Atvinnumenn Selfyssinga í heimsókn

Fjórir leikmenn af Selfossi sem í dag eru atvinnumenn í knattspyrnu mættu í Knattspyrnuskóla Selfoss í gær. Þeir heilsuðu upp á þátttakendur ásamt því að gefa góð ráð og eiginhandaráritanir.Leikmennirnir eru (frá vinstri) Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Sarpsborg 08, Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga í Osló, Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Stavangri og Sindri Pálmason, leikmaður Esbjerg í Danmörku.Þeir eru allir búnir að fara í gegnum yngri flokka starf félagsins og eru nú fastamenn í sínum liðum.Mynd: Umf.

Tveir Selfyssingar í eldlínunni með landsliðinu

Selfyssingarnir Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir eru í landsliðshópi Íslands í knattspyrnu sem mætir Möltu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í dag klukkan 18.Dagný lék allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn Dönum á útivelli sl.

Dagný spilaði allan leikinn gegn Dönum

Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði Íslands sem gerði 1-1 jafntefli við Dani í gær í undankeppni HM 2015, en liðin mættust í Vejle í Danmörku.

Leikmenn framtíðarinnar á Pæjumóti TM í Eyjum

Selfoss átti þrjú lið á Pæjumóti TM í Eyjum sem fram fór 12.-14. júní. Liðin stóðu sig gríðarlega vel, barátta og leikgleði í fyrirrúmi.

Magnús Ingi fyrstur að skora hjá Leikni

Selfoss varð fyrst liða í sumar til að finna leiðina að marki Leiknis þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í 1. deild á laugardag.Bæði mörk leiksins komu í síðari hálfleik en það var Magnús Ingi Einarsson sem jafnaði leikinn fyrir Selfyssinga, þegar hann skoraði með skalla, á 78.

Set-mótið á Selfossi

Set-mótið í knattspyrnu var haldið í fyrsta sinn á Selfossi um helgina. Mótið er ætlað fyrir iðkendur á yngra ári í 6. flokki.

Frábær sigur á Breiðabliki

Stelpurnar okkar unnu í gær frábæran sigur á Breiðabliki í Pepsi-deildinni. Lokatölur urðu 2-3 eftir æsispennandi lokamínútur.Breiðablik hafði nokkra yfirburði í upphafi leiks en upp úr miðjum hálfleiknum tóku Selfyssingar öll völd á vellinum.

Frítt á völlinn í Kópavogi í kvöld

Kvennalið Selfoss heimsækir Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu kl. 19:15 í kvöld.Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er frítt inn fyrir alla, börn og fullorðna, í boði Deloitte.

Selfoss í fjórðungsúrslit í fyrsta sinn

Selfoss er komið í fjórðungsúrslit í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Skagakonum sl. föstudag. Mörk Selfyssinga komu hvort í sínum hálfleiknum og voru það landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir sem skoruðu mörkin. Þetta er í fyrsta skipti sem Selfoss kemst í fjórðungsúrslit í bikarnum.Ítarleg umfjöllun um bikarleikinn er á vef .Í hádeginu í dag var dregið í fjórðungsúrslitum og mætir Selfoss ÍBV á JÁVERK-vellinum föstudaginn 27.

Öruggur sigur á Tindastóli

Í gær unnu strákarnir okkar öruggan 3-0 sigur á Tindastóli í 1. deildinni. Selfyssingar höfðu mikla yfirburði í leiknum en gekk erfiðlega að skapa sér opin færi enda fór svo að öll mörk leiksins komu úr föstum leikatriðum.