23.03.2016
Aðalfundur Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá fimmtudaginn 31. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnirHandknattleiksdeild Umf.
23.03.2016
Strákarnir hans Gumma Garðars í 8. flokki tóku þátt í stórskemmtilegu handboltamóti sem fram fór í Mýrinni í Garðabæ fyrr í mánuðinum.
22.03.2016
Í dag var dregið í páskahappdrætti handknattleiksdeildar Umf. Selfoss. Aðalvinningurinn, Samsung sjónvarp, kom á miða númer 161.Vinningarnir í happdrættinu voru 85 talsins og heidarverðmæti þeirra var 976.334 krónur.Vinningsnúmerin í happdrættinu eru eftirfarandi:1.
22.03.2016
Ólafur Stefánsson landsliðsþjálfari U-20 landsliðs Íslands hefur valið liðið sem tekur þátt í forkeppni EM sem fram fer í Póllandi í byrjun apríl.Elvar Örn Jónsson er í hópnum og er svo sannarlega vel að þessu vali kominn enda feykiöflugur leikmaður sem ásamt því að hafa verið í U-18 landsliði Íslands sem hlaut bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrra (undir stjórn Einars Guðmundssonar yfirþjálfara Selfoss) hefur verið lykilleikmaður með meistaraflokki Selfoss í vetur.Í undankeppninni mætir lið Íslands Búlgaríu, Ítalíu og heimamönnum frá Póllandi.Auk Elvars í liðinu er Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon einnig í hópnun, auk þess sem hinn ungi og knái Teitur Örn Einarsson (sem enn er í U-18 landsliðinu) er einn fjögurra sem einnig taka þátt í æfingum og eru til taks.Sjá nánar í frétt á .MM
21.03.2016
Fjórir Selfyssingar hafa undanfarnar vikur sem tók þátt í undankeppni HM um seinustu helgi. Riðill Íslands var leikinn hér á landi og fóru leikirnir fram í Strandgötunni í Hafnarfirði en tvö efstu liðin úr riðlinum komust beint á HM í Rússlandi í sumar.Þrjár af okkar stelpum tóku þátt um helgina en varð að bíta í það súra epli að fylgjast með stöllum sínum úr stúkunni.
21.03.2016
Selfoss tók á móti Stjörnunni í toppbaráttu 1. deildar á föstudag en með sigri í leiknum gat Stjarnan tryggt sér sæti í Olís-deildinni á næsta keppnistímabili.Stjarnan var ávallt skrefinu á undan í fyrri hálfeik og náði mest tveggja marka forskoti sem Selfyssingar náðu jafnharðan að brúa.
17.03.2016
Yngra árið í 5. flokki karla tryggði sér um helgina Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að fimmta og seinasta mótið í flokknum sé enn eftir.
16.03.2016
Íslensku stelpurnar í U-20 landsliðinu spila á heimavelli í þetta skiptið og mótherjarnir eru Austurríki, Hvíta Rússland og Ungverjaland.
15.03.2016
94. héraðsþing HSK var haldið í Fjölbrautaskóla Suðurlands sl. laugardag og er þetta í níunda sinn sem þingið er haldið á Selfossi.
14.03.2016
Selfyssingar lentu í basli með ÍH þegar liðin mættust á heimavelli ÍH í 1. deild á föstudagskvöld. ÍH menn voru yfir í hálfleik 17-14 en Selfyssingar voru sterkari í seinni hálfleik og sigruðu að lokum með fimm marka mun 25-29.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Andri Már Sveinsson var markahæstur Selfyssinga með 9 mörk, Elvar Örn Jónsson skoraði 6, Guðjón Ágústsson og Hergeir Grímsson 3, Atli Kristinsson og Eyvindur Hrannar Gunnarsson 2, Sverrir Pálsson, Teitur Örn Einarsson og Alexander Már Egan 1, auk þess sem markvörðurinn Birkir Fannar Bragason skoraði eitt mark.Selfoss er áfram í öðru sæti deildarinnar með 30 stig og enn fjórum stigum á eftir toppliði Stjörnunni en liðin mætast í íþróttahúsi Vallaskóla föstudaginn 18.