Fréttir

Tap í lokaumferðinni

Selfyssingar sóttu Þróttara heim í lokaumferð 1. deildar um seinustu helgi. Það var fátt um fína drætti í leiknum sem fór fram við afar erfiðar aðstæður í roki og rigningu í Laugardalnum.Þróttarar skorðuðu eina mark leiksins en annars bar helst til tíðinda í leiknum að Sigurður Eyberg Guðlaugsson heillaði áhorfendur upp úr skónum með íþróttamannslegri framkomu svo þeir sungu fyrir hann í hvert skipti sem hann fékk boltann.

Hreyfivika í Sveitarfélaginu Árborg

Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í eða MOVE WEEK dagana 21.–27. september. Ýmsir viðburðir og tilboð verða í gangi í sveitarfélaginu í tilefni af vikunni.Frítt í sundlaugar Árborgar 21.

Kristinn Þór til liðs við Selfoss

Kristinn Þór Kristinsson einn fremsti millivegalengdar hlaupari landsins hefur skipt yfir í Umf. Selfoss og gengið til liðs við Frjálsíþróttadeild félagsins.Kristinn er í dag fremsti  800 metra hlaupari landsins og hefur náð góðum árangri í þeirri vegalengd undanfarin ár.

Dagný og Matthew best hjá Selfoss

Glæsilegt lokahóf Knattspyrnudeildar Selfoss fór fram í Hvítahúsinu sl. laugardag þar sem m.a. voru veitt verðlaun fyrir góða framistöðu leikmanna í sumar.

Stjarnan sneri á Selfyssinga

Það var stórleikur í fyrstu umferð 1. deild karla þegar Selfoss sótti Stjörnuna heim í Garðabæ síðastliðinn föstudag en liðunum er spáð toppsætum deildarinnar.Strákarnir okkar hófu leikinn af krafti og komumst í 1-4 áður en heimamenn sneru taflinu við og skoruðu sjö mörk gegn einu marki Selfyssinga.

Selfosssigur á KA/Þór

Selfoss mætti KA/Þór í öðrum leik sínum í Olísdeild kvenna í dag. Jafnt var á tölum framan af en að loknum 15 mínútum var Selfoss komið með 8-5 forskot sem þær létu ekki af hendi allan leikinn.

Spáð í spilin fyrir Íslandsmótið í handbolta

Spá þjálfara, fyrirliða og formanna liðanna sem taka þátt í Íslandsmótunum í handknattleik um röð liðanna var kynnt í seinustu viku á kynningarfundi deildanna.

Lokahóf knattspyrnudeildar

Lokahóf Knattspyrnudeildar Selfoss verður haldið í Hvítahúsinu laugardaginn 19. september.Þar fagna konur og karlar í meistaraflokki og 2.

Dagný í landsliðsverkefnum

Dagný Brynjarsdóttir leikmaður Selfoss er í íslenska landsliðshópnum sem sem mætir Slóvakíu í vináttuleik á Laugardalsvelli í dag, 17.

Bláa fjöðrin - Fjöður sem vegur þungt

Næstu daga munu eldri iðkendur handknattleiksdeildar Selfoss selja Bláu fjöðrina sem er landssöfnun á vegum Bláa naglans.Leikmenn munu standa vaktir í Bónus, Krónunni, Nettó, Húsasmiðjunni, Byko og Vínbúðinni á Selfossi frá miðvikudegi til laugardags auk þess sem gengið verður í hvert einasta hús á Selfossi á sunnudagskvöld og fólki boðið að kaupa „Fjöður sem vegur þungt".