Fréttir

Mix lið Selfoss með gull á GK mótinu

GK mótið í hópfimleikum fór fram á Selfossi í dag fyrir fullu húsi áhorfenda. Á mótinu var keppt í meistaraflokki A og 1. flokki A.

Fréttabréf UMFÍ

Allar æfingar falla niður hjá Umf. Selfoss föstudaginn 14. febrúar

Í ljósi þess að Almannavarnir hafa gefið út rauða veðurviðvörun fyrir Suðurland á morgun falla allar æfingar hjá Umf. Selfoss niður á morgun, föstudaginn 14.

Aðalfundur júdódeildar 2020

Aðalfundur júdódeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá fimmtudaginn 20. febrúar klukkan 20:30.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Júdódeild Umf.

Tiffany McCarty í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska leikmanninn Tiffany McCarty og mun hún leika með kvennaliði félagsins í sumar. McCarty er 29 ára framherji sem hefur stærstan hluta ferilsins leikið í bandarísku atvinnumannadeildinni, með Washington Spirit, Houston Dash og FC Kansas City.

Allt besta fimleikafólk landsins á Selfossi

GK-mótið í hópfimleikum fer fram á Selfossi laugardaginn 15. febrúar. Selfyssingar eiga tvö lið á mótinu í unglingaflokki en á mótinu keppa A-lið í fullorðins- og unglingaflokki og munum við því sjá allt besta fimleikafólk landsins sýna listir sínar.Mótið er fyrra mótið af tveimur sem gildir til stiga í úrtöku fyrir Norðurlandamót unglinga sem fram fer í Danmörku 18.

Frjálsíþróttadeildin er til fyrirmyndar

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Selfoss fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 6. febrúar. Á fundinum voru veittar viðurkenningar til iðkenda fyrir árangur seinasta árs auk þess sem stjórn deildarinnar var að langmestu leyti endurkjörin.

Eva María sjöunda á NM

Norðurlandamótið í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Finnlandi um helgina. Ísland tefldi fram sameiginlegu liði með Danmörku gegn liðum frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.

Skellur gegn Fjölni

Stelpurnar töpuðu fyrir Fjölni á útivelli í gær með einu marki í hádramatískum leik, 22-21.Allt var í járnum í upphafi leiks og jafnt var á öllum tölum.  Selfoss steig þó á bensíngjöfina um miðbik fyrri hálfleiks og leiddi í hálfleik með þremur mörkum, 7-12.  Áfram héldu stelpurnar að raða inn mörkum og voru komnar mest níu mörkum yfir, 11-20.

Tvö stig sótt norður

Selfoss gerði góða ferð norður á land og sóttu tvö stig er þeir unnu KA með fimm marka mun, 26-31.Akureyringar byrjuðu leikinn af krafti og vörn Selfyssinga var jafnframt á hælunum.  KA komust því snemma yfir í leiknum og virtust vera að fara sigla lengra fram úr.  Ungur markmaður Selfoss, Alexander Hrafnkelsson, tók nokkra góða bolta á meðan liðið náði að stilla sig af.  Fyrri hálfleikur var jafn eftir það.  Staðan í hálfleik 13-14Vörn gestanna af flatlendinu þéttist en frekar í síðari hálfleik og sigu Selfyssingar hægt og bítandi fram úr.  Að endingu nokkuð sigur, 26-31.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 11/2, Einar Sverrisson 5/1, Atli Ævar Ingólfsson 4, Magnús Öder Einarsson 4, Alexander Már Egan 3, Guðni Ingvarsson 2, Ísak Gústafsson 1, Hannes Höskuldsson 1.Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 20 (45%%)Nánar er fjallað um leikinn á , og.Stelpurnar eiga næsta leik, en þær mæta Fjölni í Grafarvoginum í dag, sunnudag, kl.