09.05.2016
Fjöldi viðurkenninga var veittur á glæsilegu lokahófi handboltamanna sem fram fór á Hótel Selfossi á laugardag. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Elvar Örn Jónsson voru valin leikmenn ársins en þau voru jafnframt markahæstu leikmenn Selfoss á tímabilinu.Varnarmenn ársins voru Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Kristrún Steinþórsdóttir, sóknarmenn ársins voru Teitur Örn Einarsson og Adina Ghidoarca, efnilegust voru Teitur Örn og Elena Elísabet Birgisdóttir og baráttubikarinn hlutu Rúnar Hjálmarsson og Perla Ruth Albertsdóttir.
06.05.2016
Selfyssingar tryggðu sér sæti í Olís-deild karla með glæsilegum sigri á Fjölni í oddaleik liðanna sem fram fór í Dalhúsum í Grafarvogi á miðvikudag.
02.05.2016
Selfyssingar knúðu fram oddaleik með sigri gegn Fjölni í gær í umspili liðanna um sæti í Olís-deildinni á næsta tímabili. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik í dag kl.
30.04.2016
Það var enn einn háspennuleikur þegar Fjölnir og Selfoss mættust í þriðja leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deildinni í Grafarvogi í gær.Tvíframlengja þurfti leikinn áður en Selfyssingar tryggðu sér sigur.
27.04.2016
Fjölnir sigraði Selfoss í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deildinni sem fram fór á Selfossi í gær. Lokatölur leiksins urðu 20-23 eftir að staðan var 11-8 fyrir heimamenn í hálfleik.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Myndband af lokamínútum leiksins má finna á vefnum .Teitur Örn Einarsson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Hergeir Grímsson skoraði 4, Andri Már Sveinsson 4/2, Elvar Örn Jónsson og Þórir Ólafsson 2 og Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Atli Kristinsson skoruðu sitt markið hvor.
26.04.2016
Krakkarnir í 7. flokki hjá stelpum og strákum stóðu sig heldur betur vel um helgina á Landsbankamótinu á Selfossi en um er að ræða fjölmennasta íþróttaviðburð sem haldinn er á Suðurlandi ár hvert og stærsta mót tímabilsins hjá flokknum.Framtíðin er björt hjá krökkunum í handboltanum.Allar ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum.
26.04.2016
Stelpurnar á eldra ári í 6. flokki fóru til Húsavíkur um helgina og stóðu sig heldur betur vel. Lið 1 vann deildina sína taplausar með eitt jafntefli og fékk bikar.
25.04.2016
Selfoss lá fyrir Fjölnismönnum í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í Olís-deild. Mikil barátta var í leiknum enda mikið í húfi.Það var mikill hraði strax í byrjun og greinilega talsverð spenna hjá leikmönnum.
19.04.2016
Vilhelm Freyr Steindórsson, Tryggvi Þórisson og Tryggvi Sigurberg Traustason (f.v. á mynd) æfðu með U-14 ára landsliði Íslands um helgina.
18.04.2016
Annað árið í röð urðu stelpurnar okkar að sætta sig við að falla úr leik fyrir Íslandsmeisturum Gróttu í fjórðungsúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta.