13.01.2012
Laugardaginn 4. febrúar mun knattspyrnudeild Selfoss standa fyrir Guðjónsdeginum 3. árið í röð, en Guðjónsdagurinn er haldinn til minningar um frábæran félaga og vin, Guðjón Ægi Sigurjónsson. Guðjónsmótið hefst kl. 9:30 um morguninn í Íþróttahúsinu Iðu, Íþróttahúsi Vallaskóla og á skólavellinum við Vallaskóla.
05.01.2012
Meistaraflokkur kvenna á Selfossi var stofnaður haustið 2008. Margar „eldri" kempur mættu á stofnfund ásamt yngri stelpum og þeim sem voru að stíga upp úr 2.
04.01.2012
Knattspyrnuæfingar hjá 8. flokki hefjast aftur eftir jólafrí miðvikudaginn 11. janúar. Æfingar eru í Iðu kl. 17:15-18:00 fyrir stráka og stelpur fædd 2006 og 2007.
03.01.2012
Vegna kulda og jólafrís hefur ekki náðst að þýða klaka af gervigrasvellinum. Iðkendur í knattspyrnu eru því beðnir að fylgjast með á bloggsíðum sinna flokka varðandi æfingar næstu daga.
02.01.2012
Þann 29. desember sl. var skrifað undir nýjan styrktarsamning Íslandsbanka við knattspyrnudeild Umf. Selfoss. Samkvæmt samningnum, sem er sá stærsti sem deildin hefur gert til þessa, verður Íslandsbanki aðalstyrktaraðili deildarinnar næstu tvö árin.
02.01.2012
Í lok desember framlengdi knattspyrnudeild samning við Björn Kristinn Björnsson um að þjálfa meistaraflokk kvenna. Björn Kristinn náði frábærum árangri með liðið á síðasta ári.