11.11.2013
Stelpurnar í 6. flokki kvenna eldra ár gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki í 2. umferð Íslandsmótsins sem fram fór í Kórnum í Kópavogi um seinustu helgi.
10.11.2013
Meistaraflokkur kvenna tók á móti Íslandsmeisturum Fram á laugardag. Þrátt fyrir virkilega góðan leik varð niðurstaðan svekkjandi eins marks tap, lokastaðan 21-22.
10.11.2013
Mfl. karla tók á móti KR á föstudaginn en KR-ingar eru nýliðar í deildinni og tefla fram ágætu liði með öfluga handboltamenn innanborðs.KR skoraði fyrsta mark leiksins en Selfoss svaraði með þremur mörkum í röð og hélt forystunni allan leikinn.
08.11.2013
Undanfarin ár hefur farið fram metnaðarfullt yngri flokka starf hjá handboltanum á Selfossi. Í stuttri samantekt sem Gunnar Gunnarsson þjálfari meistaraflokks karla tók saman kemur fram að það er einungis Fram sem er með fleiri leikmenn en Selfoss í yngri landsliðum HSÍ sem valin voru í október.Hvorki fleiri né færri en 15 leikmenn frá Selfossi voru valdir í landsliðin eða rúmlega 10% allra landsliðsmanna yngri landsliðanna.
04.11.2013
Á föstudagskvöld mættu stelpurnar okkar FH-ingum í Kaplakrika í Olísdeildinni. Jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins en góður kafli FH í síðari hálfleik tryggði liðinu sigur.Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en heimakonur leiddu með einu marki í hálfleik, 12-11.
04.11.2013
Á föstudag var dregið í Coca Cola bikarkeppni HSÍ.Í 16 liða úrslitum kvenna dróst Selfoss á móti Haukum og fer leikurinn fram í Hafnarfirði 12.
30.10.2013
Það eru hvorki fleiri né færri en 21 einstaklingar á Selfossi sem hafa verið boðaðir á landsliðsæfingar yngri landsliða Íslands í október.
28.10.2013
Strákarnir okkar í mfl. karla gerðu góða ferð norður á Akureyri á laugardaginn. Þar spiluðu þeir á móti Hömrunum og endaði leikurinn með sigri Selfoss 29-35.
28.10.2013
Strákarnir okkar í mfl. karla gerðu góða ferð norður á Akureyri á laugardaginn. Þar spiluðu þeir á móti Hömrunum og endaði leikurinn með sigri Selfoss 29-35.
24.10.2013
Hvorki fleiri né færri en fimm leikmenn Selfoss eru í æfingahóp Hilmars Guðlaugssonar og Ingu Fríðu Tryggvadóttur þjálfara U18 ára landsliðs kvenna sem mun æfa saman dagana 23.-27.