Fréttir

Selfyssingar kallaðir á landsliðsæfingar

Selfyssingarnir Adam Sveinbjörnsson og Teitur Örn Einarsson eru í æfingahópur sem kemur saman til æfinga helgina 8.-10. apríl nk. Þjálfarar eru Kristján Arason og Einar Guðmundsson.Þrír Selfyssingar eru í æfingahóp sem æfir á sama tíma undir stjórn Maksim Akbashev.

Heimavöllurinn í hættu

Selfyssingar fóru í heimsókn til Fjölnismanna í 1. deildinni í gær en aðeins tvö stig skildu liðin fyrir leikinn.Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og komust í 8-4 en þá vöknuðu Selfyssingar til lífsins og jöfnuðu.

Mikilvægt stig Selfyssinga í Eyjum

Selfyssingar náðu sér í afar gott stig í Vestmannaeyjum á skírdag í baráttunni um sjöunda sætið í Olís-deildinni.Leikurinn var hnífjafn framan af en heimastelpur voru í við sprækari eftir fyrsta korterið og náðu tveggja marka forystu sem þær héldu til hálfleiks 15-13.Selfoss náði góðum kafla í upphafi seinni háfleiks, jöfnuðu 16-16, leikurinn í járnum og jafnt á öllum tölum.

Tvær efnilegar á æfingum U-18

Selfyssingarnir Dagbjört Rut Friðfinnsdóttir (t.v.) og Ída Bjarklind Magnúsdóttir æfðu á dögunum með U-18 ára landsliðinu sem undirbýr sig fyrir European Open sem haldið verður í júlí.Sjá nánari umfjöllun um verkefni landsliðsins á vefnum .

Aðalfundur handknattleiksdeildar 2016

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá fimmtudaginn 31. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnirHandknattleiksdeild Umf.

Efnilegir strákar í skemmtilegum leik

Strákarnir hans Gumma Garðars í 8. flokki tóku þátt í stórskemmtilegu handboltamóti sem fram fór í Mýrinni í Garðabæ fyrr í mánuðinum.

Dregið í páskahappadrætti

Í dag var dregið í páskahappdrætti handknattleiksdeildar Umf. Selfoss. Aðalvinningurinn, Samsung sjónvarp, kom á miða númer 161.Vinningarnir í happdrættinu voru 85 talsins og heidarverðmæti þeirra var 976.334 krónur.Vinningsnúmerin í happdrættinu eru eftirfarandi:1.

Elvar Örn í U-20 á EM

Ólafur Stefánsson landsliðsþjálfari U-20 landsliðs Íslands hefur valið liðið sem tekur þátt í forkeppni EM sem fram fer í Póllandi í byrjun apríl.Elvar Örn Jónsson er í hópnum og er svo sannarlega vel að þessu vali kominn enda feykiöflugur leikmaður sem ásamt því að hafa verið í U-18 landsliði Íslands sem hlaut bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrra (undir stjórn Einars Guðmundssonar yfirþjálfara Selfoss) hefur verið lykilleikmaður með meistaraflokki Selfoss í vetur.Í undankeppninni mætir lið Íslands Búlgaríu, Ítalíu og heimamönnum frá Póllandi.Auk Elvars í liðinu er Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon einnig í hópnun, auk þess sem hinn ungi og knái Teitur Örn Einarsson (sem enn er í U-18 landsliðinu) er einn fjögurra sem einnig taka þátt í æfingum og eru til taks.Sjá nánar í frétt á .MM

Selfyssingar í stóru hlutverki með U-20

Fjórir Selfyssingar hafa undanfarnar vikur sem tók þátt í undankeppni HM um seinustu helgi. Riðill Íslands var leikinn hér á landi og fóru leikirnir fram í Strandgötunni í Hafnarfirði en tvö efstu liðin úr riðlinum komust beint á HM í Rússlandi í sumar.Þrjár af okkar stelpum tóku þátt um helgina en varð að bíta í það súra epli að fylgjast með stöllum sínum úr stúkunni.

Selfyssingar sýndu stjörnuleik

Selfoss tók á móti Stjörnunni í toppbaráttu 1. deildar á föstudag en með sigri í leiknum gat Stjarnan tryggt sér sæti í Olís-deildinni á næsta keppnistímabili.Stjarnan var ávallt skrefinu á undan í fyrri hálfeik og náði mest tveggja marka forskoti sem Selfyssingar náðu jafnharðan að brúa.