13.05.2013
Vel heppnað lokahóf handknattleiksdeildarinnar fór fram í Hvíta húsinu, laugardaginn 4. maí. Grímur Hergeirsson handboltakempa, stýrði samkomunni af stakri snilld en boðið var upp á heimatilbúin og aðkeypt skemmtiatriði, haldið var uppboð og dregið var í happdrætti en í boði voru margir mjög veglegir vinningar.
12.05.2013
Síðasti dagur Vormóts FSÍ í hópfimleikum kláraðist í dag með keppni í 3.flokki. Átján lið voru mætt til keppni í kvennaflokknum og átti Fimleikadeild Selfoss þrjú lið þar af.
11.05.2013
Annar dagur Vormóts Fimleikasambandsins fór fram í Vallaskóla í dag. Í morgun var keppt í opnum flokki sem er flokkur 15 ára og eldri.
11.05.2013
Vormót Fimleikasambands Íslands fer vel af stað en keppt er í íþróttahúsi Vallaskóla alla helgina. Í kvöld var keppt í 4.flokki kvenna og 2.flokki karla.
10.05.2013
Um helgina stendur yfir bæjar- og menningarhátíðin Vor í Árborg. Ungmennafélagið tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti og má þar nefna að fyrsti knattspyrnuleikur sumarsins á Selfossvelli fór fram í gær þegar heimamenn tóku á móti norðanmönnum í KA.
10.05.2013
Íslandsmót Garpa (IMOC) fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði 3. – 4. maí 2013. Frá UMFSelfossi tóku þátt fimm keppendur: Sigmundur Stefánsson í flokki 60-64 ára, Hrund Baldursdóttir í flokki 45-49 ára, Gunnar Þór Gunnarsson í flokki 40-44 ára, Ægir Sigurðsson og Sigurlín Garðarsdóttir í flokki 35-39 ára, Stefán Reyr Ólafsson í flokki 30-34 ára og frá Hamri keppti Magnús Tryggvason í flokki 45-49 ára.
08.05.2013
Fimleikadeild Selfoss gefur út vormótsblað í tengslum við Vormót Fimleikasambands Íslands sem haldið er á Selfossi um helgina. Blaðið er borið út í hús í Sveitarfélaginu Árborg en einnig fá áhorfendur á mótinu eintak.
05.05.2013
Aldursflokkamót HSK fór fram á Hvolsvelli sunnudaginn 5. maí. 45 keppendur frá fimm félögum mættu á bakkann í útilauginni. Besta afrek mótsins vann Þórir Gauti Pálsson frá Selfossi í 100m skriðsundi og loksins, eftir margra ára bið, vann lið Selfoss mótsbikarinn með 185 stig.