Fréttir

Leikmenn skrifa undir samninga

Í vikunni skrifuðu nokkrir leikmenn undir samning við Handknattleiksdeild Selfoss. Þetta eru þeir Andri Már Sveinsson og Örn Þrastarson sem eru að stíga upp eftir meiðsli.

Viltu hlaupa í Friðarhlaupinu?

Friðarhlaupið óskar eftir þátttakendum til að hlaupa í gegnum Selfoss. Það er mæting við Toyota á Selfossi kl. 12:50 á laugardag og verður hlaupið í miðbæjargarðinn þar sem tré verður gróðursett.

Nýjir búningsklefar teknir í notkun

Ný og glæsileg aðstaða var tekin í notkun á Selfossvelli sl. föstudag. Um er að ræða sex búningsklefa, salerni fyrir áhorfendur og gesti auk aðstöðu fyrir starfsmenn og dómara.

Vorfagnaður sunddeildar

Vorfagnaður sunddeildarinnar var haldinn í Hellisskógi í byrjun júní. Þar var sundfólki veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur á tímabilinu.

Svekkjandi töp í Pepsi deildinni og Borgunarbikarnum

Það var í nógu að snúast hjá stelpunum okkar í seinustu viku og máttu tvö af bestu liðum landsins prísa sig sæl að fara heim með sigur í farteskinu.Á þriðjudag mættu margfaldir Íslands- og bikarmeistarar Vals á Selfossvöll og höfðu að lokum eins marks sigur að loknum framlengdum leik.

Frábær árangur Fjólu Signýjar á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg

Smáþjóðleikarnir í Lúxemborg voru fyrsta mót Fjólu Signýjar í sumar. Hún hóf keppni í 100 m. grind þar sem hún gerði sér lítið fyrir og hljóp á tímanum 14,41 sek.

Selfoss HSK meistari 11-14 ára

Aldursflokkamót HSK, 11-14 ára, var haldið í Þorlákshöfn á laugardaginn 15.júní. Selfoss fór með 21 krakka á mótið og stóðu þau sig frábærlega.

Skráning í fimleika fyrir haust 2013 hafin

Skráning í fimleika á haustönn er hafin inná vefnum selfoss.felog.is  Skráningarfrestur er til 24. ágúst en eftir það verða börn tekin inn á biðlista ef fullt er inní hópana.

Glötuð tækifæri á Húsavík

Strákarnir lögðu land undir fót og mættu Völsungi á Húsavík um seinustu helgi. Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir aragrúa marktækifæra vildi boltinn ekki í netið og endaði leikurinn með markalausu jafntefli.

Heims- og ólympíumeistarar Noregs á Selfossi

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir heims- og ólympíumeisturum Noregs í vináttuleik í Vallaskóla á Selfossi þriðjudaginn 18.