24.07.2014
KSÍ veitti stuðningsmönnum Selfoss viðurkenningu fyrir bestu frammistöðu stuðningsmanna í umferðum 1-9 í Pepsi-deild kvenna. Auk þess voru Dagný Brynjarsdóttir og Celeste Boureille valdar í úrvalslið umferðanna sem kynnt var við sama tækifæri.Fjallað er um afhendingu viðurkenninganna á .
23.07.2014
Um seinustu helgi fór fram 30. Símamót Breiðabliks í Kópavogi en mótið er fyrir stúlkur í 5. til 7. flokki. Er þetta langstærsta og elsta knattspyrnumót sem haldið er fyrir stúlkur á Íslandi.
22.07.2014
Knattspyrnudeild Selfoss í samstarfi við Guðmund Tyrfingsson ehf. býður upp á sætaferðir á undanúrslitaleik Selfoss og Fylkis í Borgunarbikarkeppninni sem fram fer á Fylkisvellinum fimmtudaginn 24.
22.07.2014
Stelpurnar okkar áttu erfiðan útleiki gegn ÍBV í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í gær og fór leikurinn fram í strekkingsvindi.Selfyssingar léku með vindinn í fangið í fyrri hálfleik en tókst þrátt fyrir það að skapa sér nokkur góð marktækifæri.
21.07.2014
Strákarnir léku tvo heimaleiki í seinustu viku og var greinileg batamerki að sjá á leik liðsins og menn tilbúnir sem aldrei fyrr að berjast hvor fyrir annan, félagið og stuðningsmennina.Á þriðjudag fyrir rúmri viku komu Grindvíkingar í heimsókn þar sem ekkkert mark var skorað þrátt fyrir ágæt færi á báða bóga.Lesa má umfjöllun um leikinn gegn Grindavík á vef .Á föstudag voru það svo gulir og glaðir Skagamenn í heimsókn en það var Ingi Rafn Ingibergsson sem sá um að skemma gleði þeirra þegar hann skoraði eina mark leiksins nánast frá miðju vallarins við mikla gleði heimamanna.Góð umfjöllun um leikinn gegn Skagamönnum eru á vef .Það var gaman að sjá að tekist hefur að blása lífi í baráttuanda strákanna en þeir sitja nú í 7.
16.07.2014
Stelpurnar okkar heimsóttu Val á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í 9. umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu í gær.Þrátt fyrir að Valskonur hafi skorað strax í upphafi leiks voru Selfyssingar ávallt sterkari.
15.07.2014
Knattspyrnumennirnir Ágúst Örn Arnarson og Hafþór Mar Aðalgeirsson hafa snúið aftur til sinna félaga. Ágúst kom frá Fjölni á láni í vor og spilaði sex leiki í deildinni fyrir okkur.
14.07.2014
Strákarnir í sameiginlegum 3. flokki Selfoss, Hamars og Ægis í knattspyrnu eru að keppa á Gothia Cup í Svíþjóð þessa vikuna. Á leiðinni út stoppuðu þeir í íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn til að brosa framan í myndavélina.Mótið er eitt stærsta knattspyrnumót heimsins en hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu mótsins eða hreinlega ná sér í smáforrit (app) mótsins.
14.07.2014
KA og Selfoss mættust í 1. deildinni á Akureyri á föstudag og sigruðu norðanmenn með tveimur mörkum gegn engu. KA-menn skoruðu bæði mörk leiksins í fyrri hálfleik án þess að okkar mönnum tækist að svara fyrir sig.Selfoss hefur sigið hægt en örugglega niður töfluna í seinustu leikjum og er sem stendur í 10.
09.07.2014
Selfoss og FH gerðu jafntefli í Pepsi deildinni í gær en síðustu fimmtán mínútur leiksins voru afar fjörugar.Markalaust var í hálfleik hjá liðunum og langt inn í seinni hálfleik.