Fréttir

Perla og Hanna framlengja við Selfoss

Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hafa framlengt samninga sína við Selfoss til tveggja ára.

Öruggur sigur í fyrsta leik

Selfoss vann öruggan sigur á Stjörnunni, 33-25 í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn og leiddu í hálfleik með fimm mörkum, 15-10.

Jafnt í Hafnarfirði

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu gerði 2-2 jafntefli við Hauka á útivelli í B-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu á Gaman ferða vellinum í Hafnarfirði.Magdalena Reimus og Halla Helgadóttir komu selfyssingum í 2-0 með mörkum á 22.

Sláturfélag suðurlands heldur áfram að styrkja knattspyrnu á Selfossi

Í gær var undirritaður nýr samstarfssamningur milli knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og SS sem gildir út árið 2019Knattspyrnudeildin heldur á hverju ári stór sumarmót fyrir stráka og stelpur á Selfossi þar sem boðið er uppá grillaðar pylsur fyrir keppendur og mótsgesti þar sem vörur frá SS eru í aðalhlutverki. Stærstu starfstöðvar SS eru á suðurlandi og er mikil ánægja með áframhaldandi samstarf við fyrirtæki í heimabyggð.Pylsa er óopinber þjóðarréttur íslendinga og hvetjum við alla að skella sér í næstu bílalúgu og ná sér í eina með öllu.        Mynd: Jón Steindór Sveinsson formaður knattspyrnudeildar Umf.

Vorhappadrætti handknattleiksdeildar

Hafin er sala miða í vorhappadrætti handknattleiksdeildar Selfoss. Vinningar eru af fáheyrðum gæðum og heildaverðmæti rúmlega ein milljón króna.Um er að ræða eina stærstu fjáröflun deildarinnar og því hvetjum við alla til að taka vel á móti iðkendum sem verða á ferðinni í net- og raunheimum næstu tvær vikur.

Guðjónsdagurinn 2018

Laugardaginn 7. apríl síðastliðinn hélt knattspyrnudeildin upp á Guðjónsdaginn og fór Guðjónsmótið, firmamót í knattspyrnu fram í íþróttahúsinu Iðu.Hátt í 20 lið voru skráð til leiks og var mótið frábært í alla staðiHávarðr Ísfirðingur sendi syni sína til leiks og stóðu þeir uppi sem sigurvegarar eftir æsispennandi úrslitaleik við Team 84.Hið margverðlaunaða lið Myrru endaði mótið í 3.

Selfyssingar í eldlínunni með landsliðinu

Það er í nógu að snúast hjá Selfyssku landsliðsfólki í handbolta eins og svo oft áður. Sex Selfyssingar léku með A-landsliði karla um helgina í Gulldeildinni, æfingamóti sem haldið var í Noregi.

Bikarkeppni FRÍ | Kristinn Þór bikarmeistari

Laugardaginn 10. mars sl. fór fram Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands í fullorðinsflokki, í Kaplakrika. Keppt var í átta greinum í karla og kvennaflokki.

Anna María framlengir til tveggja ára

Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Selfoss, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss til tveggja ára. Anna María, sem er 26 ára gömul, er leikjahæsta knattspyrnukona félagsins frá upphafi en hún hefur leikið 215 meistaraflokksleiki fyrir Selfoss frá árinu 2009, þar af 80 í Pepsi-deildinni.  Anna María tók við fyrirliðabandinu á Selfossi á síðasta keppnistímabili þegar Selfoss lék í 1.

Landsbankinn styrkir handboltann með stolti

Landsbankinn og Handknattleiksdeild Umf. Selfoss framlengdu á dögunum samstarfssamning sinn um rúmlega eitt ár. Markmið samningsins er að efla íþrótta- og forvarnarstarf handknattleiksdeildar Selfoss. Landsbankinn hefur verið aðalstyrktaraðili handknattleiksdeildarinnar um árabil og er deildin gríðarlega ánægð með að samninginn og vonar að samstarfið verði farsælt líkt og síðustu ár.   Mynd: Einar Sindri Ólafsson og Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson frá handknattleiksdeild Selfoss og Gunnlaugur Sveinsson og Helga Guðmundsdóttir frá Landsbankanum á Selfossi.