Fréttir

Silfurleikar ÍR - þrautabraut hjá þeim yngstu

Selfoss àtti tvö lið í þrautarbraut à Silfurleikum ÍR þar sem krakkarnir spreyttu sig í àtta mismunandi þrautum, eins og skutlukasti, sippi og boðhlaupi.

Hallgerður með mestu bætinguna

Sunnudaginn 17. nóvember var árlegt Unglingamót HSK í sundi haldið í Sundhöll Selfoss. Mótið er fyrir 14 ára og yngri en keppendur á aldrinum 11-14 ára synda til stiga fyrir félagið sitt.

Selfoss lá gegn toppliðinu

Það var við ramman reip að draga þegar Selfoss heimsótti Stjörnunna í Olísdeildinni á laugardag. Ungt og afar efnilegt lið Selfyssinga mátti sín lítils gegn toppliði deildarinnar og skoraði aðeins fimm mörk í fyrri hálfleik í Garðabænum.

Veglegir styrkir til Selfoss

Alls fengu 19 verkefni á vegum Umf. Selfoss styrk úr Verkefnasjóði HSK en úthlutað var úr sjóðnum fyrir árið 2013 í lok október.

Landsliðsæfingar U19

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið Hrafnhildi Hauksdóttur, Karitas Tómasdóttur og Katrínu Rúnarsdóttur leikmenn Selfoss á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara í Kórnum og Egilshöll helgina 24.-25.

Hergeir og Ómar Ingi fara til Þýskalands

Einar Guðmundsson og Sigursteinn Arndal völdu tvo leikmenn Selfoss, Hergeir Grímsson og Ómar Inga Magnússon, í 16 manna hóp U18 ára landsliðsins sem tekur þátt á æfingamóti í Þýskalandi milli jóla og nýárs.

HSK met og 10 verðlaun

Á laugardaginn tóku krakkar úr frjálsíþróttadeild Selfoss þátt í Silfurleikum ÍR í Laugardalshöllinni í Reykjavík.  Keppendur á mótinu voru 772 talsins og skráningar 2.271, mótið verður stærra með hverju ári og frábært að sjá hvað frjálsar íþróttir njóta mikilla vinsælda nú.  Okkar krakkar 11-17 ára stóðu sig rosalega vel á mótinu og mikið var um bætingar.

Halla María og Teitur Örn með gullverðlaun

Laugardaginn 16. nóvember s.l. fóru fram Silfurleikar ÍR, eitt fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins. En þar etja kappi börn og unglingar á öllu landinu, 17 ára og yngri.  Metþátttaka var að þessu sinni eða 730 keppendur frá 29 félögum.

Sveitakeppni seniora

Um helgina tekur sveit Selfoss þátt í Sveitakeppni í júdó. Keppnin fer fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 16. nóvember og hefst kl.

Silfurleikar ÍR

Nærri 50 Selfyssingar eru skráðir til leiks á Silfurleika ÍR sem fram fara í Laugardalshöll um helgina. Þetta er eitt fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins sem haldið er til að minnast silfurverðlauna Vilhjálms Einarssonar á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956.