06.05.2015
Selfyssingar hafa samið við þrjá nýja leikmenn en það eru þeir Sindri Pálmason, Denis Sytnik og Ragnar Þór Gunnarsson.Sindri Pálmason hefur gengið til liðs við Selfyssinga á nýjan leik frá danska félaginu Esbjerg en hann fór til danska liðsins frá Selfossi í byrjun árs 2014. Sindri hefur spilað með unglingaliði Esbjerg en þessi 19 ára gamli leikmaður snýr aftur á Selfoss þar sem hann sá ekki fram á að fá tækifæri með aðalliðinu eins og greint var frá á . Sindri mun styrkja lið Selfyssinga til muna en hann lék þrjá leiki með liðinu í 1.
06.05.2015
Það var mikið um dýrðir hjá handboltafólki um liðna helgina þegar glæsilegt lokahóf deildarinnar var haldið á Hótel Selfoss. Heimamennirnir Jóhannes Snær Eiríksson og Grímur Hergeirsson stýrðu samkomunni og meistaraflokkarnir sáu um skemmtiatriði.
05.05.2015
Eins og fram hefur komið á heimasíðu félagisns hefur Ungmennafélag Selfoss gengið frá samningi við Namo ehf. heildsölu og verslun sem býður upp á Jako íþróttavörumerkið.
05.05.2015
Landskeppnin rúllar af stað í þrettánda sinn miðvikudaginn 6. maí. Hægt verður að skrá sig til leiks allt þar til keppninni lýkur.
04.05.2015
Fyrri hluti árlegs minningarmóts um Magnús Arnar Garðarsson var haldið með glæsibrag sunnudaginn 3. maí í íþróttahúsi Vallaskóla.Iðkendur frá 8 ára aldri tóku þátt en mótið er uppskera iðkenda eftir strangar æfingar vetrarins.
04.05.2015
Landsbankamótið í handbolta fór fram helgina 24.-26. apríl en á mótinu kepptu 873 keppendur í 7. flokki drengja og stúlkna í 179 liðum frá 17 félögum auk þess sem fjöldi þjálfara og foreldra tók þátt en gera má ráð fyrir að vel yfir 2.000 manns hafi sótt Selfoss heim um helgina gagngert vegna mótsins.Spilaðir voru rúmlega 500 handboltaleikir á sex völlum í íþróttahúsi Vallaskóla og Iðu frá föstudegi til sunnudag.
02.05.2015
Stelpurnar okkar í 3. flokki mættu Fylki í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Kaplakrika í gær.Það var á brattann að sækja fyrir okkar stelpur strax frá upphafi leiks og réðu þær afar illa við mann leiksins, Theu Imani Sturludóttur, sem skoraði helming marka Fylkis í leiknum.
01.05.2015
Héraðsmót HSK í sundi verður haldið í Hveragerði þriðjudaginn 12. maí 2015. Upphitunhefst kl. 17:15 og keppni kl. 18:00. Skráningar skulu berast á skrifstofu HSK í síðasta lagi kl.
01.05.2015
Aðalfundur Frjálsíþróttaráðs HSK verður haldinn í Selinu á Selfossi miðvikudaginn 6. maí nk. kl. 20:00. Til aðalfundar er boðið fulltrúum frá aðildarfélögum Frjálsíþróttaráðs HSK og stjórn HSK.