Fréttir

Ragnarsmótið hefst á morgun

Ragnarsmótið í handbolta verður haldið í 32. skiptið, en mótið er eitt elsta og virtasta æfingamót á Íslandi.Mótið fer fram í Hleðsluhöllinni og verður mótið tvískipt eins og undanfarin ár.

Þrettán ára Íslandsmeistari í U17 ára flokki

Hin þrettán ára gamla Bergrós Björnsdóttir, Umf. Selfoss, gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í ólympískum lyftingum í flokki 17 ára og yngri á Íslandsmeistaramóti unglinga sem fram fór í Kópavogi í lok júlí. Bergrós, sem var lang yngsti keppandi mótsins, tók 60 kg í snörun og 71 kg í jafnhendingu og náði því 171,4 Sinclairstigum.

Handboltaæfingar hefjast 17. ágúst

Handboltaæfingar yngri flokka hefjast mánudaginn 17. ágúst, og auglýstir á samfélagsmiðlum.Handknattleiksdeild Umf. Selfoss leggur mikla áherslu á að hafa vel menntaða og reynslumikla þjálfara og hefur verið mikill stöðugleiki í mannaráðningum undanfarin ár.

Kveðja frá Knattspyrnudeild Umf. Selfoss

Knattspyrnudeild Ungmennafélags Selfoss kveður í dag einn af sínum sterkustu félagsmönnum. Einar Jónsson var leikmaður Selfoss um langt árabil, fyrirliði, þjálfari, stjórnarmaður og leiðtogi innan vallar sem utan. Ferill Einars sem knattspyrnumaður á Selfossi var glæsilegur.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn ágústmánaðar eru þau Rakel Ingibjörg Ívarsdóttir og Atli Dagur Guðmundsson. Rakel Ingibjörg er leikmaður 6. flokks kvenna, er með jákvætt hugarfar og hvetur liðsfélaga mikið áfram.

Fréttabréf UMFÍ