29.10.2012
Árlegt Þórðarmót Sunddeildar Umf. Selfoss var haldið sunnudaginn 28. október í Sundhöll Selfoss. Þórðarmótið er haldið til minningar um Þórð Gunnarsson þjálfara og sundkennara sem starfaði lengi á Selfossi. Að þessu sinni voru 44 keppendur skráðir á mótið og komu þeir frá Selfossi og Hvolsvelli. 31 barn, 10 ára og yngri fengu afhent þáttökuverðlaun, en yngstu keppendur mótsins voru sex ára og komu frá Selfossi.
02.10.2012
Ný námskeið í Guggusundi fyrir börn frá 2 mánaða til 7 ára hefjast vikuna 10-12 jan og 17-19.jan. næstkomandi. Margir sundhópar eru í boði: ungbarnasund fyrir 0-2 ára, barnasund fyrir 2-4 ára, sundnámskeið fyrir 4-6 ára og sundskóli fyrir börn fædd 2007 og fyrr.
19.08.2012
Sundæfingar hjá Gullhópi og Títanhópi hefjast mánudaginn 20. ágúst kl. 17:00. Æfingar hjá yngri hópum deildarinnar hefjast í byrjun september og verð auglýstar síðar.
01.06.2012
Héraðsmót HSK í sundi fór fram í Hveragerði þriðjudaginn 29. maí. Keppt var í einstaklingsgreinum karla og kvenna en einnig var mótið stigakeppni þáttökufélaga.
22.05.2012
Frá UMFSelfossi fóru fjórir keppendur, Sigmundur Stefánsson í flokki 55-59 ára, Hrund Baldursdóttir í flokki 45-49 ára og Stefán Reyr Ólafsson og Ægir Sigurðsson í flokki 30-34 ára.Árangur þeirra var stórglæsilegur þar sem þau voru öll á verðlaunapalli í öllum sínum greinum.
21.05.2012
Landsbankamót ÍRB var haldið í Reykjanesbæ 11-13. maí sl. Þarna var saman komið fremsta sundfólk landsins og var þetta eitt af síðustu mótum hérlendis þar sem sundmenn höfðu tök á að preyta sig á lágmörkum fyrir Ólympíuleikana og fleiri stór mót erlendis síðar á þessu ári.
18.05.2012
Árlegt vornámskeið Sunddeildar Umf. Selfoss verður haldið dagana 7.-20. júní í Sundhöll Selfoss. Námskeiðið er ætlað börnum fæddum 2006 og 2007. Einnig verður hópur fyrir börn sem byrjuð eru í skóla og vilja bæta kunnáttuna.
25.04.2012
Nýtt byrjendanámskeið í Guggusundi - Ungbarnasundi hefst í byrjun maí. Kenndir verða 9 tímar á 5-6 vikum. Skráning er hafin á eða í síma 848-1626. Kennari á námskeiðinu er Guðbjörg H.
27.02.2012
Selfossmeistaramótið í sundi fór fram sunnudaginn 26. febrúar sl. Alls voru keppendurnir 49 frá sunddeildum Umf. Selfoss og Hamars í Hveragerði og stungur í laugina 161.
13.02.2012
Gullmót KR var haldið í 50m innilaug í Laugardal um helgina sem leið. Yfir 500 keppendur syntu á mótinu sem var í sex hlutum. Sundeild Umf.