Fréttir

Morgunæfingar í sundi

Nú eftir áramót verður bætt við æfingatímum hjá sunddeildinni. Æfingarnar sem bætast við eru mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl.

Guggusund - Ný námskeið að hefjast

Ný námskeið í Guggusundi - ungbarnasundi hefjast fimmtudaginn 9. janúar og föstudaginn 10. janúar.Eftirfarandi námskeið eru í boði:Ungbarnasund fyrir 0-2 ára.Barnasund fyrir 2-4 ára.Sundnámskeið fyrir 4-6 ára.Sundskóli fyrir börn fædd 2008 og eldri.Börn sem eru byrjuð í skóla og vilja/þurfa að bæta við sundkunnáttuna eru velkomin.Skráning og upplýsingar á  og í síma 848-1626.

Félagsskapurinn í hávegum hafður

Tvisvar í viku hittist lítill, fámennur en góðmennur hópur fólks í Sundhöll Selfoss til þess að iðka sundíþróttina sér til skemmtunar.Flestir í hópnum æfðu sund á sínum yngri árum en kjósa að nota sund sem sína hreyfingu.

Bæting hjá Þóri og Kára

Þórir Pálsson og Kári Valgeirsson tóku þátt í Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Þeir kepptu báðir 100 og 200 metra skriðsundi auk þess sem Þórir synti 400 metra skriðsund.

Íslandsmeistaramót í 25 metra laug

Íslandsmeistaramótið í 25m laug verður haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 22.-24. nóvember, samhliða Íslandsmóti ÍF. Tveir keppendur frá Selfossi eru skráðir á mótið.Morgunhlutar mótsins hefjast kl.

Hallgerður með mestu bætinguna

Sunnudaginn 17. nóvember var árlegt Unglingamót HSK í sundi haldið í Sundhöll Selfoss. Mótið er fyrir 14 ára og yngri en keppendur á aldrinum 11-14 ára synda til stiga fyrir félagið sitt.

Unglingamót HSK

Unglingamót HSK í sundi fer fram í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 17. nóvember. Upphitun hefst kl. 9:15 og mót kl. 10:00.Keppnisflokkar eru eftirfarandi:Hnátur og hnokkar eru 10 ára og yngri (2003 og yngri).Sveinar og meyjar eru 11-12 ára (2001 - 2002).Telpur og drengir eru 13-14 ára (1999 -2000).Hver keppandi má synda þrjár greinar til stiga og verðlauna.

Ungbarnasund-Guggusund

Ný námskeið í Guggusundi hefjast fimmtudaginn 31. október og föstudaginn 1. nóvember.Eftirfarandi námskeið eru í boði:Ungbarnasund fyrir 0-2 ára.Barnasund fyrir 2-4 ára.Sundnámskeið fyrir 4-6 ára.Sundskóli fyrir börn fædd 2008 og eldri.Börn sem eru byrjuð í skóla og vilja/þurfa að bæta við sundkunnáttuna eru velkomin.Skráning og upplýsingar á og í síma 848-1626.

Þjálfararáðstefna í Árborg

Þjálfararáðstefna fyrir alla sem þjálfa íþróttir innan vébanda Sveitarfélagsins Árborgar verður haldin dagana 11.-12. október.

Selfossvörurnar fást í Intersport

Nú á haustdögum fóru Intersport og Errea á Íslandi í samstarf. Allur Selfoss fatnaður fæst nú í Intersport á  Selfossi og mun starfsfólkið leggja sig fram við að eiga alltaf til keppnisbúninga og æfingagalla félagsins ásamt öðrum fylgihlutum.