Fréttir

Selfyssingar í mun betra formi en HK

Selfoss tók á móti HK í stórleik 15. umferðar 1. deildarinnar á föstudag. Selfoss í toppbaráttu og HK að berjast um sæti í úrslitakeppninni.Jafnt var á með liðunm í byrjun leiks en heimamenn alltaf með a.m.k.

Upprisa í seinni hálfleik í bikarnum

Stelpurnar okkar mætti Gróttu í fjórðungsúrslitum Coca Cola bikarkeppninnar en leikið var á Selfossi.Selfoss byrjaði leikinn af krafti og leiddi fyrstu mínútur leiksins en frábær kafli Gróttuliðsins gerði það að verkum að þær fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn.Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að jafna metin.

Naumt tap gegn Fram

Selfoss tók á móti Fram í miklum spennuleik í Olísdeildinni á laugardag. Það var jafnræði með liðunum allan tímann og leiddu heimakonur í hálfleik 17-16.

Afar þægilegur sigur í Hafnarfirði

Keppni hófst að nýju í 1. deildinni um seinustu helgi þegar Selfoss sótti ÍH heim í Hafnarfjörð. Úr varð afar ójafn leikur þar sem Selfyssingar leiddu allt frá upphafi og juku muninn jafnt og þétt allan leikinn.

Strákarnir af stað á ný

Keppni í 1. deild karla hefst að nýju í kvöld þegar strákarnir okkar sækja ÍH heim í Hafnarfjörðinn og hefst leikurinn kl. 20:00 í Kaplakrika.Það verður forvitnilegt að fylgjast með strákunum nú að loknu jólaleyfi og EM en á seinustu dögum hafa þrír öflugir leikmenn tilkynnt félagaskipti í Selfoss.

Skemmtilegt Krónu-mót á Selfossi

Krónu-mótið fyrir strákana á yngra ári í 5. flokki var haldið á Selfossi um helgina. Selfoss sendi þrjú lið til leiks. Lið 1 vann alla sína leiki, lið 2 endaði í öðru sæti eftir grátlegt tap í úrslitaleik með einu marki og lið 3 voru strákar úr 6.

Líf og fjör í handbolta

Strákarnir á yngra ári í 6. flokki tóku þátt í Íslandsmótinu um seinustu helgi. Selfoss var með tvö lið og vann lið 2 sína deild en lið 1 lenti í öðru sæti í sinni deild eftir harða og spennandi keppni.Það var Jóhannes Ásgeir Eiríksson sem smellti myndum af mótinu og má finna þær á . .

Skipbrot Selfyssinga í seinni hálfleik

Selfoss sótti Fylki heim í kaflaskiptum leik í Olís deild kvenna á laugardag.Selfyssingar voru sterkari lengst af fyrri hálfleiks og leiddu með tveim mörkum 14-16 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Selfoss got talent 2016

Nú er loksins komið að því en hæfileikakeppnin fer fram í annað sinn á Hótel Selfossi laugardagskvöldið 30. janúar.Þar leiða saman hesta sína allar helstu íþróttastjörnur úr meistaraflokkum á Selfossi og reyna aldrei þessu vant að heilla dómarana sem oftar en ekki eru í því hlutverki að skakka leikinn.

Selfoss á þrjú lið í undanúrslitum

Í gær var dregið í undanúrslit í bikarkeppni yngri flokka HSÍ en Selfoss á enn þrjú lið í keppni og stefna þau öll á að komast í úrslitaleikina sem fara fram 28.