31.12.2019
Stjórnir og starfsfólk Ungmennafélags Selfoss senda Selfyssingum öllum nær og fjær hugheilar óskir um farsæld á nýju ári og þakka samstarfið á liðnu ári en ársins 2019 verður minnst sem stærsta ársins í tæplega 85 ára sögu félagsins.Við hlökkum til komandi árs og þeirra tækifæri sem það ber í skauti sér.
29.12.2019
Í kvöld, 29. desember frá kl 17:00 - 22:00 verður dúndur afsláttakvöld í flugeldasölu knattspyrnudeildar.Frábærir tertu- og flugeldapakkar á geggjuðu verði!Flugeldasalan er ein af stærstu fjáröflunum knattspyrnudeilar ár hvert og er stór partur í að reka hér á svæðinu öflugt barna- og unglingastarf í knattspyrnu Hlökkum til að sjá ykkur í kvöld Áfram Selfoss.
23.12.2019
Lið Íslandsmeistara Selfoss er tilnefnt sem lið ársins af samtökum íþróttafréttamanna, en ásamt Selfyssingum eru kvennalið Vals í handknattleik og körfuknattleik einnig tilnefnd.
21.12.2019
Anna María Friðgeirsdóttir og Selma Friðriksdóttir skrifuðu í dag undir samninga við knattspyrnudeild Selfoss.Anna María, sem er fyrirliði bikarmeistara Selfoss, framlengdi samning sinn til tveggja ára en Selma skrifaði undir sinn fyrsta samning og gildir hann út tímabilið 2022.„Það er frábært að hafa náð samningum við þessa tvo leikmenn sem eru á ólíkum stað á ferlinum.
20.12.2019
Líkt og undanfarin ár mun Ungmennafélag Selfoss aðstoða við pakkaþjónustu jólasveinanna fyrir þessi jól en jólasveinarnir hafa lengi séð um að bera út pakka á Selfossi á aðfangadagsmorgun milli kl.
20.12.2019
Dregið var í árlegu jólahappadrætti knattspyrnudeildar fimmtudaginn 19. desember við hátíðlega athöfn í félagsheimilinu Tíbrá við Engjaveg.Í ár voru gefnir út 3.500 miðar, aldrei hafa verið gefnir út svo margir miðar áður og seldust þeir allir á mettíma.Happadrættið er stór hluti af fjáröflun ungra iðkenda fyrir knattspyrnumót komandi sumars.Vinningsnúmerin í ár:.
19.12.2019
Þeir Ísak Gústafsson og Tryggvi Þórisson voru valdir í 16 manna leikmannahóp U-18 ára landsliðsins sem fer á Sparkassen Cup í Þýskalandi á milli jóla og nýárs.
16.12.2019
Sigríður Ósk Harðardóttur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fimleikadeildar Selfoss.Sigríður Ósk er öllum hnútum kunnug í fimleikaheiminum.
16.12.2019
HSK mótið í júdó fyrir 12-15 ára var haldið í Sandvíkursalnum í seinustu viku. Vésteinn Bjarnason og Claudiu Sohan báru sigur úr bítum í sínum flokkum.Claudiu Sohan og Sara Nugig Ingólfsdóttir fengu verðlaun fyrir ástundun og framfarir.