15.11.2016
Valsmenn komu í heimsókn á Selfoss í gær og hirtu annað sæti Olís-deildarinnar með sigri í bráðskemmtilegum leik sem var í járnum allan tímann.Leikurinn var bráðfjörugur og jafnt á öllum tölum.
14.11.2016
Selfoss tók á móti Gróttu í Olís-deild kvenna í gær en liðin voru jöfn að stigum í 6.-7. sæti deildarinnar fyrir leikinn.Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda þó gestirnir hafi verið með frumkvæðið lengst af.
11.11.2016
Selfyssingar styrktu stöðu sína í toppbaráttu Olís-deildarinnar með öruggum sigri á toppliði Aftureldingar í gær.Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Selfyssingar kipp undir lok hans og leiddu í hálfleik 16-13.
10.11.2016
Selfoss bar sigurorð af 1. deildarliði HK þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Coca-Colabikars kvenna í handbolta í Digranesi í gær.
09.11.2016
Tólf leikmenn Selfoss tóku þátt í æfingum á vegum Handknattleikssambands Íslands um helgina auk þriggja Selfyssinga sem voru með .HSÍ valdi í fyrsta skipti landsliðshóp fyrir.
09.11.2016
Í gær var dregið í 16 liða úrslit Coca-Cola bikars karla í handbolta og munu Selfyssingar sækja 1. deildarlið Víkings heim í Víkina í Fossvogi.Aðrar viðureignirnar eru eftirfarandi:ÍR – AftureldingHK - StjarnanÍBV2 – HaukarFjölnir 2 – FramHK2 – GróttaAkureyri – FHAkureyri 2 - ValurLeikirnir fara fram 4.
08.11.2016
Þessir hressu strákar tóku þátt í fyrsta móti vetrarins hjá 8. flokki sem fram fór á Seltjarnarnesi um seinustu helgi. Þeir sýndi glæsilega takta á vellinum og eiga greinilega framtíðina fyrir sér. Ljósmynd frá foreldrum Umf.
07.11.2016
Selfoss lá á útivelli gegn toppliði Fram í Olís-deildinni á laugardag. Lokatölur í jöfnum og skemmitlegum leik urðu 25-23 eftir að staðan í hálfleik var 12-10 fyrir heimakonur.Markaskorun Selfyssinga: Hrafnhildur Hanna 12 mörk, Adina 5, Perla Ruth 3 og Dijana, Kristrún og Carmen skoruðu allar 1 mark.
02.11.2016
Í dag undirrituðu fulltrúar handboltans og fulltrúar SET nýjan samning um áframhaldandi stuðning SET við handbolta á Selfossi.Óhætt er að segja að samningur þessi muni renna styrkari stoðum undir það starf sem unnið er hjá handknattleiksdeildinni.Fyrirtækið SET sem stofnað var árið 1969 hefur í tugi ára verið styrktaraðili deildarinnar,með þessum samningi er stigið stórt skref fram á við hvað viðkemur stuðning við starfið sem unnið er á Selfossi.Það er öllum aðdáendum handknattleiks mikið fagnaðarefni að hafa hér innanbæjar fyrirtæki sem ekki einungis tryggir afkomu hundruða manna heldur á sama tíma er tilbúið að blása sterkum vindi í segl áframhaldandi uppbyggingar handbolta á Selfossi.MM---Á mynd má sjá Þorstein Rúnar gjaldkera handknattleiksdeildar, Brynjar Bergsteinsson framleiðslu- og vörustjóra SET og Magnús formann handknattleiksdeildar auk þess sem forstjóri SET var ekki langt undan.
Ljósmynd: Umf.
02.11.2016
Selfyssingurinn Einar Sverrisson er í sérstökum sem Geir Sveinsson hefur valið til æfinga með U-21 árs landsliðinu. Markmið hópsins er að undirbúa fleiri leikmenn fyrir A landsliðið í framtíðinni.