Fréttir

Landsliðssystkin á Selfossi

Nú hefur það verið svo á undanförnum árum, eins og alkunna er, að Selfoss hefur átt ætíð vænan hóp iðkenda í unglingalandsliðum Íslands sem margir hverjir hafa síðan tekið skrefið í A-landslið.  Það í sjálfu sér er merkilegt og ber hinu góða starfi handknattleiksdeildar gott vitni.En nú ber svo við að vel rúmlega helmingur þeirra landsliðskrakka sem Selfoss á eru systkin og það er algjört einsdæmi á Íslandi.  Þetta eru þau:Teitur Örn (U-18) og Hildur Helga (U-14) Einarsbörn. Katrín Ósk (U-20) og Katla María (U-16) Magnúsardætur. Elena Elísabet Birgisdóttir (U-20) og Tryggvi Sigurberg Traustason (U-14). Hulda Dís (U-20) og Haukur (U-16) Þrastarbörn.Hulda Dís og Haukur eru systkini A-landsliðskonunnar Hrafnhildar Hönnu auk þess sem Örn bróðir þeirra er einn af þjálfurum í handboltaskóla HSÍ en meðal þátttakenda í honum var einmitt Tinna Sigurrós Traustadóttir systir Elenu og Tryggva.Flott hjá þessum efnilegu handboltaiðkendum og vonandi að þau haldi áfram að bera hróður Selfoss sem víðast.---Systkinin f.v.

Fjöldi Selfyssinga á æfingum yngri landsliða

Fjölmargir krakkar úr yngri flokkum Selfoss hafa verið valin til æfinga með yngri landsliðum HSÍ og verða í eldlínunni við æfingar og keppni í lok maí og byrjun júní.Hildur Helga Einarsdóttir er í hópi 36 stúlkna sem Rakel Dögg Bragadóttir valdi til æfinga með helgina 3.-5.

EM-draumurinn úti

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Steinunn Hansdóttir leikmenn Selfoss léku í seinustu viku gegn Frakklandi og Þýskalandi í undankeppni EM sem fer fram í Svíþjóð í desember á þessu ári.

Grétar Ari til Selfoss á láni

Grétar Ari Guðjónsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við Selfoss.Grétar Ari kemur til okkar frá Haukum þar sem hann hefur verið varamarkmaður í meistaraflokki í vetur.

Guðni til liðs við Selfoss

Guðni Ingvarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.Guðni kemur til okkar frá Gróttu þar sem hann spilaði síðastliðinn vetur.

Verðlaunahafar yngri flokka

Lokahóf yngri flokka handknattleiksdeildar Umf. Selfoss var haldið miðvikudaginn 25. maí í íþróttahúsi Vallaskóla. Á dagskránni var verðlaunaafhending og sérstakur gestur var besti leikmaður Olís-deildar karla Selfyssingurinn Janus Daði Smárason en hann ræddi við iðkendur og hvatti þau til dáða í skemmtilegu innleggi.Allir iðkendur í 6.-8.

Hanna og Haukur mættust í landsleik

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir spilaði æfingaleik með A-landsliðinu á laugardag á móti U-16 ára liði karla en þar spilaði á móti henni Haukur Þrastarson bróðir hennar.Strákarnir unnu 34-21 en leikurinn var undirbúningur kvennalandsliðsins fyrir leiki á móti Frakklandi í Valshöllinni miðvikudaginn 1.

Selfyssingar efnilegastir og bestir

Fjórir Selfyssingar voru verðlaunaðir á  um seinustu helgi. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í Olís-deildinni og jafnframt valin sóknarmaður ársins.

Sumarblað Árborgar 2016

fyrir árið 2016 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2016.Blaðinu var einnig dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins.

Lokahóf yngri flokka á miðvikudag

Lokahóf yngri flokka Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla miðvikudaginn 25. maí og stendur frá klukkan 17-18.Á dagskrá er verðlaunaafhending, myndataka og grillveisla.Foreldrar og forráðamenn eru eindregið hvattir til að mæta með krökkunum í vínrauðum litum.