20.05.2015
Lokahóf yngri flokka Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla fimmtudaginn 21. maí og stendur frá klukkan 17-18.Á dagskrá er verðlaunaafhending, myndataka og grillveisla.Foreldrar og forráðamenn eru eindregið hvattir til að mæta með krökkunum.
18.05.2015
Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ sem haldið var á laugardagskvöld.Hrafnhildur Hanna var markahæsti leikmaður Olís-deildar kvenna 2015 með 159 mörk, besti sóknarmaður Olís-deildarinnar og var auk þess útnefnd sem besta vinstri skyttan í deildinni og þar með valin í úrvalslið deildarinnar.
17.05.2015
Valinn hefur verið fyrsti Afrekshópur kvenna á vegum HSÍ. Í hópnum eru þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Elena Elísabet Birgisdóttir leikmenn Selfoss auk þess sem Selfyssingurinn Þuríður Guðjónsdóttir er í hópnum en hún gekk á dögunum til liðs við Fylki.Hópurinn verður við æfingar næstu þrjár vikur undir stjórn landsliðsþjálfara HSÍþ.
14.05.2015
fyrir árið 2015 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2015.Blaðinu verður dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins í byrjun næstu viku.
08.05.2015
Lokahóf handknattleiksakademíu Selfoss og 3. flokks kvenna og karla var haldið í Tíbrá mánudag 4. maí síðastliðinn. Þangað var boðið öllum leikmönnum 3.
07.05.2015
Í gær var undirritaður samningur við Hilmar Guðlaugsson og Sigrúnu Örnu Brynjarsdóttur um þjálfun hjá handknattleiksdeild Selfoss.Hilmar mun stýra meistarflokki kvenna ásamt Sebastian Alexanderssyni auk þess að koma að þjálfun yngri flokka og kennslu í handknattleiksakademíu FSu.
06.05.2015
Það var mikið um dýrðir hjá handboltafólki um liðna helgina þegar glæsilegt lokahóf deildarinnar var haldið á Hótel Selfoss. Heimamennirnir Jóhannes Snær Eiríksson og Grímur Hergeirsson stýrðu samkomunni og meistaraflokkarnir sáu um skemmtiatriði.
04.05.2015
Landsbankamótið í handbolta fór fram helgina 24.-26. apríl en á mótinu kepptu 873 keppendur í 7. flokki drengja og stúlkna í 179 liðum frá 17 félögum auk þess sem fjöldi þjálfara og foreldra tók þátt en gera má ráð fyrir að vel yfir 2.000 manns hafi sótt Selfoss heim um helgina gagngert vegna mótsins.Spilaðir voru rúmlega 500 handboltaleikir á sex völlum í íþróttahúsi Vallaskóla og Iðu frá föstudegi til sunnudag.
02.05.2015
Stelpurnar okkar í 3. flokki mættu Fylki í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Kaplakrika í gær.Það var á brattann að sækja fyrir okkar stelpur strax frá upphafi leiks og réðu þær afar illa við mann leiksins, Theu Imani Sturludóttur, sem skoraði helming marka Fylkis í leiknum.
29.04.2015
Strákarnir á eldra ári í 6. flokki fóru með þrjú lið á Akureyri um seinustu helgi. Öll liðin léku frábærlega og urðu Selfoss 1 og Selfoss 2 deildarmeistarar.