir í þennan leik og hreinlega keyrðu yfir illa áttað lið Garðbæinga.
13.11.2015
Stjórn Verkefnasjóðs HSK hefur úthlutað tæpum þremur milljónum til 35 verkefna á sambandssvæði sínu en alls bárust 49 umsóknir til sjóðsins í ár.
10.11.2015
Haukur Þrastarson skoraði sjö mörk úr sjö skotum og var markahæstur hjá U-16 ára landsliði Íslands sem tók á móti 18 ára liði Grænlands um helgina.Þá tók Elvar Örn Jónsson þátt í æfingum U-20 landsliðsins og Teitur Örn Einarsson hjá U 18 ára liðinu en þar voru einnig Selfyssingarnir Örn Östenberg og Bjarni Ófeigur Valdimarsson.Það var Örn Þrastarson sem smellti mynd af bróður sínum að loknum leik gegn Grænlendingum.
07.11.2015
Selfossstelpur mættu í dag ofjörlum sínum þegar þær tóku á móti liði ÍBV. Leikurinn fór þó vel af stað og leiddu Selfyssingar að loknum 15 mínútum 7-6. En þá fór að síga á ógæfuhliðina og leiddu Eyjapæjur 12-18 í hálfleik. Ljóst að seinni hálfleikur yrði erfiður enda allir leikmenn ÍBV að spila vel.Eitthvað náðu Selfyssingar að klóra í bakkann í seinni hálfleik en þó aldrei nóg til að eiga möguleika á að ógna liði ÍBV að einhverju leiti.Selfossstelpur sýndust á köflum ráðlausar í leik sínum og oft virtist sem engin svör væri að finna hjá þjálfarateyminu við vel útfærðum aðgerðum Eyjastúlkna.Eigi að síður margt jákvætt í leiknum sem hægt er að byggja á. Hanna sem var frekar sein í gang negldi inn 11 mörkum í leiknum og barðist um hvern bolta, Carmen var með 7 mörk og Adina 4. Gaman síðan að sjá Kristrúnu og Hildi vera aftur komnar í liðið eftir löng meiðslahlé. Markmenn liðsins áttu einnig ágætis kafla og voru með samtals 36% markvörslu.Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Stjörnunni næsta laugardag.Markaskorun:
Hrafnhildur Hanna 11
Carmen 7
Adina 4
Kristrún 3
Hildur Öder 2
Kara Rún 2
Perla Ruth 1Markvarsla:
Áslaug Ýr varði 6 bolta (19%)
Katrín Ósk varði 10 bolta (53%)MM