01.10.2014
Evrópumótið í hópfimleikum verður haldið á Íslandi dagana 15.-18. október. Mótið er stærsti viðburður í fimleikum sem haldinn hefur verið hér á landi og fer fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum í Reykjavík.Á mótinu keppa níu Selfyssingar í þremur mismunandi landsliðum.
30.09.2014
Knattspyrnudeild Selfoss hefur gengið frá ráðningu á Zoran Miljkovich sem þjálfara meistaraflokks karla. Zoran er að góðu kunnur á Selfossi þar sem hann þjálfaði liðið árin 2007 og 2008.Tveir fyrrverandi leikmenn Selfoss, Jón Steindór Sveinsson fyrirliði til margra ára og Sævar Þór Gíslason markahæsti leikmaður Selfoss, verða ásamt Zoran í þjálfarateymi liðsins. Aðstoðarþjálfari verður ráðinn sérstaklega og verður tilkynnt um ráðningu hans á næstu dögum.Zoran Miljkovic er fæddur í Serbíu árið 1965.
30.09.2014
Guðmunda Brynja Óladóttir og Luka Jagacic voru valin leikmenn ársins á glæsilegu lokahófi Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss sem haldið var í Hvítahúsinu á laugardag.Fjöldi viðurkenninga var veittur á lokahófinu.
30.09.2014
Lokahóf yngri flokka knattspyrnudeildar fór fram á laugardag þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur, framfarir og ástundun í sumar.
30.09.2014
Búið er að opna fyrir skráningu í knattspyrnu fyrir tímabilið 2014-2015. Allar skráningar fara í gegnum .Opið er fyrir skráningu í Nóra til og með 14.
29.09.2014
Selfyssingurinn Eva Grímsdóttir hefur gengið til liðs við Selfoss á nýjan leik eftir stutta dvöl hjá Stjörnunni í Garðabæ.Það er mikið fagnaðarefni fyrir Fimleikadeild Selfoss að endurheimta Evu en hún er ein albesta fimleikakona landsins auk þess að vera mikil og góð fyrirmynd yngri iðkenda á Selfossi.Eva keppir fyrir hönd Íslands í fullorðinsflokki kvenna á Evrópumótinu sem fram fer á Íslandi 13.-18.
29.09.2014
Ísak Máni Stefánsson er 16 ára Selfyssingur sem hefur æft með Taekwondodeild Selfoss síðan 2008. Hann hefur einnig tekið þátt í að þjálfa yngri iðkendur deildarinnar.Ísak Máni þreytti svartbeltispróf 1.
29.09.2014
Selfyssingurinn Egill Blöndal lenti í þriðja sæti í -90 kg flokki á Opna sænska unglingameistaramótinu í Stokkhólmi um helgina. Egill, sem er 18 ára og keppti í U21 árs, sigraði þrjár af fjórum viðureignum sínum á mótinu, allar á ippon.Mótið er eitt sterkasta júdómót sem unglingalandslið Íslands keppir á en um 350 keppendur kepptu að þessu sinni frá átta löndum. Íslendingar áttu tíu keppendur á mótinu og af þeim voru þrír Selfyssingar.Auk Egils kepptu Úlfur Böðvarsson og Grímur Ívarsson einnig á mótinu fyrir hönd Íslands.
29.09.2014
Lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu fór fram á JÁVERK-vellinum á laugardag þegar stelpurnar okkar tóku á móti Valskonum.