Fréttir

Katla æfir með U-17

Selfyssingurinn Katla Magnúsdóttir er í sem Hrafnhildur Skúladóttir og Stefán Arnarson hafa valið til æfinga helgina 25. - 27. nóvember.

Spennuleikur á Hlíðarenda

Selfyssingar sóttu Valskonur heim í Olís-deildinni á laugardag.Stelpurnar okkar veittu Valskonum hörkukeppni lengst af í fyrri hálfleik og ekki munaði nema einu marki í hálfleik, 12-11.

Selfyssingar þurftu að láta í minni pokann

Selfyssingar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Haukum í Olís-deildinni í gær. Strákarnir okkur fóru í Hafnarfjörðinn þar sem Haukar sýndu þeim hvar Davíð keypti ölið, lokatölur 40-30 fyrir heimamenn eftir að staðan í hálfleik var 22-14.Nánar er fjallað um leikinn á vef . Elvar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk, Einar Sverrisson og Sverrir Pálsson skoruðu 5, Guðjón Ágústsson 4, Hergeir Grímsson 3 og þeir Magnús Öder Einarsson, Árni Steinn Steinþórsson, Alexander Egan, Teitur Örn Einarsson og markvörðurinn Einar Vilmundarson skoruðu allir eitt mark. Einar varði 7 skot í marki Selfoss og Helgi Hlynsson 6. Að loknum leik er Selfoss í 5.

Stemmning á Akureyri

Þessir efnilegu handboltakappar á yngra ári í 6. flokki tóku þátt í öðru móti vetrarins á Akureyri um seinustu helgi. Strákarnir stóðu fyrir sínu inn á vellinum og skemmtu sér konunglega utan vallarins.Ljósmyndir frá foreldrum Umf.

Annað sæti í húfi

Valsmenn komu í heimsókn á Selfoss í gær og hirtu annað sæti Olís-deildarinnar með sigri í bráðskemmtilegum leik sem var í járnum allan tímann.Leikurinn var bráðfjörugur og jafnt á öllum tölum.

Afar svekkjandi ósigur gegn Gróttu

Selfoss tók á móti Gróttu í Olís-deild kvenna í gær en liðin voru jöfn að stigum í 6.-7. sæti deildarinnar fyrir leikinn.Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda þó gestirnir hafi verið með frumkvæðið lengst af.

Glæsilegur sigur á toppliðinu

Selfyssingar styrktu stöðu sína í toppbaráttu Olís-deildarinnar með öruggum sigri á toppliði Aftureldingar í gær.Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Selfyssingar kipp undir lok hans og leiddu í hálfleik 16-13.

Öruggur bikarsigur Selfyssinga

Selfoss bar sigurorð af 1. deildarliði HK þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Coca-Colabikars kvenna í handbolta í Digranesi í gær.

Tylft landsliðsmanna frá Selfossi

Tólf leikmenn Selfoss tóku þátt í æfingum á vegum Handknattleikssambands Íslands um helgina auk þriggja Selfyssinga sem voru með .HSÍ valdi í fyrsta skipti landsliðshóp fyrir.

Selfyssingar mæta Víkingum

Í gær var dregið í 16 liða úrslit Coca-Cola bikars karla í handbolta og munu Selfyssingar sækja 1. deildarlið Víkings heim í Víkina í Fossvogi.Aðrar viðureignirnar eru eftirfarandi:ÍR – AftureldingHK - StjarnanÍBV2 – HaukarFjölnir 2 – FramHK2 – GróttaAkureyri – FHAkureyri 2 - ValurLeikirnir fara fram 4.