01.11.2016
Knattspyrnudeild Selfoss samdi í dag við vængmanninn James Mack III og framlengdi hann samning sinn við deildina um eitt ár.Mack, eða JC eins og hann er kallaður, var markahæstur og stoðsendingahæstur hjá Selfossliðinu í Inkasso-deildinni í sumar.
01.11.2016
Handknattleiksdeild Hauka kallaði Grétar Ara Guðjónsson heim úr láni með stuttum fyrirvara á mánudag. Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss varð að hafa snöggar hendur enda lokaði félagsskiptaglugginn á mánudagskvöldið en eins og gefur að skilja er afar mikilvægt að hafa tvo öfluga markverði innan sinna herbúða.Selfoss samdi við Einar Ólaf Vilmundarson um að ganga til liðs við félagið og er hann með samning til loka maí 2017.
01.11.2016
Á dögunum skrifaði bakvörðurinn Þorsteinn Daníel Þorsteinsson undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Þorsteinn Daníel er 22 ára gamall og er uppalinn á Selfossi.
01.11.2016
Nú á dögunum kom Heiðar yfirþjálfari og hélt námskeið fyrir þjálfara knattspyrnudeildarinnar. Hann leiddi þá í gegnum aðferðir tækniþjálfunar eftir þeirra hugmyndafræði og því næst var haldið út og tók hópurinn góða æfingu saman undir handleiðslu Heiðars.Virkilega flott framtak hjá deildinni sem er alltaf að leita eftir að bæta gæði í þjálfun yngri leikmanna sinna. .
31.10.2016
Selfoss sótti tvö stig á Ásvelli á laugardag þegar liðið mætti Haukum í spennuþrungnum leik Olís-deildinni og hafði sigur með einu marki, 27-28.Leikurinn var hin besta skemmtun og var jafnt á fyrstu tölum.
28.10.2016
Selfoss og ÍBV mættust í Vallaskóla í annað skiptið á fimm dögum í 9. umferð Olís-deildarinnar í gær en aðeins munaði einu stigi á milli liðanna fyrir leikinn.Eyjamenn leiddu fyrstu mínútur leiksins með einum til tveim mörkum en í stöðunni 7-9 tóku heimamenn við sér og leiddu þeir í hálfleik 20-15.Í síðari hálfleik héldu Selfyssingar áfram að bæta í og leiddu á tímabili með níu mörkum, 29-20.
26.10.2016
Gestur okkar á „Matnum hennar Möggu" föstudaginn 28. október kl. 12:00 verður félagi okkar Magnús Tryggvason, sem ætlar að segja okkur frá ævintýrum sínum á Ólympíuleikunum í Ríó þar sem hann fylgdi íslenska sundfólkinu eins og skugginn meðan á leikunum stóð.Magnús hefur frá mörgu merkilegu að segja af þjálfaraferli þínum bæði hjá Selfoss og landsliðinu en á morgun fjallar hann sérstaklega um Ólympíuleikana í sumar og möguleika þessa framúrskarandi sundfólks sem við eigum nú.Tekið er við skráningum í matinn hennar Möggu á netfangið og síma 894-5070 til miðnættis í kvöld, fimmtudaginn 27.
25.10.2016
Þrír leikmenn kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu skrifuðu í dag undir samning við félagið. Allar sömdu þær til tveggja ára.
Þetta eru þær Bergrós Ásgeirsdóttir, Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir og Dagný Rún Gísladóttir sem allar eru 19 ára gamlar.
Bergrós spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2015 en hún stimplaði sig inn sem lykilmaður í liði Selfoss í Pepsi-deildinni í sumar og spilaði 18 leiki í deild og bikar.
25.10.2016
Grétar Ari Guðjónsson, markvörður Selfyssinga, er einn þriggja nýliða í sem Geir Sveinsson landsliðsþjálfari valdi fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM í handbolta 2018.Þrír aðrir Selfyssingar eru í hópnum.