Fréttir

Sigur í spennutrylli út í Eyjum

Strákarnir fóru til eyja í gærkvöld þar sem þeir öttu kappi við ÍBV í Olísdeildinni.  Eftir algeran naglbít síðustu mínúturnar fóru Selfyssingar með sigur af hólmi, 26-27.Selfyssingar byrjuðu leikinn af meiri krafti og skoruðu fjögur mörk gegn einu fyrstu fimm mínúturnar.  Eyjamenn unnu sig hins vegar inn í leikinn og voru búnir að jafna fimm mínútum síðar.  Jafnt var á öllum tölum eftir það þar til Selfyssingar skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins og leiddu því 12-14 í hálfleik.  Leikurinn hélst í jafnvægi en Selfyssingar alltaf á undan að skora þar til ÍBV komst yfir, 21-20, um miðjan hálfleikinn.  Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-0 sem heimamenn leiddu leikinn.  Selfyssingar hertu þá tökin og virtust vera með leikinn í hendi sér.  Leiddu 22-26 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum.  Eyjamenn eru hins vegar vanir því að hleypa svona leikjum upp í spennu í lokin og það tókst þeim í þessum leik.  Það endaði með því að ÍBV hefðu getað jafnað leikinn á lokasekúndunum í galopnu færi af línunni.  Skotið rataði fram hjá Vilius í markinu en líka fram hjá markinu og sigur í höfn hjá Selfyssingum, lokatölur 26-27.Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 9/7, Einar Sverrisson 7, Ragnar Jóhannsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 2, Gunnar Flosi Grétarsson 1, Magnús Öder Einarsson 1.Varin skot: Vilius Rasimas 12 (35%), Alexander Hrafnkelsson 1/1 (33%).Með sigrinum hoppa Selfyssingar yfir ÍBV og fleiri í þessari jöfnu töflu og upp í þriðja sæti.  Næsti leikur þeirra er gegn Val í Hleðsluhöllinni þriðjudaginn 4.

Fréttabréf UMFÍ

Tap í hörkuleik í Mosfellsbæ

Stelpurnar töpuðu í kvöld fyrir sterku liði Aftureldingar í Grill 66 deildinni í Mosfellsbæ.  Virkilega góður leikur hjá Selfyssingum þrátt fyrir tap, 28-22.Stelpurnar úr Mosfellsbæ hófu leikinn af meiri krafti og náðu strax frumkvæðinu, leiddu 4-1 eftir átta mínútur.  Selfyssingar héldu þó áfram og náðu að hlaupa með þar til þjálfari Aftureldingar tók leikhlé í stöðunni 7-5.  Þá juku heimakonur muninn í 4-5 mörk og stefndi í erfitt kvöld fyrir gestina.  Selfyssingar gerðu svo gott áhlaup síðustu mínútur hálfleiksins og gengu til búningsklefa með jafna stöðu, 12-12.  Leikurinn hélst nokkuð jafn og voru Selfyssingar komnir tveim mörkum yfir þegar tíu mínútur voru búnar af fyrri hálfleik, 15-17.  Mosfellingar tóku þá við sér og komust yfir tíu mínútum síðar, 22-20.  Selfyssingar fóru illa með færin á lokakaflanum og misstu leikinn frá sér, lokatölur 28-22.Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 10/4, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 5/1, Agnes Sigurðardóttir 4, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Emilía Ýr Kjartansdóttir 1.Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 5 (16%)Næsti leikur stúlknanna er jafnframt síðasti heimaleikur þeirra í vetur, en hann fer fram kl.

Oliver Helgi í Selfoss

Oliver Helgi Gíslason er genginn til liðs við Selfoss. Oliver sem er fæddur árið 1999 kemur til liðsins frá Haukum. Oliver er kantmaður en getur einnig leyst stöðu framherja.

Selfoss úr leik í bikarnum

Knattspyrnusumarið hófst formlega á laugardag þegar Selfoss tók á móti Kórdrengjum í stórleik 1. umferðar Mjólkurbikarsins.Gestirnir unnu 0-1 sigur á Selfossi.

Fimm marka sigur í fyrsta leik eftir hlé

Boltinn er byrjaður að rúlla að nýju og af því tilefni tók Selfoss á móti ÍR í Hleðsluhöllinni. Selfoss byrjaði leikinn betur og var staðan orðin 3-0 eftir tæplega þriggja mínútna leik.  Í stuttu máli þá héldu Selfyssingar forystunni meira og minna allan leikinn.  ÍR náði þó að jafna í stöðunni 7-7 en Selfoss átti góðan sprett undir lok fyrri hálfleiks og leiddu Selfyssingar með fjórum mörkum í leikhléi, 13-9.

Mjólkurbikarinn

Laugardaginn 24. apríl hefst knattspyrnusumarið formlega þegar Selfoss tekur á móti Kórdrengjum í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Leikurinn verður spilaður á gervigrasinu við JÁVERK-völlinn.

Fréttabréf UMFÍ

Jöfn glíma hjá Agli á EM

Evrópumeistarmótið í júdó fór fram um helgina í Lissabon í Portúgal. Tveir Íslendingar kepptu á mótinu, Árni Lund í -81 kg flokki og Selfyssingurinn Egill Blöndal í -90 kg flokki.Egill mætti Milan Randl í annarri umferð eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð.

Atli Ævar framlengir

Línumaðurinn knái Atli Ævar Ingólfsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Atli, sem er 32 ára Akureyringur, gekk til liðs við Selfoss árið 2017 og hefur síðan þá verið lykilmaður í meistaraflokki karla.