21.02.2015
Meistaraflokkur kvenna í handbolta átti frábæran leik í dag þegar þær sigruðu sterkt lið ÍBV. Okkar stelpur byrjuðu leikinn betur og náðu þriggja marka forystu þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum.
21.02.2015
Selfoss vann góðan sigur á Hömrunum 27-22 í Vallaskóla á föstudagskvöldið. Leikurinn var jafn í upphafi og staðan 4-4 eftir tæplega tíu mínútna leik en þá gáfu Selfyssingar í og náðu góðu forskoti.
15.02.2015
Það var ekki bara meistaraflokkur kvenna sem gerði góða ferð norður á Akureyri um helgina. Þriðja flokkur kvenna sigraði KA/Þór í undanúrslitum í bikar með einu marki 20-21, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik 11-12.
15.02.2015
Selfoss gerði góða ferð norður um helgina þegar stelpurnar unnu KA/Þór örugglega í Olís deildinni. Selfoss byrjaði leikinn vel, náði strax forystu og hélt henni allan leikinn.
15.02.2015
Meistaraflokkur karla fór stigalaus heim úr Grafarvoginum á föstudaginn þegar þeir töpuðu á móti Fjölni 25-18. Gestgjafarnir náðu forystu strax í upphafi leiks og héldu henni allt til enda.
12.02.2015
Tvær seinustu helgar hafa yngri flokkar handboltans tekið fullan þátt í Íslandsmótinu. Má nefna að strákarnir í 5. og 6. flokki unnu sigur í 1.deild Íslandsmótsins um seinustu helgi.Það var einnig til tíðinda að í 5.
11.02.2015
Draumur Selfoss um að komast í Final four í Coca Cola bikarnum er úti, eftir tap í átta liða úrslitum á móti Haukum 26-22. Stelpurnar í Selfoss byrjuðu leikinn gríðarlega vel, voru greinilega vel stemmdar og höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum.
06.02.2015
Það er nóg um að vera hjá yngri flokkunum í handbolta um þessar mundir. Um seinustu helgi kepptu krakkar á yngri ári í 5. og 6. flokki og nú um helgina er komið að eldra árinu auk þess sem 7.
06.02.2015
Meistaraflokkur kvenna fór tómhentur heim úr Árbænum eftir tap á móti Fylki, 21-17. Selfoss byrjaði á fullum dampi og náði forystu en Fylkir náði að jafna og komast yfir fyrir lok hálfleiksins.
02.02.2015
Valinn hefur verið æfingahópur fyrir U-19 ára landsliðs kvenna sem kemur saman til æfinga í mars. Selfoss á fjóra fulltrúa í þessum tuttugu manna hópi, eða flesta iðkendur einstakra liða.