Fréttir

Amanda áfram yfirþjálfari í sundi

Í síðustu viku var gengið frá ráðningu Amöndu Marie Ágústsdóttur sem yfirþjálfari hjá Sunddeild Selfoss. Amanda kom til starfa hjá sunddeildinni síðasta vetur og var mikil ánægja með störf hennar.

Sætur sigur Selfyssinga á Sauðárkróki

Selfoss vann sætan sigur á botnliði Tindastóls á Sauðárkróki í 1. deildinni á föstudag.Selfyssingar voru allan tímann sterkari aðilinn í leiknum og kláruðu leikinn í fyrri hálfleik.

Góður árangur í þriðju umferð Íslandsmótsins

Þriðja umferð Íslandsmótsins í mótokrossi fór fram í gær, sunnudaginn 17. ágúst, í blíðskaparveðri eftir að hafa verið frestað deginum áður vegna hvassviðris með öryggi keppenda í húfi.Liðsmenn Mótokrossdeildar Umf.

Sanngjarn sigur á Skaganum

Selfoss vann sanngjarnan sigur á Skagastelpum í gríðarlega erfiðum leik á Akranesi í Pepsi-deildinni í gær.Skagaliðið spilaði þéttan varnarleik sem Selfyssingar áttu í mestu erfiðleikum með að brjóta á bak aftur og var staðan í hálfleik markalaus.

Getraunastarfið hefst á laugardag - 215 milljóna risapottur

Um leið og enski boltinn rúllar af stað rísa Selfoss getraunir úr sumardvalanum.Það er opið hús í Tíbrá félagsheimili Umf. Selfoss alla laugardaga milli kl.

Glæsilegt Brúarhlaup Selfoss

Brúarhlaup Selfoss fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 9. ágúst samhliða bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi. Fjöldi hlaupara og hjólreiðamanna tók þátt en boðið var upp á 10 km, 5 km og 2,8 km hlaup auk 5 km hjólreiða.Kári Steinn Karlsson varð fyrstur í 10 km hlaupi karla á 30,38 mínútum en fyrst kvenna varð Arndís Ýr Hafþórsdóttir á 37,47 mínútum.

Forskráningu í fimleika lýkur í dag

Vekjum sérstaka athygli á að forskráningu í fimleika fyrir veturinn 2014-2015 lýkur á miðnætti í kvöld.Einungis er um forskráningu að ræða svo á eftir að raða börnunum í hópa og finna þeim æfingatíma.

Glæsilegu Olísmóti lokið

Nú fyrir skömmu lauk glæsilegu Olísmóti á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Það var mikið líf og fjör hjá nærri 400 strákum á vellinum alla helgina enda skoruð hvorki fleiri né færri en 816 mörk í 192 leikjum á mótinu.Allar upplýsingar um mótið eru á auk þess sem myndir frá mótinu má finna á .

Sumar Selfossi hjá Umf. Selfoss

Ungmennafélag Selfoss tekur virkan þátt í bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi. Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um þá dagskráliði sem Umf.

Innanfélagsmót Selfoss

Innanfélagsmót Selfoss í frjálsíþróttum verður haldið á Selfossvelli þriðjudaginn 12. ágúst og hefst kl. 18:30.Keppt verður í karla- og kvennaflokkum í 100 m hlaupi, langstökki, kringlu og sleggju auk þess sem keppt verður í sleggjukasti í flokki 15 ára stúlkna.Mótið er opið og því allir velkomnir.