02.12.2016
Selfyssingar töpuðu naumlega þegar þeir sóttu Akureyringa heim í Olís-deild karla í gær.Akureyringar voru sterkari í fyrri hálfleik en okkar strákar bitu reglulega frá sér og komu í veg fyrir að heimamenn næðu að stinga af.
30.11.2016
Þessir strákar hressu strákar í 7. flokki sýndu allar sínar bestu hliðar í Safamýrinni um seinustu helgi.Ljósmynd frá foreldrum Umf.
28.11.2016
Þegar 10. umferðum er lokið í Olís deild kvenna og deildin komin í jólafrí er Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir langmarkahæst í deildinni.Hrafnhildur Hanna er komin með alls 96 mörk en næst markahæsti leikmaður liðsins er Perla Ruth Albertsdóttir með 42 mörk.Valskonan Diana Satkauskaite er næstmarkahæst í deildinni með 81 mark og Ester Óskarsdóttir úr ÍBV kemur þar á eftir með 80 mörk en nokkuð langt er í næstu leikmenn. .
25.11.2016
Selfyssingar tóku á móti Fram í Olís-deild karla í handbolta í gær.Selfyssingar leiddu leikinn allan tímann og höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik 17-13 eftir góða innkomu Einars Ólafs Vilmundarsonar sem lokaði markinu á lokakafla fyrri hálfleiks.
23.11.2016
Loksins er komið að því að 2-4 ára börn geta komið í boltaskóla Selfoss.Boltaskólinn verður í íþróttahúsi Vallaskóla á sunnudögum frá kl.
22.11.2016
Strákarnir á yngra ári í 5. flokki karla unnu alla sína leiki í 2. deild annarrar umferðar Íslandsmótsins í handbolta um síðastliðna helgi.Þessir strákar hafa sýnt miklar framfarir í vetur og í næstu umferð keppa þeir meðal þeirra fimm bestu á landinu.---Ljósmynd frá foreldrum Umf.
22.11.2016
Selfyssingurinn Katla Magnúsdóttir er í sem Hrafnhildur Skúladóttir og Stefán Arnarson hafa valið til æfinga helgina 25. - 27. nóvember.
21.11.2016
Selfyssingar sóttu Valskonur heim í Olís-deildinni á laugardag.Stelpurnar okkar veittu Valskonum hörkukeppni lengst af í fyrri hálfleik og ekki munaði nema einu marki í hálfleik, 12-11.
18.11.2016
Selfyssingar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Haukum í Olís-deildinni í gær. Strákarnir okkur fóru í Hafnarfjörðinn þar sem Haukar sýndu þeim hvar Davíð keypti ölið, lokatölur 40-30 fyrir heimamenn eftir að staðan í hálfleik var 22-14.Nánar er fjallað um leikinn á vef .
Elvar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk, Einar Sverrisson og Sverrir Pálsson skoruðu 5, Guðjón Ágústsson 4, Hergeir Grímsson 3 og þeir Magnús Öder Einarsson, Árni Steinn Steinþórsson, Alexander Egan, Teitur Örn Einarsson og markvörðurinn Einar Vilmundarson skoruðu allir eitt mark.
Einar varði 7 skot í marki Selfoss og Helgi Hlynsson 6.
Að loknum leik er Selfoss í 5.
17.11.2016
Þessir efnilegu handboltakappar á yngra ári í 6. flokki tóku þátt í öðru móti vetrarins á Akureyri um seinustu helgi. Strákarnir stóðu fyrir sínu inn á vellinum og skemmtu sér konunglega utan vallarins.Ljósmyndir frá foreldrum Umf.