Fréttir

Strákarnir okkar lutu í gólf

Strákarnir okkar sóttu ekki gull í greipar Framara þegar liðin mættustu í Olís-deildinni í handbolta í Framhúsinu á föstudag.Eftir góða byrjun Selfyssinga sneru Framarar leiknum sér í vil og leiddu í hálfleik 15-12.

Hrafnhildur Hanna með landsliðinu til Póllands

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í hópi sem Axel Stefánsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið til að taka þátt í æfingum og móti í Póllandi dagana 4.-9.

Troðfull stúka studdi strákana gegn Haukum

Fyrsti heimaleikur tímabilsins í Olís-deildinni fór fram í gær þegar Íslandsmeistarar Hauka komu í heimsókn í íþróttahús Vallaskóla.Jafnt var á öllum tölum fram í miðjan fyrri hálfleik þegar gestirnir sigu framúr og leiddu í hálfleik 12-15.

Æsispenna á Seltjarnarnesi

Stelpurnar okkar máttu sætta sig við tap á útivelli gegn Íslandsmeisturum Gróttu í Olís-deildinni á laugardag. Eftir spennuþrunginn leik þar sem Selfyssingar leiddu í hálfleik 12-15 náði Grótta að merja sigur 24-23.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst með 7 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 6, Adina Ghidoarca 4, Kristrún Steinþórsdóttir og Arna Kristín Einarsdóttir 2 og þær Margrét Jónsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir skoruðu sitt markið hvor.Selfoss er án stiga í deildinni að loknum tveimur umferðum en tekur á móti Val í íþróttahúsi Vallaskóla á laugardag 24.

Frábær sigur hjá strákunum á Val

Strákarnir mættu í Valshöllina á Hlíðarenda í kvöld staðráðnir í að fylgja eftir góðum leik í síðustu umferð gegn Aftureldingu.Liðin voru nokkuð jöfn fyrstu 15 mínútur leiksins en Valur þó skrefinu á undan.

Hanna í landsliðshópi Íslands

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í sem æfir undir stjórn Axels Stefánssonar landsliðsþjálfara í Reykjavík 18. september.Í hópnum er einnig Selfyssingurinn Elena Elísabet Birgisdóttir og tilbúnar til vara eru tveir leikmenn Selfoss þær Perla Ruth Albertsdóttir og Arna Kristín Einarsdóttir.---F.v.

Valur - Selfoss upphitun

Komið er að öðrum leik strákanna á leiktímabilinu. Að þessu sinni höldum við aftur á útivöll og förum í Valshöllina á Hlíðarenda.

Mjaltavélin - Stuðningsmannaklúbbur handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild Selfoss býður til sölu sérstök árskort, , sem gilda á alla deildarleiki karla og kvenna á heimavelli í vetur.Mikið er innifalið í þessum kortunum t.d.

Eltingaleikur hjá stelpunum

Stelpurnar okkar léku fyrsta leik sinn í Olís-deildinni á þessu keppnistímabili þegar þær tóku á móti Fram á laugardag.Jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en í stöðunni 10-10 fór allt í baklás hjá heimastelpum og skoruðu gestirnir seinustu fimm mörk hálfleiksins.

Keppni í Olís-deildinni fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hefur veitt handknattleiksdeild Selfoss undanþágu til keppni í íþróttahúsi Vallaskóla á keppnistímabilinu 2016-2017.HSÍ barst undanþágubeiðni frá handknattleiksdeild Selfoss þann 1.