27.08.2014
Búið er að opna fyrir skráningu í júdó fyrir veturinn 2014-2015. Allar skráningar fara í gegnum .Hér má einnig finna upplýsingar um .
21.08.2014
Búið er að opna fyrir skráningar í handbolta og taekwondo í .Stefnt er að því að opna fyrir skráningar í sund og júdó föstudaginn 22.
19.08.2014
Selfyssingarnir Þór Davíðsson og Egill Blöndal ásamt Birni Lúkasi Haraldssyni og Loga Haraldssyni voru í vikulöngum æfingabúðum í Gerlev í Danmörku í lok júlí.Þangað fóru þeir í boði danska júdósambandsins sem endurgalt með því greiðann frá því á síðasta RIG er Júdósamband Íslands bauð nokkrum dönskum keppendum til þáttöku.
04.08.2014
17. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið með glæsibrag á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina og er þetta í þriðja sinn sem Sauðkrækingar halda mótið.
24.07.2014
Skráning á 17. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina er í fullum gangi. Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 27.
10.07.2014
Miðvikudaginn 28. maí fóru tíu júdókappar ásamt Þórdísi Mjöll Böðvarsdóttur fararstjóra og tveimur foreldrum á mót og æfingabúðir í Svíþjóð.
12.06.2014
Norðurlandamótið í júdó 2014 fór fram í Finnlandi helgina 24. til 25. maí og fór stór hópur keppenda frá Íslandi á mótið. Sendir voru 23 íslenskir keppendur í flokkum undir 18 ára, undir 21 ára, kvennaflokkum og fullorðinsflokki.Frá Selfossi fóru fjórir keppendur, Þór Davíðsson, Egill Blöndal ríkjandi Norðurlandameistari í undir 18 ára, Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson. Egill Blöndal sem varð Norðurlandameistari 2013 í flokki undir 18 ára keppti nú í nýjum flokki eða undir 21 árs og var því á fyrsta ári í sínum flokki. Egill stóð sig að vanda frábærlega og barðist til úrslita í -90 kg flokki en varð að sætta sig við annað sæti á minnsta mögulega mun.Nokkuð bar á því að dómarar dæmdu með nokkuð öðrum hætti en okkar menn eru vanir og töpuðust glímur þess vegna.Þór Davíðsson var öflugur að vanda og náði góðum árangri 3.
12.05.2014
Íslandsmót aldursflokka yngri en 21 árs var haldið laugardaginn 3. maí og átti Selfoss 12 keppendur á mótinu. Heildarfjöldi keppenda var 121 frá níu félögum.
06.05.2014
Júdómaðurinn Egill Blöndal var í hóp ellefu framúrskarandi íþróttamanna fengu úthlutað afreksstyrkjum úr Samfélagssjóði Landsbankans í seinustu viku.Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að alls var úthlutað þremur milljónum króna úr sjóðnum.
28.04.2014
Nú hefur fjórði Selfyssingurinn bæst í landsliðshóp Júdósamband Íslands sem keppir á Norðurlandamótinu í Finnlandi 24.-25. maí næstkomandi.Þetta er Þór Davíðsson sem keppir í -100 kg flokki í fullorðinna (seniora) á mótinu.Áður hafði verið tilkynnt um keppendur yngri landsliða þar sem Grímur Ívarsson, Úlfur Böðvarsson og Egill Blöndal voru valdir til þátttöku.Sem fyrr óskum við strákunum til hamingju með árangurinn og góðs gengis á mótinu.Frétt á .