11.05.2016
Hægri skyttan Teitur Örn Einarsson er í 22 manna hópi sem kemur saman til æfinga 9.-12. júní nk. Eftir það verður valinn 16 manna lokahópur sem tekur þátt í æfingamóti í Þýskalandi í lok júní og EM í Króatíu í ágúst. Þjálfarar liðsins eru þeir Einar Guðmundsson og Kristján Arason.
10.05.2016
Ísafjarðarmótið hjá strákunum á yngra ári í 5. flokki fór fram um helgina og gekk gríðarlega vel.Selfoss 1 hélt uppteknum hætti og sigraði alla leiki sína á mótinu og unnu Vestfjarðarbikarinn sem er ansi veglegur.
10.05.2016
Fyrir rétt um hálfum mánuði léku drengir á eldra ári í 4. flokki til B-úrslita. Þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu eftir bráðabana í vítakastkeppni að loknum venjulegum leiktíma og tveimur framlengingum.
09.05.2016
Handknattleiksmennirnir Árni Steinn Steinþórsson og Einar Sverrisson skrifuðu báðir undir tveggja ára samning við Selfoss á laugardag og munu leika með liðinu í Olís-deild karla á næsta tímabili.Árni kemur til liðsins frá Sönderjyske í Danmörku þar sem hann hefur verið í eitt ár, en áður var hann í fjögur ár í röðum Hauka.
09.05.2016
Fjöldi viðurkenninga var veittur á glæsilegu lokahófi handboltamanna sem fram fór á Hótel Selfossi á laugardag. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Elvar Örn Jónsson voru valin leikmenn ársins en þau voru jafnframt markahæstu leikmenn Selfoss á tímabilinu.Varnarmenn ársins voru Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Kristrún Steinþórsdóttir, sóknarmenn ársins voru Teitur Örn Einarsson og Adina Ghidoarca, efnilegust voru Teitur Örn og Elena Elísabet Birgisdóttir og baráttubikarinn hlutu Rúnar Hjálmarsson og Perla Ruth Albertsdóttir.
06.05.2016
Selfyssingar tryggðu sér sæti í Olís-deild karla með glæsilegum sigri á Fjölni í oddaleik liðanna sem fram fór í Dalhúsum í Grafarvogi á miðvikudag.
02.05.2016
Selfyssingar knúðu fram oddaleik með sigri gegn Fjölni í gær í umspili liðanna um sæti í Olís-deildinni á næsta tímabili. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik í dag kl.
30.04.2016
Það var enn einn háspennuleikur þegar Fjölnir og Selfoss mættust í þriðja leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deildinni í Grafarvogi í gær.Tvíframlengja þurfti leikinn áður en Selfyssingar tryggðu sér sigur.
27.04.2016
Fjölnir sigraði Selfoss í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deildinni sem fram fór á Selfossi í gær. Lokatölur leiksins urðu 20-23 eftir að staðan var 11-8 fyrir heimamenn í hálfleik.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Myndband af lokamínútum leiksins má finna á vefnum .Teitur Örn Einarsson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Hergeir Grímsson skoraði 4, Andri Már Sveinsson 4/2, Elvar Örn Jónsson og Þórir Ólafsson 2 og Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Atli Kristinsson skoruðu sitt markið hvor.
26.04.2016
Krakkarnir í 7. flokki hjá stelpum og strákum stóðu sig heldur betur vel um helgina á Landsbankamótinu á Selfossi en um er að ræða fjölmennasta íþróttaviðburð sem haldinn er á Suðurlandi ár hvert og stærsta mót tímabilsins hjá flokknum.Framtíðin er björt hjá krökkunum í handboltanum.Allar ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum.