Fréttir

Fimleikadeild Selfoss á 11 flotta fulltrúa í Úrvalshópi unglinga FSÍ vegna EM 2012

Í janúar síðastliðnum sóttu nokkrir krakkar frá fimleikadeild Selfoss landsliðsúrtöku vegna Evrópumótsins í hópfimleikum sem fram fer í Danmörku haustið 2012. Nú hefur 35 manna stúlknahópur og 15 manna drengjahópur verið valinn í áframhaldandi hóp sem kallaður er úrvalshópur FSÍ í unglingaflokki 13-17 ára. Þau sem voru valdir frá Selfossi koma hér í stafrófsröð: Arna Björg Gunnarsdóttir, Aron Bragason, Ástrós Hilmarsdóttir, Bryndís Arna Þórarinsdóttir, Eva Grímsdóttir, Eysteinn Máni Oddsson, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Margrét Lúðvigsdóttir, Nadía Björt Hafsteinsdóttir, Rikharð Atli Oddsson og Ægir Atlason. Krakkarnir munu nú æfa með hópnum og berjast um að halda áfram en næsti niðurskurður fer fram 1.

Þrenn silfurverðlaun á Bikarmóti FSÍ í hópfimleikum

Bikarmót í hópfimleikum var haldið hjá Stjörnunni laugardaginn 3. mars. Alls voru níu lið mætt til keppni.  Selfoss átti lið í þremur flokkum og stóðu liðin sig öll mjög vel. Öll liðin höfnuðu í 2.

Selfoss-2 vann líka í 3. flokki

Selfoss 2 í 3. flokki sigraði Gróttu á sunnudaginn líkt og A-liðið gerði. Leikurinn endaði 23-22 en Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn.Selfoss náði snemma í fyrri hálfleik þriggja marka forskoti en Grótta komst þá nær Selfyssingum og eins marks munur í hálfleik 13-12.

4. fl. kvenna B lið vann Gróttu

Ekki náðist í Örn þjálfara til þess að fá nánari útlistun á því hvernig leikurinn þróaðist að þessu sinni og því verður að duga að segja frá úrslitunum.Miðað við lokatölurnar þá má ætla að bæði vörn og sókn hafi verið góð í leiknum í gær.Áfram Selfoss

Tap hjá 4 fl. kvenna A liði

Mikið hefur verið um meiðsli í flokknum og þótt næstum allar hefðu verið með þá hafa fæstar þeirra nokkuð náð að æfa síðustu 3-4 vikur vegna meiðsla.

Sigur hjá 3 fl. karla

Gestirnir í Gróttu byrjuðu leikinn af miklu meiri krafti en okkar strákar og voru staðráðnir í því að sækja stig hingað á Selfoss.  Varnarleikur okkar stráka var slakur í fyrri hálfleik og þar af leiðandi markvarslan einnig döpur.

Selfoss bikarmeistari í 2. flokki árið 2012

Fyrir stuttu urðu okkar menn í 2. flokki bikarmeistarar er þeir lögðu Valsmenn að velli 32 - 29. Í hálfleik var jafnt 15 - 15. Selfoss lék sterka vörn í leiknum og skynsama og vel útfærða sókn.

2. flokkur tapaði í sérstökum leik

Strákarnir í 2. flokki töpuðu heima í gær fyrir Gróttu 26 - 31, en okkar menn leiddu í hálfleik 16 - 11. Léku okkar menn sterka vörn lengi vel en því miður vantaði marga leikmenn í lið Selfyssinga.

Grátlegt tap gegn Víkingum

Strákarnir í meistaraflokki töpuðu sínum fyrsta leik frá því í nóvember á síðasta ári er Víkingur höfðu sigur. Tapaðist leikurinn með minnsta mun, 22 - 23, eftir að okkar menn leiddu í hálfleik 13 - 12.Selfyssingar stóðu sig vel í leiknum og hefðu átt að vinna.

Öruggur sigur í 4. flokki

Selfyssingar mættu KR í 4. flokki karla í dag. Í Selfoss liðið vantaði tvo sterka pósta, þá Hergeir og Richard, sem voru frá vegna meiðsla en auk þeirra var Guðjón slappur og gat ekki beitt sér af fullu.