Fréttir

Stelpurnar stóðu sig vel á Húsavík

Stelpurnar á eldra ári í 6. flokki fóru til Húsavíkur um helgina og stóðu sig heldur betur vel. Lið 1 vann deildina sína taplausar með eitt jafntefli og fékk bikar.

Fjölnismenn sterkari í baráttuleik

Selfoss lá fyrir Fjölnismönnum í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í Olís-deild. Mikil barátta var í leiknum enda mikið í húfi.Það var mikill hraði strax í byrjun og greinilega talsverð spenna hjá leikmönnum.

Vilhelm, Tryggvi og Tryggvi æfðu með U-14

Vilhelm Freyr Steindórsson, Tryggvi Þórisson og Tryggvi Sigurberg Traustason (f.v. á mynd) æfðu með U-14 ára landsliði Íslands um helgina.

Stelpurnar stóðu í Íslandsmeisturunum

Annað árið í röð urðu stelpurnar okkar að sætta sig við að falla úr leik fyrir Íslandsmeisturum Gróttu í fjórðungsúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta.

Einvígi við Fjölni um sæti í Olís-deildinni

Það verða Selfoss eða Fjölnir sem munu leika í Olís-deildinni á næsta tímabili, en liðin unnu bæði einvígi sín 2-0 í umspili um laust sæti í efstu deild. Selfyssingar mættu Þrótturum í undanúrslitum.Selfoss vann fyrri leikinn á heimavelli 27-16 eftir að hafa leitt í hálfleik 13-7.

Hrafnhildur Hanna og Daníel Jens íþróttafólk Umf. Selfoss 2015

Á aðalfundi Umf. Selfoss sem fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 14. apríl var tilkynnt um val á íþróttafólki Umf. Selfoss fyrir árið 2015.

Elvar Örn tryggði sér sæti á EM U-20

Elvar Örn Jónsson og félagar hans í landsliði Íslands skipað leikmönnum 20 ára og yngri gerði sér lítið fyrir og sigraði alla andstæðinga sína í undankeppni EM en keppni í riðli íslenska liðsins fór fram í Póllandi dagana 8.-10.

Uppbygging íþróttamannvirkja í brennidepli á aðalfundi Umf. Selfoss

Aðalfundur Umf. Selfoss fer fram í Tíbrá í kvöld klukkan 20:00. Fyrir fundinum liggur fjöldi tillagna og ber hæst ályktun um uppbyggingu íþróttamiðstöðvar á Selfossi.

Hrafnhildur Hanna í úrvalsliði Olís-deildarinnar

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í úrvalsliði Olísdeildar kvenna en í Ægisgarði í gær. Liðið var valið af þjálfurum í deildinni.Úrvalsliðið er þannig skipað:Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Grótta Vinstra horn: Jóna Sigríður Halldórsdóttir, Haukar Vinstri skytta: Ramune Pekarskyte, Haukar Leikstjórnandi: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss Hægri skytta: Sólveg Lára Kjærnested, Stjarnan Hægra horn: Íris Ásta Pétursdóttir, Valur Línumaður: Anna Úrsúla Guðmundsson, Grótta Besti varnarmaður: Anna Úrsúla Guðmundsson, Grótta---Ljósmynd af vef HSÍ.

Haukur og Sölvi æfðu með U-16

Haukur Þrastarson (t.v.) og Sölvi Svavarsson æfðu um helgina með U-16 ára landsliði Íslands og stóðu sig mjög vel. Þeir hafa æft vel og er það að skila sér.