Fréttir

Selfyssingar í handboltaskóla Kiel

Það voru átta hressir Selfyssingar sem tóku þátt í handboltaskóla Kiel í Þýskalandi nú í júlí. Um er að ræða viku æfingabúðir sem fara fram við toppaðstæður hjá stórliði Kiel.

Kvartett Selfyssinga á EM í Danmörku

U-20 ára landslið karla hélt til Danmerkur í dag þar sem það tekur þátt í Evrópumótinu í handbolta sem hefst á morgun. Með í för eru Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson, Grétar Ari Guðjónsson og Ómar Ingi Magnússon.

Guðjón Baldur og Haukur æfa með U-16

Heimir Ríkarðsson þjálfari í handbolta hefur valið Selfyssingana Guðjón Baldur Ómarsson og Hauk Þrastarson ásamt 27 öðrum leikmönnum til æfinga dagana 21.-24.

U18 undirbýr sig fyrir Evrópumótið

U18 ára landslið karla í handbolta undirbýr sig nú af kappi fyrir lokakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Króatíu í ágúst.

Elvar Örn og Grétar Ari á leið á EM

Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Grétar Ari Guðjónsson eru meðal 20 leikmanna U-20 ára landsliðs karla sem æfa nú á fullu fyrir EM sem fram fer í Danmörku í júlí og ágúst. Ísland er þar í riðli með Rússlandi, Slóveníu og Spáni.Liðið tók þátt í æfingamóti í Sviss í lok júní og mætti heimamönnum í Sviss í fyrsta leik þar sem.

Jóhanna Helga til liðs við Selfoss

Hornamaðurinn knái Jóhanna Helga Jensdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss um að spila með liðinu næsta vetur.Jóhanna Helga er öflugur leikmaður sem mun án efa styrkja hópinn fyrir átökin næsta vetur.  Jóhanna sem er tvítug að aldri kemur frá FH, þar áður spilaði hún með hinu Hafnarfjarðaliðinu Haukum en er uppalinn hjá Aftureldingu.Hún hefur spilað með yngri landsliðum Íslands og er kærkominn fengur fyrir félagið og væntir handknattleiksdeild mikils af henni, eins og öðrum leikmönnum.Á myndinni má sjá Jóhönnu Helgu (fyrir miðju) ásamt Guðrúnu Hrafnhildi Klemenzdóttur og Magnúsi Matthíassyni úr stjórn deildarinnar.

Ný námskeið að hefjast hjá Selfoss

Nýtt tveggja vikna námskeið í Íþrótta- og útivistarklúbbnum (fyrir börn fædd 2006-2011) hefst mánudaginn en klúbburinn er staðsettur í Vallaskóla.Allar nánari upplýsingar og skráningar má fá í netfanginu eða í síma 698-0007.

Arna Kristín til liðs við Selfoss

Arna Kristín Einarsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við handknattleiksdeild Selfoss.Arna Kristín kemur til liðs við Selfoss frá KA/Þór þar sem hún hefur spilað síðustu ár.

Teitur Örn framlengir á bökkum Ölfusár

Stjórnarmenn handknattleiksdeildar Selfoss sáu sér leik á borði og tryggðu Selfoss áframhaldandi samning við Teit Örn Einarsson fyrir komandi keppnistímabil í Olís-deildinni.

Fjör og fjörtíu krakkar í handboltaskóla Selfoss

Handboltaskóli Umf. Selfoss fór vel af stað í seinustu viku og tóku hátt í 40 krakkar þátt í fyrstu vikunni af þrem. Næstu vikur handboltaskólans verða 4.-8.