Fréttir

Sannfærandi sigur á Skagastúlkum

Í gær mættu stelpurnar ÍA á JÁVERK-vellinum og höfðu sanngjarnan sigur 3-1. Enn á ný voru Guðmunda og Dagný á skotskónum auk þess sem Celeste Boureille skoraði lokamark Selfoss seint í leiknum.Selfoss er nú um miðja deild með 6 stig og mætir næst Breiðablik á Kópavogsvelli þriðjudaginn 10.

Þrautseigja í Kórnum

Strákarnir sýndu mikla þrautseigju þegar þeir mættu HK í Kórnum í gær. HK komst yfir strax í upphafi leiks og þrátt fyrir stórsókn okkar manna eftir það tókst þeim ekki að jafna fyrr en Magnús Ingi Einarsson skoraði með seinustu spyrnu leiksins.Næsti leikur strákanna er mánudaginn 9.

Sumarnámskeið Fimleikadeildar Selfoss

Sumarnámskeið Fimleikadeildar Selfoss hefjast þriðjudaginn 10. júní. Námskeiðin eru viku í senn og er kennt virka daga frá 13:00-15:30.

Úrslit í sjötta Grýlupottahlaupinu 2014

Sjötta og síðasta Grýlupottahlaup vetrarins fór fram í hvassviðri laugardaginn 31. maí. Dræm þátttaka var í hlaupinu en aðeins 75 hlauparar hlupu í mark.Bestum tíma hjá stelpunum náði Helga Margrét Óskarsdóttir á tímanum 3,31 mín og hjá strákunum var Daði Arnarsson fljótastur á tímanum 2,47 mín.Laugardaginn 7.

Líf og fjör hjá yngstu krökkunum

Það er búið að vera líf og fjör á frjálsíþróttaæfingum í vetur hjá yngstu börnunum.Börnin æfðu frjálsar af kappi og kepptu einnig á nokkrum mótum eins og Bronsleikum, Silfurleikum og Héraðsleikum HSK en auk hefðbundinnar frjálsíþróttaþjálfunar hefur ýmislegt verið brasað.

Taekwondoæfingar í sumar

Það verða taekwondoæfingar á þriðjudögum og fimmtudögum í júní.Æfingar fyrir 12 ára og yngri verða kl. 18:00 þriðjudaga og fimmtudaga.Æfingar fyrir 13 ára og eldri verða kl.