Fréttir

Flugeldasala knattspyrnudeildar

Flugeldasala knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður í félagsheimilinu Tíbrá við íþróttavöllinn við Engjaveg.Opið verður sem hér segir:28.

Ragnar Jóhannsson kemur heim

Örvhenta skyttan Ragnar Jóhannsson hefur samið við Handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Ragnar er Selfyssingum að góðu kunnur og þarf vart að kynna.

Jólakveðja frá Ungmennafélagi Selfoss

Ungmennafélag Selfoss óskar Selfyssingum og Sunnlendingum öllum gleðilegra jóla. Við vonum að landsmenn hafi það sem allra best á hátíð ljóss og friðar og njóti samveru með sínum nánustu.

Fréttabréf UMFÍ - Jólakveðja

Framhald á samstarfi við SS

Sláturfélag Suðurlands og handknattleiksdeild Selfoss hafa framlengt samstarfssamningi sín á milli, en Hafþór Úlfarsson, deildarstjóri markaðsdeildar SS skrifaði undir samninginn fyrir hönd SS og Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar fyrir hönd Selfoss.

Hrafn og Sara efnilegust

Sara Nugig Ingólfsdóttir og Hrafn Arnarsson úr júdódeild Umf. Selfoss eru efnilegasta júdófólk ársins 2020. Þetta var tilkynnt á lokahófi Júdósambands Íslands sem var haldið á laugardag.

Fréttabréf UMFÍ

Dregið í jólahappadrætti knattspyrnudeildar 2020

Dregið var í árlegu jólahappadrætti knattspyrnudeildar í gær, föstudaginn 18. desember, við hátíðlega athöfn í félagsheimilinu Tíbrá við Engjaveg.Aðalvinningurinn kom á miða númer 2.139.

Áskorun vegna íþróttastarfs iðkenda á framhaldsskólaaldri

Í áskorun frá íþróttahreyfingunni er fagnað þeim tilslökunum sem gerðar eru í nýrri reglugerð um íþróttastarf en lýst þungum áhyggjum af unglingunum á framhaldsskólaaldri. Hér að neðan er áskorun frá íþróttahéruðunum vegna íþróttastarfs fyrir iðkendur á framhaldsskólaaldri.

Selfoss – Jólakúlan 2020

Þriðjudaginn 15. desember kl. 17.00-20.00 mun mfl. kvenna í knattspyrnu vera með Selfoss jólakúluna til sölu í Tíbrá. Allir velkomnir.Á sama tíma munu vera afhentar pantanir til þeirra sem hafa nú þegar pantað sína kúlu. Posi verður á staðnum – ATH.