Fréttir

5. flokkur Íslandsmeistarar

Yngra árið í 5. flokki karla tryggði sér um helgina Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að fimmta og seinasta mótið í flokknum sé enn eftir.

U-20 kvenna | Undankeppni HM í íþróttahúsinu Strandgötu

Íslensku stelpurnar í U-20 landsliðinu spila á heimavelli í þetta skiptið og mótherjarnir eru Austurríki, Hvíta Rússland og Ungverjaland.

Héraðsþing HSK fór vel fram á Selfossi

94. héraðsþing HSK var haldið í Fjölbrautaskóla Suðurlands sl. laugardag og er þetta í níunda sinn sem þingið er haldið á Selfossi.

Torsóttur sigur Selfyssinga

Selfyssingar lentu í basli með ÍH þegar liðin mættust á heimavelli ÍH í 1. deild á föstudagskvöld. ÍH menn voru yfir í hálfleik 17-14 en Selfyssingar voru sterkari í seinni hálfleik og sigruðu að lokum með fimm marka mun 25-29.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Andri Már Sveinsson var markahæstur Selfyssinga með 9 mörk, Elvar Örn Jónsson skoraði 6, Guðjón Ágústsson og Hergeir Grímsson 3, Atli Kristinsson og Eyvindur Hrannar Gunnarsson 2, Sverrir Pálsson, Teitur Örn Einarsson og Alexander Már Egan 1, auk þess sem markvörðurinn Birkir Fannar Bragason skoraði eitt mark.Selfoss er áfram í öðru sæti deildarinnar með 30 stig og enn fjórum stigum á eftir toppliði Stjörnunni en liðin mætast í íþróttahúsi Vallaskóla föstudaginn 18.

Öflugur 2001 árgangur

Krakkarnir á yngra ári í 4. flokki hafa sannarlega staðið sig vel í vetur. Stelpurnar eru í efsta sæti 1. deildar og strákarnir eru einnig á toppnum og urðu bikarmeistarar á dögunum.

Katla og Elva Rún æfa með U-16

Selfyssingarnir Katla Magnúsdóttir og Elva Rún Óskarsdóttir eru meðal 28 leikmanna sem Hrafnhildur Skúladóttir og Stefán Arnarson landsliðsþjálfarar í handbolta hafa valið til æfinga helgina 18.-20.

Strákarnir í 5. flokki í eldlínunni

Tvö lið í 5. flokki karla var í eldlínunni í Kaplakrika um helgina og stóðu bæði lið sig mjög vel.Selfoss 1 endaði í öðru sæti í sinni deild eftir hörku úrslitaleik við Hauka sem tapaðist með minnsta mun.

Öruggur sigur á ÍR

Selfoss vann öruggan sigur á ÍR í seinustu umferð Olís-deildarinnar í handbolta. Lokatölur í Vallaskóla urðu 35-28 en staðan í leikhléi var 15-13.Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleik sem Selfyssingar náðu að hrista ÍR af sér en eftir það var sigurinn ekki í hættu og að lokum skildu sjö mörk liðin að.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna 13, Adina 9, Perla Ruth 4, Elena 3, Thelma Sif og Steinunn 2 og Margrét Katrín og Carmen skoruðu sitt markið hvor.Með sigrinum styrkti liðið stöðu sína í 7.

Selfyssingar upp í annað sæti

Nágrannaliðin Selfoss og Mílan áttust við í 1. deildinni á föstudag þar sem Selfyssingar báru auðveldan sigur út býtum 22-34 en staðan í hálfleik var 11-18.Það bar helst til tíðinda í leiknum að fyrrum atvinnumaðurinn og landsliðskempan Þórir Ólafsson skoraði eitt mark í sínum fyrsta leik fyrir Selfoss í langan tíma.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Teitur Örn Einarsson og Andri Már Sveinsson voru markahæstir með 9 mörk, Guðjón Ágústsson skoraði 5, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 4, Atli Kristinsson 3 og Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson, Sverrir Pálsson og Þórir Ólafsson skoruðu allir 1 mark.

Páskahappadrætti handknattleiksdeildar

Blásið hefur verið til leiks í páskahappadrætti handknattleiksdeildar Selfoss. Vinningar eru af fáheyrðum gæðum og heildaverðmæti rétt tæp milljón króna.Hér er um að ræða eina allra stærstu fjáröflun deildarinnar og því hvetjum við alla til að taka vel á móti sölufólki sem verður á ferðinni í net- og raunheimum næstu tvær vikur.