Fréttir

Íslandsmót yngri aldursflokka

Íslandsmót aldursflokka yngri en 21 árs var haldið laugardaginn 3. maí og átti Selfoss 12 keppendur á mótinu. Heildarfjöldi keppenda var 121 frá níu félögum.

Egill hlaut afreksstyrk hjá Landsbankanum

Júdómaðurinn Egill Blöndal var í hóp ellefu framúrskarandi íþróttamanna fengu úthlutað afreksstyrkjum úr Samfélagssjóði Landsbankans í seinustu viku.Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að alls var úthlutað þremur milljónum króna  úr sjóðnum.

Fjórði Selfyssingurinn á NM

Nú hefur fjórði Selfyssingurinn bæst í landsliðshóp Júdósamband Íslands sem keppir á Norðurlandamótinu í Finnlandi 24.-25. maí næstkomandi.Þetta er Þór Davíðsson sem keppir í -100 kg flokki í fullorðinna (seniora) á mótinu.Áður hafði verið tilkynnt um keppendur yngri landsliða þar sem Grímur Ívarsson, Úlfur Böðvarsson og Egill Blöndal voru valdir til þátttöku.Sem fyrr óskum við strákunum til hamingju með árangurinn og góðs gengis á mótinu.Frétt á .

Þrír Selfyssingar á NM

Fyrir páska tilkynnti Júdósamband Íslands um val á landsliðshópi cadett (U18) og juniora (U21) sem keppir á Norðurlandamótinu í Finnlandi 24.-25.

Góður árangur á Vormóti

Vormóti JSÍ í yngri aldursflokkum fór fram laugardaginn 29. mars. Selfoss átti átta keppendur á mótinu sem stóðu sig með mikilli prýði.Í flokki barna (U13) sigraði Krister Andrason í -30 kg flokki og Mikael Magnússon varð þriðji í -46 kg flokki.Í flokki táninga (U15) varð Hrafn Arnarsson þriðji í -55 kg flokki, Bjartþór Böðvarsson varð þriðji í -66 kg flokki og Nikulás Torfason varð fimmti í sama þyngdarflokki.Í flokki unglinga eða cadets (Y17) sigraði Grímur Ívarsson í -90 kg flokki auk þess sem Úlfur Böðvarsson varð í þriðja sæti í sama þyngdarflokki.Í elsta aldurflokknum, flokki juniora vann Selfoss þrefaldan sigur í -100 kg flokki.

Þór öruggur sigurvegari

Þór Davíðsson vann öruggan sigur í -100 kg flokki á Íslandsmótinu sem haldið var í Laugardalshöllinni á laugardag.Þór sigraði með yfirburðum í sínum þyngdarflokki en hann tók einnig þátt í opna flokknum og varð þar í þriðja sæti. Fjórir keppendur frá Umf.

Íslandsmót í júdó

Íslandsmót fullorðinna í júdó verður haldið á morgun, laugardaginn 12. apríl, í Laugardalshöllinni og hefst kl.10.Fimm Selfyssingar keppa á mótinu en það eru Egill Blöndal, Grímur Ívarsson, Trostan Gunnarsson, Þór Davíðsson og Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir.

Júdódeild mótar afreksstefnu

Aðalfundur Júdódeildar Umf. Selfoss var haldinn í Tíbrá 18. mars sl. og mættu á annan tug manns á fundinn.Í skýrslu formanns kom var að öflugt starf fer fram hjá deildinni og eru flestir tímar fullmannaðir.

Aðalfundur Ungmennafélags Selfoss

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2014 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 10. apríl klukkan 20:00.Aðalfundur Umf.

Vormót seniora

Vormót JSÍ fór fram á laugardag í húsakynnum JR og voru keppendur tæplega þrjátíu frá átta félögum en Júdódeild Selfoss átti þrjá keppendur á mótinu.Það er skemmst frá því að segja að Þór Davíðsson sigraði örugglega í -100 kg flokki, Egill Blöndal hafnaði í þriðja sæti í -90 kg flokki en hann tapaði fyrir sigurvegara mótsins í undanúrslitum.