30.04.2018
Nýtt byrjendanámskeið í ungbarnasundi, Guggusundi, hefst laugardaginn 5. maí.Skráning er hafin á netfanginu eða í síma 848-1626.Kennari á námskeiðinu er Guðbjörg H.
30.04.2018
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska varnarmanninn Allyson Haran og mun hún spila með félaginu í Pepsi-deild kvenna í sumar.
Haran, sem er 22 ára gömul, kemur til Selfoss úr bandaríska háskólaboltanum en hún var fyrirliði í sterku liði Wake Forest háskólans.
30.04.2018
Nú á dögunum var undirritaður nýr styrktarsamningur milli Apótekarans og Knattspyrnudeildar Selfoss. Mikil ánægja er hjá báðum aðilum með nýjan samning. Apótekarinn er og verður einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar og mun vera mjög sjáanlegur partur af knattspyrnusumrinu á Selfossi.Apótekarinn er hluti af Lyfjum og heilsu sem er framsækið verslunar- og þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið.
29.04.2018
Selfyssingar töpuðu gegn FH í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í Kaplakrika í gær. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax forskotinu, Selfoss náði góðum kafla undir lok fyrri hálfleiks og munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 17-15.
27.04.2018
Sebastian Alexandersson varð þriðji Selfyssingurinn til að hljóta sæti í heiðurshöll Selfoss handbolta, en þar komast aðeins þeir sem hafa spilað með félaginu í 10 ár eða meira.
Sebastian kom til félagsins árið 2003 sem spilandi þjálfari og lék með liðinu til ársins 2015.
27.04.2018
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska framherjann Alexis Kiehl og mun hún spila með félaginu í Pepsi-deild kvenna í sumar.
Kiehl, sem er 22 ára gömul, kemur til Selfoss úr bandaríska háskólaboltanum en hún var markahæsti leikmaður Dayton háskólans í Ohio á síðasta ári og valin leikmaður ársins hjá skólanum.
„Mér líst mjög vel á Alexis.
26.04.2018
Búið er að draga út í vorhappdrætti handknattleiksdeildar Selfoss árið 2018. Fulltrúar handknattleiksdeildar drógu út 69 vinninga að heildarverðmæti 1.071.590 kr að viðurvist fulltrúa sýslumanns.Efstu þrír vinningarnir komu á þessi númer
1.
26.04.2018
Selfyssingar sigruðu FH með tveimur mörkum, 36-34 eftir framlengingu í fyrsta leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. Leikurinn var í járnum framan af en FH-ingar sigu fram úr og voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-17, FH náði síðan fimm marka forskoti í byrjun seinni hálfleiks.
25.04.2018
Frjálsíþróttadeild Selfoss óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngsta flokk félagsins. Um er að ræða sumarþjálfun sem hefst í byrjun júní og stendur fram að skólabyrjun. Æfingar eru 2x í viku og eru æfingatímar ákveðnir í samráði við þjálfara. Áhugasamir hafi samband við Sigríði Önnu Guðjónsdóttur í síma 892-7052 eða á E-mailið frjalsar@umfs.is
22.04.2018
Selfyssingar slógu Gróttu úr leik eftir vítaspyrnukeppni. Selfyssingar komust yfir á 13. mínútu leiksins með marki frá Stefáni Ragnari.