08.11.2016
Þessir hressu strákar tóku þátt í fyrsta móti vetrarins hjá 8. flokki sem fram fór á Seltjarnarnesi um seinustu helgi. Þeir sýndi glæsilega takta á vellinum og eiga greinilega framtíðina fyrir sér. Ljósmynd frá foreldrum Umf.
07.11.2016
Selfoss lá á útivelli gegn toppliði Fram í Olís-deildinni á laugardag. Lokatölur í jöfnum og skemmitlegum leik urðu 25-23 eftir að staðan í hálfleik var 12-10 fyrir heimakonur.Markaskorun Selfyssinga: Hrafnhildur Hanna 12 mörk, Adina 5, Perla Ruth 3 og Dijana, Kristrún og Carmen skoruðu allar 1 mark.
02.11.2016
Í dag undirrituðu fulltrúar handboltans og fulltrúar SET nýjan samning um áframhaldandi stuðning SET við handbolta á Selfossi.Óhætt er að segja að samningur þessi muni renna styrkari stoðum undir það starf sem unnið er hjá handknattleiksdeildinni.Fyrirtækið SET sem stofnað var árið 1969 hefur í tugi ára verið styrktaraðili deildarinnar,með þessum samningi er stigið stórt skref fram á við hvað viðkemur stuðning við starfið sem unnið er á Selfossi.Það er öllum aðdáendum handknattleiks mikið fagnaðarefni að hafa hér innanbæjar fyrirtæki sem ekki einungis tryggir afkomu hundruða manna heldur á sama tíma er tilbúið að blása sterkum vindi í segl áframhaldandi uppbyggingar handbolta á Selfossi.MM---Á mynd má sjá Þorstein Rúnar gjaldkera handknattleiksdeildar, Brynjar Bergsteinsson framleiðslu- og vörustjóra SET og Magnús formann handknattleiksdeildar auk þess sem forstjóri SET var ekki langt undan.
Ljósmynd: Umf.
02.11.2016
Selfyssingurinn Einar Sverrisson er í sérstökum sem Geir Sveinsson hefur valið til æfinga með U-21 árs landsliðinu. Markmið hópsins er að undirbúa fleiri leikmenn fyrir A landsliðið í framtíðinni.
01.11.2016
Handknattleiksdeild Hauka kallaði Grétar Ara Guðjónsson heim úr láni með stuttum fyrirvara á mánudag. Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss varð að hafa snöggar hendur enda lokaði félagsskiptaglugginn á mánudagskvöldið en eins og gefur að skilja er afar mikilvægt að hafa tvo öfluga markverði innan sinna herbúða.Selfoss samdi við Einar Ólaf Vilmundarson um að ganga til liðs við félagið og er hann með samning til loka maí 2017.
31.10.2016
Selfoss sótti tvö stig á Ásvelli á laugardag þegar liðið mætti Haukum í spennuþrungnum leik Olís-deildinni og hafði sigur með einu marki, 27-28.Leikurinn var hin besta skemmtun og var jafnt á fyrstu tölum.
28.10.2016
Selfoss og ÍBV mættust í Vallaskóla í annað skiptið á fimm dögum í 9. umferð Olís-deildarinnar í gær en aðeins munaði einu stigi á milli liðanna fyrir leikinn.Eyjamenn leiddu fyrstu mínútur leiksins með einum til tveim mörkum en í stöðunni 7-9 tóku heimamenn við sér og leiddu þeir í hálfleik 20-15.Í síðari hálfleik héldu Selfyssingar áfram að bæta í og leiddu á tímabili með níu mörkum, 29-20.
25.10.2016
Grétar Ari Guðjónsson, markvörður Selfyssinga, er einn þriggja nýliða í sem Geir Sveinsson landsliðsþjálfari valdi fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM í handbolta 2018.Þrír aðrir Selfyssingar eru í hópnum.
24.10.2016
Selfyssingar slógu ÍBV út úr Coca Cola bikarnum eftir framlengdan leik í gær, lokatölur urðu 33-32.Leikurinn hófst af miklum krafti og leiddu heimamenn með einu til tveimur mörkum fyrri hluta fyrri hálfleiks.
24.10.2016
Selfoss tók á móti Stjörnunni í sjöttu umferð Olís-deildarinnar á laugardag.Stjarnan byrjaði leikinn betur en Selfoss minnkaði muninn hægt og bítandi er leið á fyrri hálfleik og jafnaði í 10-10 þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum.